Vikan


Vikan - 08.08.1968, Side 17

Vikan - 08.08.1968, Side 17
jm. P0P8 Hér er skemmtileg mynd af vinsælli unglingahljómsveit. Hljómsveitin er Pops, en myndina tók Sigurgeir Sig- urjónsson fyrir okkur í nýju sundlaugunum í Laugardal. Strákarnir eru, frá hægri tal- ið: Óli, Pétur, Benni og Birg- ir. ☆ EFST í 13 ÁR! Hljómplatan með lögunum úr kvikmyndinni ,,Sound of Music“ hefur nú verið á brezka vinsæld- arlistanum í þrjú ár og tvo mán- uði. Lengst af hefur platan ver- ið í efsta sæti en nú er hún í fimmta sæti, og er fyrirsjáanlegt, að hún mun verða á listanum enn um langan tíma. Einstök lög af þessari hæggengu hljómplötu hafa verið gefin út á tveggja laga plötum og náð geysilegum vin- sældum, t.d. lagið Edelwe’ss, sem margir söngvarar hafa sungið á plötu. Sound of Music er án efa einhver vinsælasti söngleikur, sem nokkru sinni hefur verið fluttur. Drjúgan þátt í þeim vin- sældum, sem kvikmyndin hefur notið, á Julie Andrews, sem leik- ur barnfóstruna. Julie lék einnig aðalhlutverkið í kvikmyndinni Mary Poppins, og hún fór með aðalhlutverkið í My fair lady, þegar sá söngleikur var sýndur á sviði á Broadway. Á myndinni sjáum við hana í nýjasta hlut- verki sínu í kvikmyndinni ,,Stars“ (Stjörnur)', en þar fer hún með hlutverk Gertrude Law- rence, sem var fræg, brezk leik- kona áður fyrri- Komin er út tveggja lag hljómplata, þar sem Julie syngur tvö lög úr þessari ■ kvikmynd. Þau heita ,,Stars“ og „Someone to Watch over me“. Kvikmyndin var frumsýnd í London 18. júlí sl. 3 yfirmenn - 2 óbreyftir Um eitt skeið mátti heita að loku væri íyrir það skotið, að óþekkt bandarísk hljómsveit gæti haslað sér völl í Bretlandi og komið lagi á vin- sældalistann þar í landi. En hljómsveitir eins og t. d. Union Gap og 1910 Fruitgum Co. hafa sannað að þessu er ekki lengur til að dreifa. Og banda- rískum hljómsveitum þykir það rhikil upphefð að komast með lag á vinsældalistann brezka. Hljómsveitin Union Gap var svo til óþekkt í Bretlandi, þegar lagið „Young Girl“ tók að heyrast þar. Þó hafði hljómsveitin áður sent frá sér annað lag, sem hafði náð líkum vinsældum, vestan hafs. Það var lagið „Woman woman“, sem að vísu kom einnig á brezkan markað en brezk- um þótti lítið í það varið. Þau eru furðuleg mörg heitin á bandarískum hljómsveitum, og Union Gap er þar engin undantekning. Union Gap er bær í Bandaríkjunum sem kom talsvert við sögu í borgarastríðinu fræga. í samræmi við það klæðast liðsmenn hljómsveitarinnar einkenn- isbúningum frá þeim tíma, og aðalsöngvarinn og lagahöfundurinn, Gary Puckett er ætíð kallaður generáll! Aðrir liðsmenn eru liðþjálfi, undirfor- ingi og tveir óbreyttir! Ekki hafa þeir þó þurft að standa í mikilli baráttu hingað til þegar þess er gætt, að á hálfu áru hafi tvær hljómplötur þeirra selzt í meira en milljón eintökum hvor. 31. tw. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.