Vikan


Vikan - 08.08.1968, Qupperneq 45

Vikan - 08.08.1968, Qupperneq 45
röðina fremst, og hljóp þá sá næsti inn í hsnn og venjulega einhverjir fleiri hingað og þang- að að, líklega þá þeir sem rétt- hafi bílsins hafði mesta velþókn- un á. Ekki var mér grunlaust um að leigubílstjórarnir gerðu sér nokkurn mannamun, því stundum stoppuðu þeir einhvers- staðar aftarlega við röðina og tóku þar inn menn; voru þeir jafnan í einkennisbúningi rauða hersins eða flotans, en allmjög ber á þesskonar búnaði á götum Leníngrað. GLATAÐ PRÓBÚSK Tíminn leið, og smátt og smátt fækkaði mannskapnum fyrir framan mig. Næst á undan mér voru karl og kona, eitthvað kringum miðjan aldur og bæði kennd; karlmaðurinn var sláandi líkur Jónasi Árnasyni alþingis- manni með meiru. Mér virtist svo sem hann hefði uppi mála- leitanir nokkrar við konuna, en hún færðist heldur undan og þó ekki án blíðskapar. Fyrir aftan mig voru tvær stúlkur með bý- kúpugreiðslu. Önnur þeirra hélt þéttingsfast utan um hina aftan frá; kannski voru þær lesbískar. Hjá þeim stóð snegluleg kerling með breið kinnbein og herská augu grá. Hún varp á mig orði. Eg var orðinn þreyttur á að reyna að skýra út fyrir Rússum að ég kynni ekki tungu þeirra, svo ég svaraði á íslenzku, því sem mér kom fyrst í hug. Þá hnussaði í kerlingu. Svo kom að því að við vorum fremst í röðinni. Bar þá að tvo bíla samtímis. Parið fyrir framan mig slengdi sér inn í þann fremri og eitthvað fólk aftan úr röð með þeim, en ég í þann síðari. Upphófst nú mikið agg og nagg, því að nýnefnd kerling og fleiri virtust véfengja rétt minn til þessa sérstaka leigubíls. Steytti kerling að mér hnefa og freyddi út úr henni slavneskan, en ég svaraði á íslenzku sem fyrr. Urðu úrslit málsins þau að bílstjórinn ók á brott með mig og þrjá Len- íngradda, sem troðist höfðu inn í aftursætið meðan stóð á þess- um uppbyggjandi viðræðum okk- ar kerlingar. Það kom raunar í ljós að tveir þessara manna voru ekki inn- fæddir; var annar þeirra í heim- inn borinn í Ungverjalandi, en hinn Belórússi, frá Minsk. Þetta voru heldur ungir menn, þétt- ingskenndir og viðkunnanlegir og kunnu heldur meira í þýzku en ég í rússnesku. Þriðji maðurinn var fordrukkinn og aldraður og í síðkápu niðrá ökla; hann lagði ekki til málanna og hafði ekki greint bílstjóranum frá ákvörð- unarstað sinum er ég vissi síðast- Raunar lá í þetta sinn við slysi hvað mig snerti, því að þegar ég sagði port við bílstjórann í von um að hann skyldi að ég vildi komast um borð í skip, þá Framhald á bls. 50. * RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma vélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°. 2. Viðkvæmur þvottur 40°. .8 Heitþvottur 90°. 3. Nylon, Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°. 4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°. 5. Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°. G. Heitþvottur 60°. 12. Gerviefnaþvottur 40°. Og að auki sérstakt kerfl fyrir þeytivindu og tæmingu. HUflR EB OBKIN HflNS MDfl? ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var lilaut verðlaunin: Birna Jóhannsdóttir, Hóagerði 15. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimili Örkin er á bls. 31. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.