Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 7
rí
gæöum samkvæmt þessu
mati. Eftir þeim heimild-
um sem ég hef við hend-
ina yrði það sænska mynd-
in „Ég er forvitin", og efa
ég að aðdáendur „Sound
of Musie“ séu því sam-
þykkir. Séu þessar tvær
myndir skoðaðar af raun-
hæfum sjónarhóli fer hins
vegar ekki hjá því að nið-
urstaðan verður sú að
sænska myndin sé mun
frambærilegri, jafnvel þó
svo hún sé ekki neitt lista-
verk. Veldur það því, að
tæpast verður komizt
lægra í kvikmyndagerð
heldur en með „Sound of
Music“. Er það samhljóða
álit t. d. allra kvikmynda-
gagnrýnenda í Bretlandi
að mynd þessi sé ekki hæf
öðrum áhorfendum en
börnum frá fimm til sjö
ára og mjög vanþroska
kerlingum. (Öðru hvoru
birtast þar viðtöl við þann-
ig vitfirringa sem hafa séð
myndina 50—60 sinnum).
Það er einkar fróðlegt að
vita þannig á hvaða greind-
arstigi meginþorri ís-
lenzkra kvikmyndahús-
gesta er, og hvernig fram-
leiðsla er borin á borð í
bíói æðstu menntastofnun-
ar landsins, jafnvel geng-
ið svo langt að neyða henni
upp á vistmenn á heilsu-
hælum og elliheimilum.
Einnig tónlistin er með af-
brigðum hugmyndasnauð
og einföld og ofhlaðin við-
bjóðslegri væmni í stíl við
atriði myndarinnar, skástu
stefin eru stolin úr klass-
ískum verkum. Persónur
myndarinnar eru hlægilega
fjarstæðukenndar, t. d. þær
postulínsdúkkur sem börn-
in eru, eiga sér enga
hliðstæðu í daglegu lífi, og
tæpast getur leiðinlegri
vellu heldur en nunnuat-
riðin. Það eina sem verð-
ur sagt myndinni til lofs
er tækni hennar og lita-
samsetning.
Oft er talað um það geig-
vænlega ástand sem ríkir
í bókmenntum vorum, þar
sem vitvana kerlingar eru
mest lesnar. Aðsóknin að
„Sound of Music“ sýnir að
ástandið í kvikmynda-
mennt þjóðarinnar er sýnu
verra og kemst raunar ekki
lengra niður á við.
Með þökk fyrir birtingu.
Kvikmyndaunnandi.
UM PILLUR
Kæra Vika!
Mig langar til að spyrja
þig að dálitlu. Ég er 17
ára og ótrúlofuð stúlka. Ég
hef heyrt svo mikið talað
um getnaðarvarnapillur
sem einkum eru ætlaðar
ólofuðum stúlkum. Það er
ætlazt til að þær séu not-
aðar þannig, að þær séu
teknar inn daginn eftir að
óheppilegt atvik hafi átt
sér stað, en hvað satt er í
þessu veit ég ekki. Ef þess-
ar pillur eru til, mundirðu
þá, kæri Póstur, vilja segja
mér réttar notkunarreglur
og hvernig hægt er að út-
vega sér þær. Með fyrir-
fram þökk!
Jómfrú Tobba.
Margar tegunðir af getn-
að'arvarnapillum eru til, en
hér á landi mun bannað
að selja þær allar nema
gegn lyfseðli. Til þess að
fá hann verðurðu vitaskuld
að leita til læknis, sem
gefur þér þá upp notkun-
arreglur á hverri þeirri
tegund af pillum sem til
greina kemur.
TVÆR FREKJUR
Akranesi 9-8-1968.
Kæri Póstur!
Okkur langar til þess að
leita til þín með vandamál
okkar. Okkur finnst leið-
inlegt hvað frekar við er-
um á heimilum okkar, og
við viljum losna við þessa
frekju sem fyrst. Og þess
vegna, kæri Póstur, spyrj-
um við þig, hvernig get-
um við losnað við þessa
frekju?
Enga útúrsnúninga, -
heldur viljum við svar sem
við getum lært af.
Með fyrirfram þökk fyr-
ir birtinguna.
Tvær frekar.
Fyrst frekja ykkar er
ykkur sjálfum ljós, ætti
ekki að vera erfitt
að vinna bug á henni.
Við þess konar pest
er víst ekkert öruggt lækn-
islyf til, því miður, en þið
getið bezt bætt úr þessu
sjálfar með því að reyna
að halda aftur af ykkur,
þegar þið finnið að frekju-
köstin eru í aðsigi. Þannig
ætti þetta að venjast af
smátt og smátt. Og bezt
væri að geta vanið sig af
frekjunni strax í heima-
húsum, því hætt er við að
annars staðar verði hún
miður þoluð.
ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA
WILTON OG AXMISTER GÖLFTEPPA-
DREGLA.
BREIDDIR: 70 cm. 90 cm. 274 cm. 366 cm.
OG 457 cm.
ÖNNUMST ÁSETNINGU. FILT FYRIR-
LIGGJANDI.
Greiðsluskilmálar
FYRIRLIGGJANDI GÓLFTEPPI OG MOTTUR.
STÆRÐIR:
70 x 130 cm,
81 x 160 cm,
137 x 198 cm,
230 x 275 cm,
275 x 365cm,
70 x 140 cm,
91 x 173 cm,
180 x 230 cm,
275 x 275 cm,
200 x 300 cm,
70 x 340 cm,
114 x 183 cm,
180 x 275 cm,
275 x 320 cm,
250 x 350 cm,
Friörik Bertelsen
LAUFÁSVEGI 12 - SÍMI 3662.0
34. tbi. viIvAN 7