Vikan


Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 08.08.1968, Blaðsíða 25
 Afgreiðslan gengur greiðlega hjá Flugfélagi ís- lands, og ekki líður ó löngu þar til allir far- þegarnir til London eru komnir út í óætlunar- bílinn, sem flytur þá suður á Keflavíkurflugvöll. Þar er svo stigið upp í þennan glæsilega farkost, Boeingþotu Flugfélags íslands, og fyrir höndum er aðeins tveggja og hólfs tima ferð til þriðju stærstu borgar heims. Enn leggur Björk af stað að skoða sig um í heiminum og kveður hér pabba sinn og mömmu. Þetta er fyrir venju- legan fótaferðatíma, en þau eru kom- in á fætur til að fylgja henni úr hlaði. Þótt einhver hafi lúrt heldur of lengi á koddanum og því ekki haft tíma til að hella i sig nema einum kaffibolla óður en farið var að heiman, kemur það ekki að sök. Morgunverðurinn í flugvélinni bætir það ríkulega upp. Það er eins og að sitja inni í stofu heima hjó sér, að ferðast með svona flugvél. Björk hafði hálfkviðið fyrir ferðinni, því að hún hefur stundum orðið fiug- veik, en í þetta skipti fann hún ekki tii þess. í fríhöfninni á Keflavikurflugvelli má gera hagstæð viðskipti, en þröng er á þingi og ekki borgar sig að missa af flugvélinni. 31. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.