Vikan


Vikan - 15.02.1968, Page 19

Vikan - 15.02.1968, Page 19
ÞAÐ VAR LEE . RADZIWILL SEM VAKTI MESTA ATHYGLI VIÐ HINA TÍTT UMTÖLUÐU FRUMSÝNINGU NUREJEVS Á BALLETTINUM HNETU- BRJÓTURINN í STOKKHÓLMSÓPER- UNNI. ALDREI HAFA SVO MARG- AR MYNDIR VERIÐ TEKNAR AF EINNI MANNESKJU í HLJÓMLEIKA- HÖLLINNI VIÐ GUSTAF ADOLFS TORG. HÚN ER LÍKA PRINSESSA, SYSTIR JAQUELINE KENNEDY OG TALIN MEÐAL BEZT KLÆDDU KVENNA HEIMS. EN HÚN PÉKK EKKI GÓÐA DÓMA SEM LEIKKONA. Bouvier-systurnar, Jackie Kenne- dy (38 ára) og Lee Radziwil (34 ára), virðast alveg fullnægja þörf Bandaríkjamanna fyrir prinsessur. Þær eru fagrar, ungar og ótrúlega auSugar, og það er einhver menn- ingarblær ( kringum þær, sem t. d. sjaldan er kringum kvikmynda- stjörnurnar og annað frægt fólk. Það er yfirleitt ekki talað um Bou- vier systurnar eins og venjulegt fólk. Það er öllum Ijóst að Jackie er þekkt um allan heim, kringum hana hafa spunnizt eins konar þjóð- sögur; Lee hefur prinsessutitil og það gengur í augun á Bandaríkja- mönnum. Á dögunum kom hún til Stokk- hólms til að vera viðstödd frum- sýningu á ballettinum Hnetubrjótur- inn, sem vinur hennar, rússneski balletdansarinn Nurejev, setti á svið, og það var hann, sem bauð Lee til Stokkhólms. Slúðurdálkar blaðanna hafa blásið þetta upp og vilja halda fram að þarna sé um eitthvað meira en kunningsskap að ræða. En það eru nú til fleiri vin- áttubönd en ástasambönd í þessari veröld! Hún er fölleit og ffngerð kona, klædd á þann einfalda hátt, sem einkennir Bouvier systurnar. Við frumsýninguna var hún í erma- lausum, stuttum, hvítum kjól, hvít- um silkiskóm, hárið slétt og andlits- farðinn Ijós. Kvöldkápan var úr hvítu, þykku ullarefni með röndum úr hvítum minkaskinnum, (hún sagði samt sjálf að það væru kan- ínuskinn). [ fylgd með henni var stjórnandi ballettsins við Covent Garden, Frederich Ashton, en eftir sýningu hélt Nurejev gestum sínum og vinum hóf ( Operukjallaranum. Fólk skiptist ( tvo hópa, þegar um það er talað, hvor systranna sé glæsilegri. Annar hópurinn held- ur þv( fram að Jackie sé laglegri, betur klædd, hlýlegri, glaðværari og greindari en Lee. Hinn hópurinn heldur því sama fram um Lee Rad- ziwill. Þegar skoðaðar eru myndir af þeim saman, finnst manni skrýt- ið að Jackie, sem annars virðist svo fíngerð, virðist vera stærri, jafn- vel miklu hraustlegri en venjulega, þegar hún stendur við hlið systur sinnar. En þær eru ákaflega sam- rýmdar. Þær hafa yfirleitt sömu skoðanir um fólk, menntun og menningu, ferðalög og listir. Jackie hefur tekið systur s(na með sér, oft- ar en einu sinni, þegar hún hefur verið á skylduferðalögum sfnum, eins og t. d. þegar hún fór til Ind- lands. Það er vitað um uppeldi þeirra, það gat ekki verið betra. Þær ólust upp á auðugu yfirstéttarheimili, þar sem menntun var höfð í bávegum. Þær stunduðu beztu skólana og voru yfirleitt alltaf á réttum stöðum. For- eldrar þeirra skildu, þegar Jackie var tíu ára og Lee sex ára. En hinn elskandi og aðlaðandi faðir þeirra var samt alltaf reiðubúinn til að hlusta á það sem þær höfðu að segja. Lee byrjaði að lesa sálar- fræði við bezta kvennaskóla Banda- ríkjanna, skóla Söruh Lawrence, en hætti námi þar og fór til Ítalíu til að kynna sér listir og listasögu. Um tíma skrifaði hún í Harpers Bazaar. Það er ekki fínt lengur í Banda- ríkjunum að auðugar stúlkur hafi ekkert starf. Árið 1952 giftist Lee Michael Canefield, sem var sonur eins ritstjórans við Harpers Bazaar. Þau settust að í London, þar sem Canefield var sendiráðsritari, hjá Winthorp Aldrich ambassador. Þau eignuðust einn son, Anthony, en skildu eftir fjögra ára hjúskap. Lee varð um kyrrt í London og þar hitti hún síðari mann sinn, Stanislaus Radziwill fursta, sem var 19 árum eldri. Hann var pólskur innflytjandi, hvíthærður, svarteygð- ur, með svart yfirskegg og alveg sérstaklega aðlaðandi maður. Hann var líka vel auðugur, átti ekki minna en sjötíu milljón krónur, sem hann hafði grætt á fasteignasölu. Hann er af einni elztu, ef ekki allra elztu furstaætt heimsins. Það er talað um fyrsta Radziwill furst- ann um 1300. Pilsudski vildi fá einn af ættingjum hans til að setj- ast í hásæti árið 1926, þegar það kom til tals að endurreisa konungs- dæmi í Póllandi. Höll fjölskyldunn- ar, Nieborow, er nú þjóðminjasafn Póllands. Janus, faðir Stanislaus, sem nú er 83 ára gamall, býr einn í tveggja Framhald á bls. 29. 7 tbl VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.