Vikan


Vikan - 29.08.1968, Page 30

Vikan - 29.08.1968, Page 30
RAFTÆ K I HEIMILISTÆKI V-ÞÝZK GÆÐAVARA Innbyggðif ísskápar. — Cldavólasettt. — Eldavélar. — Eldhúsviftur. — Uppþvottavélar. — Reyklitaða glerið á ofnhurðum og eldhúsviftum gerir útlitið mjög stílhreint og fallegt. HÚS OG SKIP Laugaveg 11. — Sími 21515. NÝ SENDING Amerískir nælonsloppar Nælonslopparnir, sem þér fá- ið hjá okkur, eru eflaust beztu og fallegustu slopparnir, sem völ er á. _____________________________y Hafnarstræti 19. Síðasta tækifærið Framhald af bls. 11 og svo sá hún hann koma. Hann gekk rösklega í áttina til hennar og horfði á stólaröðina, tómu stólan við hlið hennar. Uss! Burt með þig. Hún hló glaðlega og veifaði fætinum. Hlátur hennar var töfrandi og hún vonaði að hann heyrði til hennar. En hann lét að minnsta kosti ekki á því bera, heldur virti stól- ana fyrir sér, þóttist algerlega áhugalaus, þangað til hann ákvað sig og settist í stólinn sem stóð næst henni. Aha! Þar kom að því. Það var þá einhver von úr því að hann kom þessum skref- um nær.... Hún lét sem hún tæki ekki eft- ir honum, en hallaði sér aftur á bak, með þreytusvip. Hún veif- aði fagurlega löguðum fætinum, með rauðu tánöglunum, sem hafði lokkað til sín litla kjöltu- rakkann, stakk tánum við og við niður í volgt vatnið. Án þess að horfa í áttina til hans var hún þess meðvitandi að hann teygði úr sér og sneri sér á hliðina, þannig að hann sneri að henni. Þetta var að lagast. Hve lengi átti hún nú að bíða, þangað til heppilegt væri að taka upp síg- arettu, og fálma í töskunni eftir eldi? Hún beið enn um stund. Tón- listin úr „Madame Butterfly", hljómaði frá útvarpinu. Við og við stakk hún' hendinni niður í vatnið og skvetti nokkrum vatns- dropum yfir gullinbrúnan líkama sinn. Ætti hún að gefa frá sér svolitið hljóð? Hún vissi að hann lá þarna, án þess að hafa af henni augun. Hún horfði í speg- iiinn. Var hann yfirhöfuð með opin augun? Sólgleraugu leyna slíku. En hann hlaut að vera með opin augu, hann var að reykja! Hann gat ekki reykt með lokuð augu, eða var það? Nú hlaut eitthvað að ske á næstu mínútum. Og er ég ekki dásamleg sjálf? Brún, allt að því svört, hunangs- mjúk húðin glóir við endurskin- ið frá hvítu bikini. Hún hafði verið að köfnun komin í hitan- um hjá hárgreiðslukonunni um morguninn, en það hafði borið tilætlaðan árangur. Svart hárið féll í mjúkum bylgjum yfir axl- ir hennar og fram með eyrunum. Hann hefir tekið eftir því sem ég er að lesa. „Madame Bovary“, klassisk en veraldleg saga. Það er bezt að lyfta henni upp, svo hann geti séð titilinn, og leggja hana svo niður aftur. Láta hann sjá að ég sé orðin þreytt á lestr- inum. — Þreytt á öllu. — Til- búin í allt. — Gott eða vont! Þegar að því kemur... En það er bezt að láta allt ske á sem eðlilegastan hátt. — Bezt að þurfa ekki að róta í töskunni, losna við að hrista úrið með undrandi augnaráði og spyrja hvað klukkan sé. Bara að þetta komi af sjálfu sér, — hlýlegt bros, og svo hið dásamlega fram- hald. Hikandi spurningar, til- raun að fá að vita allt um hvort um annað. — Svo já, þér búið í London? Ó, já! Rétt eins og það væri eitthvað ævintýralegt ein- mitt við það. Og svo. — Jæja eigið þér engin systkin. Ég á fjóra bræður og tvær systur. En alltaf væru það samt augun og brosandi varirnar, sem töluðu sínu máli, þótt talað væri um algenga hluti. Nú yrði bundinn endi á allar leiðindaheimsóknir í söfn og sögulega staði, á ein- manaleikann. Nú biðu hennar veitingahúsin, spilavítið.... og svo á eftir.... Hikandi kveðju- koss, en svo hinn kossinn.... fullkomni kossinn, ökuferð í gegnum korkskóginn til Evora eða einhvers annars þorps. Hik- andi spurningar um hótelher- bergi. Og svo — reikningurinn; hver borgaði, hver þáði...? En drottinn minn dýri, maður- inn var staðinn upp. Var hann að fara? Hjarta hennar tók kipp. Nei, hann gengur aðeins letilega að laugarbarminum, virðir fyrir sér alla þessa dökkbrúnu Costa, Sousa, Ferreira, sem svamla í vatninu eins og krokódílar, upp- blásnir og belgingslegir, hreykn- ir eins og kalkúnhanar. Var hann að hugsa um að synda? Nei, aftur var þetta rangt til getið. Hann beindi augunum að veggnum fyrir ofan höfuð hennar, og settist svo í stólinn sem stóð næstur henni. Ekki eitt einasta orð. En hún var viss um að hann sneri sér að henni. Hún hélt niðri í sér andanum. Horfði niður eftir sér og passaði að snúa andlitinu beint frá. En hann sagði ekki eitt ein- asta orð. Þetta fór að verða nokkuð vandræðalegt. Almenn háttvísi krafðist þess að hann ávarpaði hana. Hann hlaut að gera það, þetta var hrein ókurleisi. Hún dró andann djúpt að sér, svo brjóst hennar hvelfdist. En það virtist ekkert ætla að rjúfa þessa óþolandi þögn. Henni fannst þau vera búin að liggja þarna í heila eilífð. Meðan mínúturnar snigl- uðust áfram, hugsaði hún að annaðhvort þeirra yrði að gera eitthvað. Hún rétti út höndina til að loka fyrir útvarpið, nei, til að útiloka Puccini og finna eitt- hvað annað, eitthvað fjörugra. Allt í einu greip hann um hönd hennar. Hún sneri sér snögglega að honum. — Nei! sagði hann. Góða, — ekki loka fyrir Puccini... Þetta er svo fallegt. Ég dáist að slíkri hljómlist. Hljómlist og vatn. Vatnið þarfnast hljómlistar. Út- varpið mitt hefir nefnilega verið bilað í nokkra daga. Hún yppti öxlum og píndi hálfskælt bros fram á varir sín- 30 YIKAN 34- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.