Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 23
slokknað á lömpunum og skima bax-st inn um rifumar á gluggahler-
unum. Hún sá að Joffrey de Peyrac var þegar kominn á fætur, full-
klæddur og í stígvélum. Hann sneri sér við og leit á hana með óræð-
um svip, en hún óttaðist ekki lengur tortryggni 'augna hans. Hún
brosti til hans sigui-viss.
— Strax kominn á fætur?
_ Og ekki vonum fyrr. Indíáni var rétt í þessu að koma á liarða-
spretti til að segja mér, að ferðamannalestin frá Boston væri rétt að
segja að koma. Þótt mér hafi heppnazt að rifa mig frá þér úr ból-
inu, er ekki með sanni hægt að segja ,að þú hafir gert mér það auð-
velt. Ég er reiðubúinn að halda því fram, að jafnvel i svefni reyndirðu
að koma mér til að gleyma öllu því, sem beið min i dögum. Þú ert
allt of leikin.
— En lcvartaðirðu ekki í allra fyrsta sinn einmitt vegna þess, að
þér rann til rifja hver gersamlega óreynd ég var?
— Hmm! svaraði hann. — Ég veit ekkert hvaðan á mig stendur
veðrið. Ég er ekki viss nema ákefð þín i nótt komi mér til að verða
ofurlítið afbrýðissamur út í liðna timann. Ég minnist þess ekki að
hafa kennt þér slika íærni, en við skulum samt segja, að þú eigir allt
þetta að þakka þínum fyrsta kennara og það væri mjög ranglátt af
honum að finna ekki til þakklætis.
Hann kraup með annað hnéð á rúmstokkinn, svo hann gæti
lotið yfir hana og horft á hana, þar sem hún lá með gliti'andi hárið
í Ijúfri óreiðu.
— Að hugsa sér að þú dulbjóst þig sem vesæla, guðhrædda þjón-
ustustúlku. Að hugsa sér að þú skyldir leika hlutverk hinna stoltu,
köldu og tilgerðarlegu Húgenotta. Og þér heppnaðist að slá ryki i
augu allra! Hve oft ætlarðu að gera þannig gys að okkur, unga
gyðja?
— Ekki líkt því eins oft og þú. Mér hefur aldrei látið vel að lát-
ast, nema þegar ég er í bráðum lífsháska. Joffrey, ég hef aldrei leikið
sjónarspil gagnvart þér, hvoi'ki þá né nú, þvi ég hef aldrei sýnt þér
annað en fulla einlægni og hreinskilni.
— Þá hlýtur þú að vera alveg sérstök kona, sú óútreiknanlegasta,
sú breytilegasta, kona með þúsund yfirborð. En það, sem þú varst
að segja er allrar athygli vert. Þú segist alltaf hafa barizt heiðar-
lega við mig ....... Áttu þá við að hinn nýfundni eiginmaður þinn
sé óvinur?
— Þú efaðist um ást mina til Þín.
— Og varð engin sök fundin hjá þér?
— Ég hef alltaf unnað þér meira en nokkru öðru.
*— Þú ert að byrja að sannfæra mig. En nú þegar orrusta okkar
hefur tekið á sig vinsamlegri blæ, er henni þá lokið?
— Ég vona það, sagði hún kvíðafull.
Hann kinkaði kolli hugsi:
— Ég er enn hugsi, vegna ákveðinna athafna þinna í íortíðinni.
— Hverra? Ég skal skýra frá þvi öllu.
_ Nei. Ég lít á útskýringar með tortryggni. Ég vil ekki að um sé að
í-æða neina smán eða uppgerð.
En hann mætti kvíðafullu augnaráði hennar brosandi:
— Farðu nú á fætur, ástin min. Við verðum að fara til móts við
lestina.
46. KAFLI
Þau voru koinin að eyðilegum stað, þar sem þokan var allt í kring-
um þau og heyrðu bergmál þúsund radda. Angelique litaðist um.
— Ég sé engann. Hvaðan kemur þessi hávaði?
Joffrey de Peyrac steig af baki, án þess að svara. Síðustu mínút-
urnar hafði hann virzt svo fjarlægur. Fyrst hafði hún velt því fyrir
sér hvort hann væri aðeins annars hugar og hversvegna hann segði
henni ekki af hverju hann hefði áhyggjur. Hann gekk til hennar og
hjálpaði henni af baki og þótt hann brosti bliðlega til hennar var
samt einhver herzla í svip hans.
— Hvað er að? spurði hún hvað eftir annað.
— E'kkert, elskan mín, svaraðl hann og þrýsti henni að sér meðan
hann ieiddi hana milli trjánna. — Var ég ekki búin að segja Þér að
þetta væri dásamlegasti dagur ævi minnar.
Þá gerði hún sér ljóst, að hann var ekki annars hugar, heldur
djúpt snortinn og það gerði hann enn kviðafyllri.
Hamingja hennar var enn svo viðkvæm, að hún var stöðugt í ótta
um að eitthvað óvænt myndi hrífa hann frá henni einu sinni enn. Var
það þessi þykka bómullarþoka, sem kom henni til að finnast að eitt-
hvað væri ? þann veginn að gerast?
— Þegar þokunni léttir virðist allt svo einfalt hér, sagði hún upp-
hátt eins og til að rjúfa einhverja töfra, sem væru að ná tökum á
henni. En þegar þokan kemur aftur er ekkert tryggt lengur. Það
hlýtur að vera þessvegna, sem fólk er svo hrifið af þessu landl. Það
bíður alltaf eftir að eitthvað gerist, eitthvað komi þvi á óvart, Því
finnst að eitthvað dásamlegt sé rétt í þann veginn að eiga sér stað.
— 1 raun og veru hef ég leitt þig hingað, einmitt til þess að láta
nokkuð koma þér þægilega á óvart.
- En hvaða frekari hamingju get ég fundið nú, þegar ég hef end-
urfundið þig?
Hann horfði á hana óræðum augum, eins og svo oft um borð í
Gouldsboro, hún vissi að hann tortryggði hana einu sinni enn og var
að krefja hana um reikningsskil, og hún fann að sú beiskja sem hún
hafði vakiö með honum á umliðnum árum, var enn ekki bortstrokin.
En spurningin, sem hann ]as í augum hennar fékk ekki svar.
Þegar þau héldu áfrarn heyrðu Þau þungan nið og kliðinn af manna-
röddlim. Svo voru þau allt í einu stödd við rauða kletta, sem hafið
lamdi án afláts. Það var eins og raddirnar væru að verða háværari
og bergmálið bar þær til þeirra og mai'gfaldaði þær. En það var eitt-
hvað óhugnanlegt við þetta, þvi þau sáu ekki nokkra mannlega veru.
Að lokum sá Angelique nokkra litla, svarta punkta koma og hverfa
í sjónum, hinum megin við klettana, sundmenn i vatni.
Þetta eru nokkur börn hinna innfæddu við eftirlætisleik sinn,
sagði Joffrey de Peyrac. Leikurinn var fólginn i því að komast á sér-
staklega háa öldu og fvlgja þessari freyðandi bylgju þar til hún
lamdist inn i svartan hellismunna og dreyfðist, á klettunum. Leikurinn
var í þvi fólginn að ná taki á klettunum, áður en aldan skall á þeim
með þunga sínum. Síðan klifruðu börnin aftur upp á klettana til
þess að stinga sér í hafið og freista gæfunnar á nýjan leik.
Angelique stóð grafkyrr og horíði á þau. Hún var gagntekin; ekki
svo mikið af hættunni, sem var þessum leik samfara, heldur öllu
fremur af þeirri tilfinningu að hún hefði séð þetta allt áður. Hún
reyndi að rifja það upp fyrir sér hvar það hefði verið og sneri sér að
eiginmanni sínum til að segja honum hvað henni væri i huga, en í
sama bili hrópaði barnsrödd svo hátt að yfirgnæfði sjávargnýinn og
það blés þokunni frá minningum hennar.
Hún hafði ekki séð þetta í draumi, heldur hafði Florimond séð Það.
Og allt i einu minntist hún orða hans þetta kvöld, í Plessis höllinni,
þegar hættan var á næsta leiti: — Ég sá pabba og bróður minn í
draumi ....... Cantor sat á hárri öldu og kallaði, komdu Florimond,
komdu og leiktu þér með mér, það er svo gaman .......... Þeir eru í
landi fullu af regnbogum ......
Augu Angelique opnuðust. Draumsýn Fiorimonds í’ættist nú fyrir
augum hennar, þvi regnbogarnir dönsuðu í laufinu og þarna voru
öldurnar .....
— Hvað er að þér? spurði Joffrey de Peyrac áhyggjufullur.
— Ég veit ekki hvað er að gerast, svaraði Angelique. — En ég hef
séð þennan stað í draunxi eða öllu heldur, ég sá hann ekki, það var
...... En hvernig gat hann hafa séð þetta, muldraði hún eins og hún
væri að tala við sjálfa sig. — Böi'nin hafa stundum óhugnanlega
hæfileika til að sjá inn i framtíðina.
Hún vogaði okki að nefna nafn Florimonds, þvi að týndu synirnir
stóðu enn á milli þeirra. Þyngstu ásakanir hans höfðu verið þeirra
vegna og nú eftir þær dýi'ðlegu stundir, sem þau höfðu dvalið hvort
i annars örmum, ætlaði hún ekki að hræra upp í óhamingju og
sundurlyndi.
Eh það var eins og hún sæi Florimond standa þarna frammi fyrir
sér, mjög nákvæmlega. Það voru mörg ár nú síðan hún hafði séð
hann svo greinilega Þarna stóð hann rneð heillandi bros sitt og
augnaráð. — Mamma, við verðum að fara .......... Svo fórust honum
orð, því hann hafði fundið hættuna, sem ógnaði þeim, en hún hafði
ekki hlustað á hann og hann hafði flúið, knúin áfram af viljanum til
að lifa, sem guði sé lof stjórnar skjótræðislegum ákvörðunum æsk-
unnar. Hann hafði ekki getað fengið móður sína og lítinn bróður
til að flýja til öryggis og frelsis, en að minnsta kosti hafði hann
bjargað sjálfum sér. Hún hafði ofl hugsað um hvort hann hefði nokkru
sinni fundið regnbogaiandið, þar sem hann ímyndaði sér að faðir
lians og Cantor, sem hafði drukknað sjö árum áður í Miðjarðarhaf-
inu, biðu hans.
— Hvað er að? endurtók greifinn með áhyggjusvip.
Hún kreisti fram bros. — Það var ekkert. Það var bara einhvers-
konar sýn, eins og ég sagði þér. Ég skal útskýra það alltsaman seinna.
Er lestin að koma?
— Við skulurn fara þarna upp á hæðina, þá sjáum við til hennar.
Ég heyri til hestanna, en Þeir fara hægt, því stígui'inn er þi'öngur.
Þegar þau komu upp á hæðina skyggndust þau ofan á milli trjánna
og þau sáu hrevfingu milli þeirra eins og af miklum mannfjölda. Það
brast í kerruhjólum, sem skelltust yfir stokka og steina á stígnum
og það glitraði á regnbogalitar fjaðrir milli greinanna. Var það höf-
uðbúnaður indíánsku burðarmannanna? Nei. þetta voru fjaðrirnar á
höttum fremstu riddaranna. Um leið og þeir komu i ljós í skógar-
jaðrinum heyrðu Angeliq.ue og Joffrey tónlist.
Allt í einu teygði hann út annan handlegginn:
— Sérðu þá?
— Já.
Hún skyggndi hönd f.vrir augu til að sjá hina nýkomnu gesti.
— Mér sýnist þetta vera bráðungir menn og annar þeirra með gitar.
E'n orðin dóu á vörum hennar og handleggurinn féll máttvana nið-
ur með siðunni. Eitt andartak fannsl henni að sálin væri ekki lengur
í líkamanum. Skrokkur hennar stóð þarna lífvana og var orðinn að
styttu, sem ekkert gat nema horft. Hún var ekki lengur til, hún
var dauð, en hún sá.
■Tá, hún sá riddarana koma lil móts við hana. Sérstaklega þann
fyrsta og þann, sem reið næstur honum. En þótt hinn fyrri væri
maður af lioldi og blóði var hinn seinni, ungur sveinn með gítar i
hendinni, ekki annað en framliðinn andi. nema hún væri líka dáin.
Þeir i'iðu áfram. Bráðum myndi þessi hylling hverfa. En því nær
sem þeir komu, þvi betur sá hún bá. Það var Florimond með ljóm-
andi brosið og hlægjandi, lifandi augun.
— Florimond!
Hann stökk af hestinum og hrópaði: — Mamma!
Og svo hljóp hann af stað upp hæðina með útbreiddan faðminn.
Angelique ætlaði að hlaupa á móti honum, en fæturnir sviku hana og
hún sé niður á hnén.
Og þannig þrýsti hún honum að brjósti sér og hann kraup líka og
vafði handleggjunum um háls hennar og lagði kollinn með þykku,
brúnu hárinu á öxl hennar.
— Ó, mamma. sagði hann. — Loksins ertu komin. Ég óhlýðnaðist
þér, þegar ég fór til að finna pabba og fá hann til að koma þér til
hjálpar. Hann hlýtur að liafa komið í tæka tið úr þvi þú ert hér.
Svo hermennirnir hafa ekki meitt þig og konungurinn ekki sett þig
i fangelsi. Ég er svo feginn mamma.
Ancelique faðmaði þennan litla. stælta likama nð sér af öllum kröft-
um. Þetta var Florimond. félagi hennar og sonur!
— Ég vissi það alltaf. Svo þú komst til þessa lands regnboganna, sem
þig dreymdi svo oft um.
— Já.....Og ég fann þá báða hér. Siáðu mamma, hérna er Cantor.
Hinn unglingspilturinn stóð ofurlitið fjær. Hve gott Florimond átti,
hugsaði hann með sjálfum sér að vera ekki feiminn. Það var svo langt
siðan hann. Cantor, hafði séð mðður sína, þessa huldukonu, þessa
drottningu, þessa konu. sem hafði verið honum allt i öllu i bernsku.
Hann var ekki viss um að liann bekkti þennan kvenmann, sem
kraun þarna og faðmaði Florimond að sér og stamaði samhengislaus
orð. En hún hún tevgði höndina í áttina til hans og kallaði á hann
og hann baut til hennar oe leitaði skjóls, hann lika, í þessum örmum,
sem einu sinni höfðu dillnð honum. Hann þekkti af henni Ivktina,
þektki mýkt hennar og þó helzt röddina, sem vakti með honum
Framhald á bls. 48.
31. tbi. YTKAN 23