Vikan


Vikan - 08.08.1968, Side 32

Vikan - 08.08.1968, Side 32
Ronson BÁRÞURRKA HEIMILANNA TILVALIN FERMINGARGJÖF EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F., REYKJAVÍK Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl); Tillitsleysi umhveríis þíns veldur því að þú nýtur ekki nauðsynlegrar hvíldar. Skiptu um dvalarstað e£ þess er kostur. Á laugardag verðurðu þátttakandi í stórkostlegri samkomu. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú dáist i laumi að atorkusemi ákveðinnar persónu. Nágranni þinn ber fram furðulega uppástungu. Þú fœrð tækifæri til að drýgja tekjurnar. Vertu vand- látari í vinavali. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Vertu árvökull og einbeittur í starfi þínu. Varastu lausmælgi og bera áfram óstaðfestar æsifregnir. Heilladagar vikunnar eru fimmtudagur og sunnu- dagur. Þú festir kaup á langþráðum hlut. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú starfar í skemmtilegum félagsskap með dugmiklu fólki. Láttu starfsemina njóta krafta þinna eins og kostur er. Vanræktu samt ekki fjölskylduna, sér- slaklega ekki yngstu meðlimi hennar. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Yfirleitt má segja að heildarútkoma vikunnar verður jákvæð, þótt allt gangi ekki eins og þú vonaðir. Þú verður að taka sjálfstæðar ákvarðanir til að bjarga heiðri þínum. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Farðu varlega í viðskiptamálum. Þú festir kaup á fögrum hlut, sem verður þér að litlu gagni. Kynntu þér betur starfið sem þú ætlar að hefja, það eru til margar bækur um það efni. Vogarmerkið (24. september — 23. október) Einþykkni þín hefur fælt frá þér persónu sem þér þykir mikið til koma. Haltu aftur af kreddum þín- um, sérstaklega ef þeim er beint til persónu undir tvítugu. Boð nokkurra kunningja gæti bjargað miklu. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú verður að bíða nokkuð lengur en þú ætlaðist til, en útkoman verður mjög hagstæð, ef þú situr ekki auðum höndum. Sýndu vini þfnum samúð og lið- sinntu honum ef þú mögulega getur. Bogamannsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Þú verður mikið heima á kvöldin og lætur þér ekki leiðast, því áhugi þinn á vissri söfnun er endurvak- in. Þú sýnir ákveðinni persónu mikla móðgun er þú svarar eklci spurningum hennar. Því miður verður margt til að spilla tíma þínum og er ekki allt í þínu valdi að koma í veg fyrir það. Verkefni þín eru fjölbreytt svo þú situr sjaldnast auðum höndum. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Nokkrir fjárhagsörðugleikar gera vart við sig á heimilinu. en þeir greiðast vonum framar. Fjölskylda þín er aðdáunarlega samhent f ákveðnu máll. Þú tekur að þér verkefni sem gæti skapað þér óvild. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Ýmislegt óvænt skeður f kunningjahóp. Þú skemmtir þér mjög vel um helgina. Varastu fjölmennar sam- komur. Láttu ekki eftir þér að vera óþolinmóður, þótt þú verðir fyrir nokkrum töfum. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): 32 VIKAN 31- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.