Vikan


Vikan - 08.08.1968, Qupperneq 16

Vikan - 08.08.1968, Qupperneq 16
Hnn synour: If m on nm *>'RÁ**'* ANDRES INDRIÐASON Dusty Springfield hefur undan- farin ár verið meðal vinsælustu dægurlagasöngkvenna í Bret- landi. Hérlendis hefur þó lítið til hennar heyrzt, ef undan er skilið hið fallega lag „If you go away“ eftir franska lagahöfundinn Jac- ,1 ques Brel. Dusty hefur ekki sent frá sér ýkja margar tveggja laga plötur, og þær plötur slíkar, sem hún hefur sungið á, hafa ekki komizt langt upp eftir vinsælda- listanum brezka. Síðast kom tveggja laga plata frá henni í maí 1967 með laginu „Gimme Time“. Það komst ekki ofar en í sautj- ánda sæti á vinsældalistanum. Hæggengu plöturnar hennar hafa hins vegar selzt vel, en lagið „If you go away“ er einmitt á hæg- gengri plötu. Utan heimalands síns er Dusty eftirsóttur skemmti- kraftur, og mestan hluta ársins er hún í einhverjum erlendum stórborgum að skemmta, Sydney, Texas eða Tokyo. Svo er þess að geta, að bróðir Dusty, Tom Springfield er vinsæll lagahöf- undur og hefur m.a. samið flest laganna fyrir The Seekers, þar á meðal lagið „A world of our own“, sem við þekkjum kannski betur undir heitinu „Kveiktu ljós“, sungið af blönduðum kvart- ett frá Siglufirði. Dusty Springfield í sviðsljósi. Dusty og góður vinur — Paul McCartney. IVEÚSÍK við allra hæfi — Okkar markmið er að gera öllum til geðs, spila músik við allra hæfi en einskorða okkur ekki við- einhvern ákveðinn stíl. Þetta segja þeir í hljómsveit- inni Orion, sem skemmt hefur í Sigtúni í sumar ásamt Sigrúnu Harðardóttur. Orion er að þessu leyti í sömu línu og Hljómsveit Ingimars Eydal eða Sextett Ólafs Gauks. Vinsældir þeirra Orion- manna og Sigrúnar hafa líka far- ið sívaxandi í allt sumar og er það ein sönnun þess, að unga fólkið kann vel að meta fjöl- breytilega músik. En fjölbreytni ein væri ekki nóg, ef ekki kæmi meira til. Músikin í Sigtúni, þar sem Orion og Sigrún hafa skemmt í sumar, hefur verið óvenju vönduð, og hafa margir furðað sig á því, að tiltölulega 16 VIKAN 31-tbl- óþekkt hljómsveit skuli detta al- sköpuð niður úr skýjunum! Hljómsveitin hefur aðeins leikið á sumrin, þar sem allir liðsmenn hafa verið í skóla, og það er fyrst í sumar, að þeir félagarnir hafa lagt músikina fyrir sig — enda sinna þeir nú ekki öðru. Margir muna eftir ágætum sjónvarps- þætti Orion í febrúar sl. Þáttur- inn var tekinn upp, er einn þeirra félaganna, Sigurður Yngvi Snorrason, var hér í jólaleyfi, en hann stundar tónlistarnám í Vín- arborg. Að öðru leyti var hljótt um hljómsveitina sl. vetur. Sig- urður Yngvi, sem leikur ó rythmagítar er ásamt Stefáni Jökulssyni unglambið í hljóm- sveitinni. Báðir eru 18 ára. Stefán er nemandi i Menntaskólanum í Reykjavík, en auk þess sem hann lemur húðirnar sezt hann við píanóið af og til. Sólógítarleikari hljómsveitarinnar er Snorri Örn Snorrason, bróðir Sigurðar Yngva- Snorri hefur nýlega lokið flugnámi og tekur að líkindum til við flugið í haust. Eysteinn Jón- asson leikur á bassagítar. Hann er nemandi í Kennaraskólanum. Þeir Sigurður, Snorri og Eysteinn leika allir með Lúðrasveit Reykjavíkur, Sigurður á klarin- ettu, Snorri á enskt horn og Ey- steinn á trompet. Þeir segja, að erfitt sé að koma þessum hljóð- færum við, þegar þeir leika fyrir dansi, en í sjónvarpsþættinum höfðu þeir blásturshljóðfærin með — og þau verða einnig með í öðrum þætti, sem hljómsveitin gerir fyrir sjónvarpið í ágúst. Og síðast en ekki sízt er að geta söngkonunnar, Sigrúnar Harðardóttur. Hún hrósar þeim félögunum á hvert reipi og segir samstarfið vera alveg sérstaklega gott. Sigrún er nú að undirbúa aðra hljómplötu sína, sem tekin verður upp um miðjan ágúst. Fjögur lög verða á plötunni, og er þegar búið að velja þau. Sig- rún hefur haft í fleiri horn að líta, því að hún hefur í sumar lesið námsefni 5. bekkjar í Menntaskólanum á Akureyri og sezt því í sjötta bekk í haust, ef allt gengur vel. Orion og Sigrún ætla að skemmta úti á lands- byggðinni í sumar og einnig í Húsafellsskógi um verzlunar- mannahelgina, en sennilega verða þau komin til baka úr þeim ferð- um, þegar þetta kemst á prent.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.