Vikan


Vikan - 08.08.1968, Page 29

Vikan - 08.08.1968, Page 29
Skemmtanalífið í London býður upp á mikla fjölbreytni. Björk og Anna Sigga völdu sér róm- antískan stað sem heitir „The Beachcomber" til þess að borða og dansa á fyrsta kvöldið í London. Hann er ekki alveg auðfundinn, því það er gengið niður marga stiga þar til komið er að inngangi, sem varla er hægt að greina frá hellis- munna. Þegar inn er komið er allt líkast ævin- týri, veggirnir í forsal þaktir fiskabúrum með marglitum fiskum og fjölbreyttum gróðri, en í salnum eru skreytingar komnar langt að, alla leið frá Polinesisku eyjunum. Þar eru úrskornar guðamyndir og tágaskreytingar, og meira að segja Ijósin skína gegnum andlit mótuð í basta- skerma, misjafnlega svipfalleg, sum nokkuð galdramannsleg. A matseðlinum mátti velja rétti frá sömu slóðum og skreytingin var upprunnin frá, og var það nýstárleg tilbreytni fyrir stúlkur frá íslandi. Westminster Abbey er ein sögufrægasta bygg- ing Lundúnaborgar, og hún er einnig talin eitt- hvert mesta listaverk miðalda bygginalistar. Þar hafa flest allir konungar — og drottningar — verið krýndir og þar eiga líka margir þeirra sinn hinzta hvílustað. Það er ekki á hverjum degi, að færi gefst á að skoða svona tignarlega byggingu. Ferðamannahópar streyma þarna út og inn, gagnteknir af sögu og helgi Westminster Abbey. Björk langar til að festa þessa stund á mynd, sem hægt er að taka fram á dimmum vetrarkvöldum heima í Reykjavík og rifja um leið upp þennan heita og viðburðarríka sólskins- dag i stórborginni London. »1 fí ^ F MvV. tP iK House of Parliament, þinghúsið, ber vitni um glæsilega for- tíð Bretlands, einhver stærsta og íburðarmesta bygging, sem reist hefur verið á Bretlandi siðan fyrir siðaskipti. I augum ■nargra Breta er þarna miðdepil! heimsins, og ferðamenn standa agndofa andspænis svo stórfenglegri byggingu, að minnsta kosti íslendingar, sem enn hafa ekki einu sinni litið Halfgrímskirkju fullgerðaj Þarna er líka turn einn mikill, sem allir kannast við og ber klukkuna frægu Big Ben. Yfir ána Thames eru margar og miklar brýr, og þær Björk og Anna Sigga hvila sig við einn af skraut- legum stólpum Waterloobrúar- innar með þing- húsið og Big Ben í baksýn. 3i. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.