Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 2
Fljúgið
i sumarleyfið
vel tryggð
IÐGJOLD FERÐATRYGGINGA
HAFA LÆKKAÐ VERULEGA
FERÐATRYGGINGAR OKKAR ERU ÓDYRAR OG
ViÐTÆKAR. ÞÆR TRYGGJA YÐUR FYRIR ALLS KONAR
SLYSUM, GREIÐA DAGPENINGA VERÐIÐ ÞÉR ÓVINNU-
FÆR SVO OG ÖRORKUBÆTUR OG FJÖLSKYLDU YÐAR
DÁNARBÆTUR.
MIÐAÐ VIÐ 100.000,00 KRÓNA TRYGGINGU
í HÁLFAN MÁNUÐ ER IÐGJÁLD NÚ KR. 47.00 EN VAR
ÁÐUR KR. 81.00 .
FARIÐ EKKI ÓTRYGGÐ I SUMARLEYFIÐ.
TRYGGIÐ YÐUR HJÁ AÐALSKRIFSTOFUNNI EÐA NÆSTA
UMBOÐl.
ÁRMÚLA3 SÍMI 38500
SAMVININUTRYGGINGAR
Er sauðfé meiri
ábyrgðarhluti en
börnin
Mikið hark hefur orðið í
sumar eins og svo oft áður út
af því eðli sauðkindarinnar að
sækja í að éta grænan gróður.
Arbæingar hafa meira að
segja hert sig upp í smala-
mennskur og notað bílskúra
sína fyrir réttir, vonandi hafa
þeir unnið fyrir að bera vesa-
lings skepnunum grængresi og
vatn í dýflissuna.
Það land, sem Árbæjar-
hverfið stendur á, er svo ný-
lega sauðlaust, að sú kynslóð
kinda, sem þar gekk sín æsku-
ár til beitar, er enn í fullu
fjöri. Það er því trúlegt, að
fé sæki þangað aftur, jafn-
vel þótt því væri ekið lengra
til heiða upp á beitarlönd ann-
arra hreppsfélaga. Mér finnst
því hæpið, ef ekki ranglátt, að
sækja eigendur þess til sakar,
því við höfum ekki svo ódýrt
vinnuafl hér að menn geti
fylgt fé sínu til beitar allt
sumarið eins og tíðkast til
dæmis víða í járntjaldslönd-
unum.
Hitt er þó mun verra til af-
spurnar fyrir þjóðféiagið, ef
það er satt að sá sem verður
fyrir ágangi kindar, eigi ský-
lausa heimtingu á skaðabót
úr hendi forsjármanns henn-
ar, maður sá, sem verður fyr-
ir stórskaða af völdum barns
eða unglings innan 16 ára ald-
urs, á ekki kröfu á skaðabót-
um af hálfu foreldra eða for-
sjármanns skemmdarvargsins,
sem er undir lögaldri og því
sjálfur laus allra mála- Mér
er kunnugt um, að fólkið, sem
sumarbústaðirnir voru eyði-
lagðir fyrir í Lækjarbotnum í
vetur leið, hefur enn engar
bætur fengið né sér hilla und-
ir þær. Var það þó sýnu meiri
skaði að öllu leyti en þótt
rollutetur nasli nokkrar viðju-
hríslur.
Er ekki eitthvað hér, sem
ekki rímar? Og er ekki auð-
veldara að ala börn upp í
guðsótta og góðum siðum en
■ sauðheimskar kindurnar? S.H.
V J
2- VIKAN 31- tbl-