Vikan


Vikan - 08.08.1968, Qupperneq 49

Vikan - 08.08.1968, Qupperneq 49
Þotuflug er ferðamáti nútímans ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI - HVERGI ÓDÝRARI FARGJÖLD / N Nútíminn gerir fyllstu kröfur til hraða og þæginda á ferða- lögum og þota Flugfélagsins uppfyllir þær. Ferðin verður ógleymanleg, þegar þér f Ijúgið með Gullfaxa. 13 þotuferðir vikulega til Evrópu í sumar. V ________________________________) FLUGFÉLAG ÍSLANDS FORYSTA f ÍSLENZKUM FLUGMÁLUM sú trú varð ekki auðveldlega frá þeim tekin og þeir álitu hinn fyrir- hugaða leiðangur inn i landið, fyrirheit um ævintýri og hlökkuðu til. KAFLI 47. — Hvar er presturinn? spurði Florimond. — Hvaða prestur? — Faðir d’Lesdiguiére. Spurningin kom róti á huga Angelique. Hvernig átti hún að út- skýra fyrir -þessum hjartahlýja dreng að kennari hans og félagi hefði verið hengdur. Hún hikaði, ,en það var eins og Florimond skildi hana og gleðisvipurinn hvarf af andliti hans og hann starði út í fjarskann. — Það var slæmt, sagði hann. — Ég hefði haft gaman af að hitta hann aftur. Hann settist á klettinn við hliðina á Cantor, sem kroppaði annað slagið í gítarstrengina og Angelique tyllti sér hjá þeim. Það var kom- ið langt fram á kvöld og Florimond og Cantor, sem voru vel kunn- ugir hér, höfðu farið með hana i gönguferð og sýnt henni heillandi vikur og hella í þessu einkennilega landi. Saman höfðu þau upp- götvað þessa óendanlegu strandlengju, sem teygði sig út í hafið, eins og armar á kolkrabba; þar skiptust á bleikir klettar og græn- ir skagar, sem smækkuðu i fjarska, þar til þeir voru ekki stærri en snákar eða fljótandi álar. Þetta var sannkallað griðland, Þessir litlu flóar og víkur, þar sem hver íbúi og hver fjölskylda gat fundið sér lén, sitt eigið friðarsvæði, stað Þar sem hv,er og einn gat veitt sinn eigin fisk og villibráð. Milli skógi vaxinna eyjanna hrisluðust dökkir skuggar yfir glamp- andi hafflötinn. Strendurnar voru mjög margbreytilegar, stundum rauðar, stundum bleikar eða jafnvel hvitar, eins og sú, sem var íyrir neðan einkavirki de Peyracs greifa. Þetta var víðáttumikill snjóhvítur sandur sem öldurnar skoluðu ljúflega og Þar sem Þær tóku land var sandurinn hunangsgulur á litinn. Honorine hljóp til og frá og týndi upp skeljar, síðan bar hún þær til Angelique og lagði þær við hné hennar. — Pabbi sagði mér að Charles-Henri væri dáinn, hélt Florimond áfram. — Drekar konungsins drápu hann, var það ekki? Angeiique drjúpti þegjandi höfði. — Drápu Þeir líka föður d’Lesdiguirée? Og þegar hún svaraði ekki dró ungi maðurinn sverð sitt úr slíðr- um. — Mamma, sagði hann með ofsa. — Viltu að ég sverji þess eið að hefna þeirra beggja. Viltu að ég sverji að unna mér aldrei hvíldar, fyrr en ég hef drepið hvern franskan hermann, sem fellur mér í hendur? Ég hefði gjarnan viljað þjóna konunginum, en þetta er of mikið. Ég get aldrei íyrirgefið honum dauða litla Charles-Henri. Ég skal drepa þá alla. — Nei, Florimond, sagði hún. — Nei. Þú mátt aldrei sverja þann- ig eið eða segja neitt þvílíkt. Hvað gerist ef þú svarar ranglæti með hatri? Eða glæp með hefnd? Hvert leiðir það þig? Aðeins til frek- ara ranglætis og hefndar. Og þá hefst vítahringurinn stöðugt að nýju. — Svona tala konur, svaraði Florimond og nötraði af sorg og niðurbældri reiði. Hann hafði alltaf haft trú á að allt í lífinu breyttist til betri vegar að lokum. Ef maðurinn var fátækur þurfti hann ekki annað til að verða rikur en áætla og framfylgja áætlununni; og ef menn voru svo öfundsjúkir út í aðra menn, að þeir reyndu að eitra fyrir þá þurfti ekki annað en hugsa skýrt og bjarga sér þannig úr klóm dauðans. Til þess að finna föður og bróður, þegar þeir voru horfnir, þurfti ekki annað en fórna öllu og fara að leita að þeim, þá var öruggt eða þeir myndu báðir finnast fyrir eitthvert kraftaverk, heilir á húfi. Nú i fyrsta sinni á ævinni stóð hann augliti til auglitis við ótrúlega og óbreytanlega staðreynd; fráfall Charles-Henri. Öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. 31. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.