Vikan - 29.08.1968, Side 9
MISKVITS
og síðan fínhakkar umsjórmaður
bílsins þetta einu sinni ó dag og
er það þar með úr sögunni. A hinn
bóginn höfum við svo góðar olíur
hérlendis, að hakkavélarinnar er
ekki beinlínis þörf. Ymislegt er gert
til þess að auðvelda leikmanni við-
hald bílsins, t.d. er sérstakt fínstilli
á kveikjunni mjög aðgengilegt, og í
bók sem fylgir bílnum má lesa sér
til um læknisráð við flestum þeim
kvillum, sem fyrir kunna að koma.
Þar við bætist, að verkfærin, sem
fylgja Moskvitsinum, fara langt með
að duga fyrir heilt verkstæði og
nægja til allra viðgerða ó honum
sjólfum — að kalla. Honum fylgir
meira að segja dós með lakki því
samlitu, sem utan ó honum er, og
það kemur sér vel í grjótkastslandi
sem okkar.
Moskvitsinn er hár fró vegi og
kemst drjúgum ófram yfir vegleys-
ur. Mér hefur líka sýnzt, að hann
sé all drjúgur í snjó og þoli sitt af
hverju. Sænska tæknitímaritið Tekn-
ikens Varld tók sér fyrir hendur í
sumar að prófa, hvort Moskvitsinn
væri raunverulega jafn þolinn og
innflytjendur hans þar hafa haldið
á lofti; þeir byrjuðu með að lói.
yfirfara bílinn ó eftirlitsstöð konung-
lega bílaklúbbsins sænska og fó
vottorð um fullkomið ásigkomulag
hans. Síðan var lagt af stað og
eknir eitthvað um þrjú hundruð
dlómetrar í lotu, aðeins skift um
ökumenn við og við, og engu síður
farnar vegleysur en vegir. A einu-
um stað varð að fó kranabíl til
hiólpar, það var á grýttum skógar-
stíg ekki bílfærum, þar sem Mosk-
inn sat á kviðnum og náði ekki nið-
ur með hjólunum. í annan stað var
honum ekið í öðrum glr ó fullri
bensíngjöf 30 kílómetra vegalengd
ón hvílda til að prófa kælinguna og
hún rótaði sér ekki. Og þegar tækni-
mennirnir höfðu útsett Moskvitsinn
fyrir flest það harðrétti, sem þeim
datt í hug, annað en beinlínis keyra
hann ó eða velta honum, var aftur
farið með hann ó eftirIitsstöð bíla-
klúbbsins konunglega, þar sem bíll-
inn var yfirfarinn á nýjan leik. Það
eina, sem breytzt hafði, var að
bremsurnar tóku nú um þumlungi
neðar en fyrir ferðina, en voru þó
fullkomlega löglegar.
Sætin í Moskanum eru góð; það
er gott að ferðast í honum. Þar að
auki mó leggja framsætin niður og
gera sér úr þeim þægilegt ból fyrir
tvö. Kistan er líka mjög rúmgóð,
þótt hún hafi þann leiða galla að
opnast aðeins að ofan, það verður
að lyfta öllu upp í og upp úr í
mittishæð.. Mælaborðið er ekki beint
fallegt, en þar eru allir þeir mælar
sem eiga að vera í einum bíl: Hraða-
mælir, olíuþrýstimælir, hitamælir,
bensínmælir og rafmagnsmælir.
Vinnukonurnar eru tveggja hraða og
rúðusprauta er að sjólfsögðu á bíln-
um.
En því miður verður ekki ó móti
mælt, að Rússinn ó mikið ólært í
því, að láta fallega frágengna bíla-
innréttingu frá sér fara. Spjöldin á
hurðunum eru að vísu klædd, en
þau eru fátækleg og ómerkileg, |
Framhald á bls. 50. I
ZANUSSI’
Zanussi þvottavélin
er ein mest selda þvottavélin í Evrópu í dag,
og er átta ára reynsla fyrir hendi
á íslandi.
Hagstætt verö og greiðsluskilmáíar.
Umboösmenn um allt land.
Snorrabraut 44 - Reykjavík
Pósthólf 119 - Símar 16242 - 15470.
34. tbi. VIKAN 9