Vikan - 15.02.1968, Page 16
FRAMHALDSSAGA 2. HLUTI
EFTIR J. D. McDONALD
FO RSAGA:
Lucille Phelps finnst drukknuS í Tylftarvatni. Hún hafði yfirgefið mann sinn fyrir tæpu ári og
tekið saman við Skip Kimberton, roskinn braskara. Hann hafði beðið hana að geyma fyrir sig
skjóðu fulla með peningum, sem hann hafði stolið undan skatti. Eftir lát hennar leitar hann
árangurslaust að skjóðunni í íbúð hennar. Þaðan snýr hann í þungum þönkum heim til sín og
fær sér neðan í því.
Hann tæmdi glasið og þvoði
það. Svo fór hann aftur í gegnum
setustofuna, gekk að stóru hljóð-
heldu hurðinni hurðinni, sem lá
fram í fremri skrifstofuna. Skell-
irnir í ritvélinni þögnuðu snögg-
lega þegar Jezebel Jackman
stökk á fætur í skelfingu og
greip um hálsinn. Frú Nimmitz
var við hornborðið með reikni-
vél. Hún hristi höfuðið. — Herra
Kimberton, þótt þér kæmuð í
gegnum þessar dyr fjörutíu sinn-
um á dag myndi Jezzie fá slag
jafn mörgum sinnum.
— Ég vissi ekki einu sinni að
þú varst þama inni, sagði
Jezzie.
— Var að koma aftur, sagði
hann. Hann gekk yfir í stóru
hornskrifstofuna sína, og Jezzie
fylgdi fast á hæla hans með
hendurnar fullar af skjölum. Hún
lokaði dyrunum á eftir sér. Hann
settist við borðið og sagði: —
Hvaða ótíðindi hefurðu handa
mér í dag?
Að vanda lét hún hann hafa
það léttvægasta fyrst, og beið
eftir fyrirmælum um leið og hún
hafði rétt honum hvaðeina. Svo
skrifaði hún eitthvað á blokk-
ina sína. Jezebel Jackman var
hundrað og áttatíu sentimetrar
á lágum hælum, stór, geislandi,
samvizkusöm stúlka, nýlega tví-
tug. Hún hafði dökkgullið,
hrokkið hár, stór lavanderblá
augu, stórar hvítar tennur og
ótrúlegan lífsþrótt. Hún var ein-
stakur íþróttamaður. Og í allri
þessari geislandi, næstum ótrú-
legu heilbrigði var eitthvað sem
var næstum eins og yfirþyrm-
andi við hana. Hún bjó með móð-
ur sem var nöldurskjóða og föð-
ur, sem var svo lítill, svo hrör-
legur að hann var næstum ósýni-
legur. Hún var einkabarn. Hún
hafði unnið fyrir Skip Kimber-
ton í þrjú ár. Síðustu tvö árin
sem einkaritari hans. Hún var
fljót, velvirk, vel gefin og ein-
staklega trygg. Hún vann á dag-
inn og á kvöldin þjálfaði hún
sig í allskonar íþróttum.
Kvöld nokkurt, um það bil sex
mánuðum eftir að hún varð
einkaritari hans, fékk hann hana
til að vinna eftirvinnu. Hann
hafði gengið til að líta eftir því
hvernig henni gengi með skýrsl-
una sem hún var að vélrita.
Hann hafði litið yfir öxl henn-
ar, ofan á ritvélina og án þess
að hafa nokkurn huga á að gera
hosur sínar grænar fyrir henni,
aðeins til að láta í ljósi velvild
sína, hafði hann lagt höndina á
sterka öxl hennar. Það var eins
og hún skryppi saman og yrði
öll minni undir snertingu hans,
ósköp lítil, kyrr og hrædd. Hann
sleppti henni þegar í stað og
gekk framfyrir borðið. Hún var
náföl og nötraði.
— Hvað er að þér? spurði
hann.
— Ég vil ekki að þú gerir
svona, sagði hún mjóróma. — Ef
þú gerir svona verð ég að hætta.
— Ég gerði ekkert, andskota-
kornið!
— Þú snertir mig. Strákarnir
káfa á mér og ég rek þeim utan-
undir, en ég yrði að hætta ef
þú gerðir það.
— Ég meinti ekki neitt.
Hún virti hann fyrir sér og
smám saman kom liturinn aftur
í andlitið. Hún rétti úr sér. —
Er það nú víst?
— Já.
— Ég þoli bara ekki að það
sé káfað á mér.
— Ég skal ekki gera það aft-
ur, Jezzie. Aldrei aftur.
— Af hverju ertu leiður, Skip?
— Ég er ekkert leiður. Ég er
bara að hugsa.
Eftir þetta vandræðaatvik tók
hann að veita henni nánari gæt-
ur og komast að því að þessi
stóra, geislandi vera, var að því
er virtist, svo ólæknanlega hvor-
ugkyns að annað eins þekktist
ekki í öllu héraðinu. En hún
átti hundruð vina. Hún um-
gekkst hundruð glaðra vina á
íþróttaleikvöngunum, en að því
er virtist átti hún aldrei stefnu-
mót. Þótt honum fyndist þetta
sóun mikillar lífsorku var hon-
um á hinn bóginn léttir að því
að þetta var þó að minnsta kosti
ekki stúlka, sem hann myndi
tapa í hjónaband. Hún sökkti sér
ofan í starfið. Hennar líf var
að vinna fyrir Skip Kimberton
og hún virtist einstaklega ánægð
með það.
Hún færði honum síðustu frétt-
ina: — Gus Hernandez biður þig
að hringja í sig, hann sagði að
það væri áríðandi, ef til vill hef-
ur hann frétt eitthvað af....
— Gott. Náðu í hann fyrir mig.
Þegar Jezzie gekk út úr skrif-
stofunni, flaug sú beiska hugsun
að Skip að hann hefði betur lát-
ið Jezzie hafa bláa pokann. Hún
hefði falið hann, aldrei opnað
hann, aldrei minnzt á hann, al-
drei spurt um hann. En það var
ekki sanngjarnt á þessu stigi
málsins að fara nú að álíta að
minna væri á Lucille treystandi.
Af þeim tveimur hafði Lucille
verið miklu gáfaðri og ólíklegri
til að láta snúa á sig eða lokka
sig í gildru.
Gus kom fljótt í símann. Hann
var vel á verði. — Skip, ég veit
að þú ,hefur nóg um að hugsa í
dag, en ég hef sett mig í sam-
band við suma af vinum okkar.
Ég held að ég geti með fullri
vissu sagt núna að það lítur út
fyrir að allt ætli að ganga okkur
í haginn og upphæðin, sem þeir
eru að reyna að fá í gegn núna
er aðeins tíu þúsundum yfir síð-
asta sáttatilboði mínu. Réttir
menn ætla að leggja mjög hart
að sér á morgun og þetta fer
yfir rétt borð að þessu sinni og
ég held að ég ætti að gefa þeim
já á þessum grundvelli.
— Já, eins og þér sýnist.
— Og við höfum níutíu daga
til stefnu, áður en við þurfum
að borga. Eins og ég hef sagt
við þá taka þeir gulleggið og
gæsina um leið, ef þeir neyða
þig til að gera fulla grein fyrir
hverju og einu. Þú ert líklegur
til að gjalda væna skatta á næst-
unni.
— Þú sérð um það, ég sam-
þykki.
— Skip, ég votta þér samúð
mína varðandi Lucille, hún var
yndisleg kona.
— Þakka þér fyrir Gus.
— Þegar við höfum komið
þessum skattmálum frá væri
ekki svo vitlaust fyrir þig að
fara burt. f skemmtiferð eða
eitthvað. Vertu rólegur, ég skal
láta þig vita um leið og ég frétti
eitthvað.
Harvey Walmo gekk hægt í
áttina til skrifstofu sinnar frá
jarðarförinni. Þetta var snemma
kvölds. Loftið var svalt og sólar-
móða. Þetta var sá tími ársins
sem honum féll bezt við. Þetta
var í lok annatímans. Allt Tylft-
arvatn var í hans umdæmi og
þetta var sumarvatn, á sumrin
var þarna krökkt af fólki og allt
sem því fylgir. Þegar kom fram
á haustið hvarf það mjög snögg-
lega á braut, hraðbátarnir sáust
ekki lengur á vatninu, né held-
ur vatnaskíðamennirnir, og segl-
bátarnir. Lómarnir og endurnar
komu aftur. Þá tóku þjófnaðir
enda og ofbeldi og slys, drukkn-
16 VIKAN 7'tbL