Vikan - 29.08.1968, Síða 27
Meymennin eru f eðli sínu fyrst
og fremst andans fólk; mólshóttur
Descartesar, ég hugsa, því er ég til,
gæti vel verið þeirra lífsmottó. Þau
eru heldur kaldlynd en sýna líka
tilhneigingu til taugaóstyrks. Tauga-
kerfi þeirra er ákaflega vel þróað,
hvað ekki verður sagt um mörg
önnur líffæri, t. d. vöðva og melt-
ingar- og öndunarfæri. Tilfinningar
þeirra eru næmar og fíngerðar, þau
eru skarpskyggn og sýna á sér
margar hliðar, bregðast við hlutun-
um á breytilegan og oft óvæntan
hátt. Þau kanna vandlega það, sem
býðst, og velja úr því; jafnvel auka-
atriði hafa mikla þýðingu í augum
þeirra. En oft eiga þau í erfiðleik-
um með að samlagast umhverfinu
og eru fljót til að mikla fyrir sér
erfiðleikana.
Af engu stendur meymennum
slík ógn sem eigin hvötum og eðlis-
ávísunum og setja sér því yfirleitt
þá meginreglu að breyta þvert gegn
þeim. Þau óttast lífið í heild og líta
á það sem ögrun við innri frið.
Ekki geðjast þeim betur að ástinni,
sem að þeirra dómi er árás á blygð-
unarkenndina, og í tilfinningalífinu
sjá þau ekki annað en þjáningar og
óráðsíu. Eðlilegustu viðbrögð þeirra
eru að hika, draga sig til baka,
forðast ábyrgð og þátttöku.
Þessháttar persónur verða vita-
skuld sjaldan mjög frumlegar eða
viðbragðsfljótar, en hinsvegar frem-
ur hversdagslegar og smámunasam-
ar. Þær taka ekki þátt í neinu fyrr
en að mjög vandlega athuguðu máli
og eru eldsnöggar að kippa sér til
baka, ef horfurnar versna eitthvað
lítilsháttar. Þær treysta á skýran og
skynsamlegan þankagang og forð-
Elísabet fyrsta Englandsdrottning, f.
7/9 1533, einhver dæmigerðasta
jómfrú sem um getur.
ast allt sem er óljóst og dularfullt.
Þær eru raunsæismanneskjur í þess
orðs fyllstu merkingu.
Þar sem meymennið hefur slíka
viðurstyggð á eðlishvötum sínum, er
ekki nema eðlilegt að það tigni og
tilbiðji allt sem tilheyrir fágaðri og
slípaðri menningu og siðferðislegri
fullkomnun, enda er það svo. Hin
klassíska menning, hinn klassíski
maður, maður sem hefur sigrað
sjálfan sig, það er hugsjón mey-
mennisins.
Er bezt tekst til, gera þessi við-
horf meymenni að fullkomnasta og
hamingjusamasta fólki, sem til er.
Ekkert kemur slíkum ofurmennum á
óvart, þau hafa ráð undir rifi hverju,
fitja upp á ótal smáatriðum til að
fegra líf sitt og sinna og gefa hvöt-
um og tilfinningaofsa gaum af góð-
látlegum áhuga; þessháttar hafa
þau fyrir löngu yfirrunnið.
En því miður er langt frá því að
öll meymenni komist á svo hátt
plan. Skynsemisdýrkun þeirra og
stöðug leit að andlegu jafnvægi er
langt frá því hættulaus; þessu hef-
ur meira að segja verið líkt við
jafnvægisgöngu á barmi eldgígs.
Hin stöðuga barátta þeirra við
kroppinn á sér getur orðið til þess,
að þau forðist að gera allt það, sem
þau langar til. Þessi hræðsla við
sjálfan sig getur alið upp í fólki
vissa minnimáttarkennd og beina
lífshræðslu. En ekki hindrar þetta
meymennin að verði þjónustugóð,
mannúðleg og skilningsrfk.
Sem nærri má geta er þrá eftir
hreinleika nátengd jómfrúnni, hinni
hreinu mey. Gangi þessi hneigð út
í öfgar, verða til fremur jafnvægis-
lausar og sjálfri sér ósamkvæmar
Greta Garbo, f. 18/9 1905. Þessi
skarpgreinda, hlédræga filmstjarna
sver sig líka í ætt við merkið.
manneskjur. Reglusemi, sparsemi og
þolgæði verður hjá þeim að smá-
munasemi, nízku og þvermóðsku, í
andlegum málum og trúarefnum
verða þær þurrpumpulegar og
oúrítanskar. Þar við bætast stund-
um eiginleikar eins og óseðjandi
ágirnd og ofstækisfull afstaða til
flestra mála. Þetta getur komið
fram í ýmiss konar sérvizku, svo
sem þvottaæði hjá kvenfólki, söfn-
unarfíkn og bindindisfrekju. Ósam-
kvæmnin hjá þessu fólki getur til
dæmis lýst sér þannig, að sjálft lifi
það hönkralausu og borgaralegu
lífi, en haldi á hinn bóginn fram
skoðunum um stjórnleysi og frjálsar
ástir. Það er nokkuð gjarnt á að
íaka gönuskeið, sem í einu vet-
Fangi eyðileggja allt, sem þeim hef-
ur áunnizt f lengri tíma. En kímni-
gáfu hefur það góða; það er kald-
hæðið og getur ævinlega gert grín
að sjálfu sér, hversu illa sem það
er statt.
Önnur gerð meymenna er líka til,
sem er allfrábrugðin hinum venju-
legu, „klassísku" meymennum. Þessi
týpa verður til við áhrif frá Marz
og Plútó og er heldur óróleg. Hún
er algerlega laus við hreinleika-
tilfinningu annarra meymenna, er
herská, ágeng, agalaus, uppreisnar-
gjörn og æsir sig jafnvel upp í gróft
og hroðalegt framferði, þegar verst
lætur. Þetta fólk hefur mikinn á-
huga á töfrum og hverskyns dul-
speki. Margir trúa naumast eigin
eyrum þegar þessi mannskapur er
kenndur við jómfrúna; segja sem
satt er að það minni miklu meira
á sporðdrekann.
Segja má að greind og gáfur séu
meymennanna sterka hlið. Öryggis-
leysi þeirra skerpir athyglisgáfu og
Agatha Christie, f. 15/9 1890. Þessi
frægi glæpasagnahöfundur er ógætt
dæmi um „ósamkvæmu" týpuna.
forvitni, enda eru þau oft góðir
gagnrýnendur. Þau ná ósjaldan langt
á sviði vísinda og rannsókna. En
sérfræðingum og vísindamönnum,
sem fæddir eru í jómfrúarmerkinu,
hættir líka nokkuð til einsýni og
þröngsýni. Þessháttar hindranir á
meymennið af „ósamkvæmu" gerð-
inni bezt með að yfirvinna.
Oft verður meymennið fórnardýr
sinnar eigin skynsemi. Vísindaleg
samvizkusemi þess getur orðið að
hræðslu við nýjungar og þar af leið-
andi blindri íhaldssemi.
Auðvitað fer því fjarri að útlit
allra meymenna sé á eina bók, og
ætti varla að þurfa að taka fram
að hið sama á við um öll önnur
merki dýrahringsins. En hinar dæmi-
gerðu „jómfrúr" kváðu yfirleitt vera
grannvaxnar, smábeinóttar og hold-
skarpar. Andlitsdrættirnir eru skýr-
ir, augun liggja djúpt og tillitið er
34. tbi. VIKAN 27