Vikan - 08.08.1968, Side 7
tn
tókst það, hvar sem við
dönsuðum, hvíldu augu
hans á okkur.
Hinn drauminn dreymdi
mig strax á eftir. Mér
fannst ég eiga rauðköflótt
pils. Mér fannst ég hetfa
verið á ferðalagi og sent
pilsið á undan heim. Svo
þegar ég kom heim, spurði
ég mömmu hvar hún hefði
falið það. Hún sagði að það
væri í klæðaskápnum mín-
um, ég leita þar svolitla
stund og sé þá pilsið sem
mér finnst vera orðið
grænt, og þarna er líka fal-
leg, græn peysa. É'g var
miklu ánægðari með þetta
pils en hitt. Svo fannst
mér ég vera á leiðinni í
vinnu, en hvað mikið sem
ég flýtti mér, kom ég samt
hálftíma of seint. Yfirmað-
ur minn sagði að ég mætti
ekki koma í síðbuxum í
vinnu. Þá leit ég niður og
fannst ég vera komin í síð-
buxurnar mínar. Ég sagði
honum að mér hefði fund-
izt svo kalt á leiðinni en
ég væri með pils í veskinu.
Svo fór ég inn á klósett og
fór í grænu peysuna og
pilsið sem ég var svo hrif-
in af. Síðan vakna ég.
Draumadís.
Draumur þessi endur-
speglar sennilcga óskir,
sem þú elur með þér í
vöku. En þetta með síð-
buxurnar, sem þú ferð í I
vinnuna, en yfirmaður
þinn fúlsar við, gæti verið
ábending til þín um að
leggja aukna rækt við þinn
kvenlega þokka.
SVAR TIL A. T.
Draumurinn virðist boða
freistingu, sem þú verður
fyrir og fellur fyrir, því
miður. L táknar freistar-
ann, fjallvegurinn leiðina
að markinu, kirkjunni og
bandinu, sem merkir freist-
inguna sjálfa. Systur þín-
ar þrjár eru tákn einhvers,
sem þér er dýrmætt og þú
berð ábyrgð á, en annað-
livort yfirgefur alveg eða
leggur í hættu fyrir það,
sem freistar þín. TJm síðir
kemstu að því, að þetta
sem heillaði þig er heldur
lítils virði og liverfult, þeg-
ar allt kemur til alls. —
Vertu við öllu húin og
reyndu að forðast slys.
HÚN MISSTEIG SIG
Akranesi 8/7.
Kæra Vika!
Bg sé að margir leita til
þín meS draumráðningar.
Viltu nú vera svo góð að
ráða þennan draum. Ég,
ásamt kærustunni minni og
fleirum, vorum á gangi í
hrauni, er kærastan mín
hrasar og dettur. Hún
tognar á annarri hendi og
misstígur sig. Við berum
hana heim til mín og leggj-
um hana í sófann. Stuttu
síðar kem ég inn í stofuna.
Þá sé ég að hún er barns-
hafandi. Mér fannst ótrú-
legt að það væri eftir mig
en gat hugsað mér að
henni hefði verið nauðgað.
Ég vaknaði við vondan
draum og tók að hugleiða
hvað hann merkti. Ég vona
að þú birtir þetta bréf sem
fyrst.
Kær kveðja.
Einn áhyggjufullur.
Es.: Hvernig er skriftin?
Hafðu engar áhyggjur.
Hraunið virðist hér tákna
lífsveginn sjálfan, en hann
getur sem kunnugt má vera
verið nokkuð hnökróttur
undir fæti og hætt við
slysum á honum. Áföllin,
sem kærastan verður fyrir,
misstig, tognun og meint
nauðgun, virðast liér tákna
galla sem þú þykist sjá á
henni, en telur þig sak-
lausan af. En að öllum lík-
indum er aðeins um að
ræða meinlausa og mann-
lega bresti, sem sjálfsagt
er að taka með umburðar-
lyndi og skilningi. Sjálf
þungunin boðar að þið eig-
ið mikla gæfu fyrir hönd-
um, ef þið verðið nærgæt-
in og ekki of smámuna-
söm hvort við annað.
Skriftin er vel læsileg en
ekki falleg.
Og að síðustu er hér eitt
bréf viðvíkjandi eitt af
vandamálum vökunnar.
BLÍTT OG LÉTT
Reykjavík, 22. júlí 1968.
Kæri Póstur!
Getur þú sagt mér eftir
hvern lagið er við skáta-
sönginn „Kveiktu eld“. Er
það kannski sama lag og
Blítt og létt eftir Oddgeir
Kristjánsson, flutt af
hljómsveit Ólafs Gauks?
„Spurull".
Samkvæmt áliti tónfróð-
ustu manna hér á bæ er
sama lagið haft við ljóð
þessi bæði, er þú nefnir.
Skátasöngurinn heitir
raunar réttu nafni Kveikj-
um eld.
Hversvegna er
Philco vinsælasta
þvottavélin?
PHILCO
sameinar flesta kostina
Hún tekur bæði heitt og kalt vatn
Hún skolar fjórum sinnum og vindur með 580
snúningum ó mínútu — ó betra verður ekki kosið
Hún er hljóðlót
Lokið er stórt, þvottabelgurinn tekur 57 lítra.
Öryggissigti fyrirbyggir stíflur í leiðslum. Tvöfalt
sópuhólf
3 mismunandi gerðir
Sjólfvirk — Auðveld i notkun
Annað og meira en venjuleg þvotiavél. Tekur allar tegundir af þvoiti,
stillir hilastig vatnsins og vinduhraða eins og reyndasta húsmóðir
myndi gera. Skífu er snúið og stutl ú takka ... og það er allt og sumf.
HEIMILISTÆKI SF.
SÆTÚNI 8 SfMI 24000
HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455
3i. tbi. VIICAN 7