Vikan


Vikan - 29.08.1968, Page 6

Vikan - 29.08.1968, Page 6
HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR r HINAR VIÐURKENNDU ENGLISH ELECTRIC SJÁLFVIRKU ÞVOTTAVÉLAR 2 GERÐIR GERÐ 474 GERÐ 484 • Heitt eða kalt vatn til áfyllingar. • Innbyggður hjúlabúnaður. • 8 þvottastillingar — skolun — vindun • Afkösl: 4,5 kg. • 1 árs ábyrgð • Varahluta- og viðgcrðaþjónusta. OO&Hl ENGLISH ELECTRIC ^ Laugavegi 178 Sími 38000 þurrkarann má tengja við þvottavélina (474) að' gera? En hann á mcyj- armerkið en ég dreka- merkið. Segðu mér, hvern- ig passa þessi merki sam- an? Og hvernig á ég að losna við gæsahúð á fótun- um? Og svo eins og venju- lega, hvernig er skriftin? Ein 16 ára. BOÐIÐ í LEIKHÚS Kæri Póstur! Ég hef oft skrifað þér áður, og þú hefur alltaf svarað mér fljótt og skil- merkilega. Mér líður vel um þessar mundir. Engin alvarleg vandamál að hrella mig. Þess vegna ætla ég að senda þér pínu- litla skopsögu, sem ég rakst á um daginn í ensku blaði. Mér finnst hún fjandi góð. Hún hljóðar svo í lauslegri þýðingu: Nýgift hjón höfðu feng- ið marga dýra og eigulega gripi í nýja heimilið sitt. Dag nokkurn fengu þau bréf með morgunpóstinum. f bréfinu voru tveir að- göngumiðar á leiksýningu. Auk þess fylgdi lítill miði, sem á stóð: „Reynið að gizka á, hver sendir ykkur miðana!“ Ungu hjónin urðu frá sér numin af hrifningu yfir miðunum og fóru á sýning- una um kvöldið. Þetta var geysigóð leiksýning. Ungu hjónin skemmtu sér kon- unglega, en ennþá höfðu þau ekki getað látið sér detta í hug, hver hefði verið svo indæll að senda þeim miðana. Þegar þau komu heirn, hafði verið brotizt inn í húsið og öllum dýrmætustu mununum þeirra stolið. Hið eina, sem þau fundu var lítill seðill sem á stóð: „Nú vitið þið það!“ Beztu kveðjur. Ein hamingjusöm (í bili). HANN LANGAR EKKI Á BÖLL OG BÍÓ Kæri Póstur! Svo er mál með vexti að ég er með strák og okk- ur kemur vel saman að öllu leyti nema því að mig langar á böll um helgar en hann sjaldan. Hann vill bara keyra og keyra þegar bíllinn er í lagi en hittir mig ekki annars, því stund- um er hann að gera við bílinn, og hann fer aldrei í bíó með mig. Hvað á ég Undarlegt má það heita að þessi piltur þinn skuli helzt vilja forðast að sjást með þér opinberlega, en til þess bendir eindregið það hátterni hans að vilja ekki fara með þér á böll og bíó. Það gæti bent til þess að hann ætti sér ann- að viðhald og vildi leyna þér fyrir henni, og líka þess að hann hefði mjög svo takmarkaðan áhuga fyrir þér. Ekki batnar útlitið er við reynum að sjá í stjörnumerkin. Samkvæmt þeim fræðum eru jómfrúr og sporðdrekar svo gerólík, að mjög hæpið er að sam- líf þeirra geti heppnazt. Takist þeim hins vegar að yfirvinna þá eðlislægu and- úð, sem þau hafa hvort á öðru, geta þau stundum náð sæmilegum árangri með því að bæta hvort ann- að upp. Að öllu samanlögðu sjá- um við ekki fram á annað en réttast sé að sú segir drengnum upp. Eitt handhægasta ráðið, sem við vitum um gegn gæsahúð, er að vera hlý- lega klædd til fótanna. — Skriftin er vel læsileg, en skortir festu. HVERT ER GREINDARSTIG ÍSLENZKRA BÍÓGESTA? Háttvirtur Póstur! Ég leyfi mér að lýsa yf- ir vanþóknun minni á bréfi sem birtist í dálkum yðar nýlega og jafnframt ánægju minni yfir svari yðar. Bréf þetta var varð- andi kvikmyndina „Sound of Music“ og var í því for- dæmt það álit Þráins Bert- elssonar, kvikmyndagagn- rýnanda Vísis, að mynd þessi væri hinn mesti ófögnuður. Röksemdir þær, sem bréfritari dró fram, voru vægast sagt furðuleg- ar. Vildi hann meina, að það sannaði bezt ágæti myndarinnar hve góða að- sókn hún hlaut hér. Fróð- legt væri þá að kynna sér hver stæði næst henni að G VIKAN 34- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.