Vikan - 08.08.1968, Síða 19
Athygli heimsins virðist nú loksins vera farin að beinast
að hinu hryllilega stríði í Nígeríu og er nú farið að gera
ráðstafanir til að binda á það endi, livernig sem gengur.
Síðan ófriður þessi hófst í fyrrasumar hafa að sögn að
minnsta lcosti tvö hundruð þúsund manns látið lífið, eða
eins margir og í Víetnam-stríðinu á þremur árum.
Nígeríustjórn liefur fengið gnægð vopna frá Bretum og
liússum og egypskir flugmenn fljúga herflugvélum henn-
ar. Bíöfrumenn hafa hins vegar aðeins fengið lítilsháttar
stuðning frá Portúgölum og upp á síðkastið hafa Frakk-
ar farið að taka svari þeirra. Hér er brugðið upp nokkr-
um svipmyndum úr stríðinu.
Ojukwu, leiðtogi Bíöfru, flytur ræðu. Ræðustólinn prýðir fáni liins unga
ríkis, í rauðum, svörtum og grænum lit með rísandi sól í miðju.
Ilerflugvélar Nígeríustjórnar, sein sagðar eru mannaðar egypzkum flugmönn-
um, liafa valdið óbreyttum borgurum í Bíöfru miklum hörmungum. Hér er
verið að leita að fólki, sein grafizt hefur undir rústum í loftárás.
■
Allir sem vettlingi geta valdið leggja á flótta, berandi með sér það sem þeim er
kærast, þegar her stjórnarinnar í Lagos nálgast. Her Nígeríustjórnar er að mestu
skipaður hermönnum norðan úr landi, sem eru Múhameðstrúarmenn og liata
ákaft liina kristnu íbóa.
Þessi litla stúlka var óvenju lieppin, eftir því sem gerist um fórnarlömb loftárása.
Hún grófst undir rústum, en var grafin upp heil á húfi.
“■tbl- VIKAN 19