Vikan


Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 36

Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 36
Kona forsetans Framhald af bls. 25 hún vann þar daga og nætur í átta mánuði, meðan maður henn- ar var í sjóhernum á Kyrrahafi. Fram að þessu hafði Lady Bird verið frekar ósjálfstæð. En nú, þegar hún þurfti sjálf að taka allar ákvarðanir, aflaði hún sér töluverðrar þekkingar og sjálfs- trausts. Hún var 28 ára, og átti engin börn, svo hún fór að hugsa að það gæti verið gott að skapa sér einhverja atvinnu, svo þau gætu lifað áhyggjulausara lífi. Svo var það að faðir hennar borgaði henni út móðurarfinn, tuttugu og eitt þúsund dollara. Ef til vill hefir það verið breyttum lifnaðarháttum og meira sjálfstrausti að þakka, að hún nú eignaðist lifandi barn; eldri dóttirin, Lynda Bird fædd- ist 19. marz 1943, og aldrei hefir sézt hamingjusamari faðir í Washington en Lyndon B. Johnson. Nú hefir útvarpsstöðin, sem Lady Bird keypti endanlega fyr- ir 30.000 dollara, líka sjónvarps- sendistöð, og andvirði hennar er nú 4 milljónir dollara. 1949 var Johnson kjörinn öld- ungardeildarþingmaður, og þar með var stjórnmálaferill hans innsiglaður. Yngri dóttirin, Luci Baines, fæddist í júlí 1947. Lady Bird var hamingjusöm, henni fannst sem erfiðu árin væru nú að baki, en í rauninni voru þau ekki byrjuð. Eisenhower var forseti, Kóreu- stríðið var að enda og Johnson var á kafi í störfum. Þegar Lady Bird var bent á að hann ætlaði sér ekki af, þá svaraði hún því til að hann væri aldrei ánægður, nema hann sæi ekki út úr því sem hann hefði að gera. Hálfum mánuði eftir að hún sagði þetta, var sjúkrabíl ekið með ofsahraða til Bethesda sjúkrahússins; — Johnson hafði fengið kransæðastíflu. Þegar Lady Bird kom til hans á spítal- ann, þar sem hann lá í súrefnis- tjaldi, rétti hann henni búnt af peningaseðlum, sem hann hafði undir koddanum, og sagði: — Taktu þetta, ástin mín, þú veizt hvernig þeim er bezt var- ið. Ég vona að ég komist fljótt yfir þetta, — en ef ekki, þá er erfðaskráin mín á skrifborðinu heima í Austin. En gerðu það fyrir mig að ná í góðan hjarta- sérfræðing. Lady Bird grét ekki, en flýtti sér að símanum. Meðan á veikindum hans stóð, fann Lady Bird það hve vinsæll hann var. Allsstaðar að fékk hún samúðarkveðjur, og alveg jafnt vinir hans og mótstöðu- menn í öldungardeildinni ósk- uðu honum af heilum hug bata. Ungur samstarfsmaður hans, öld- ungadeildarþingmaðurinn John F. Kennedy skrifaði: — Öll Kennedy fjölskyldan biður fyrir yður. En undir bréfið frá Eisen- hower vantaði undirskrift. Eis- enhower hafði sjálfur fengið kransæðastíflu, áður en hann gat sett nafn sitt undir bréfið. Lady Bird segir: — Það var varla mögulegt að halda honum í rúminu. Hann vildi hafa mig hjá sér 24 tíma á sólarhring, og hann heimtaði að ég væri kát, héldi mér til, og hann vildi ekki heyra talað um sjúkdóminn. Johnson lofaði konu sinni að halda sér í skefjum í nokkur ár. Hún hafði keypt lítinn búgarð í Texas af frænku Johnsons. Johnson hresstist fljótt, og gat þá ekki setið á sér og vann enn- þá meira. — Hvernig þetta var hægt? sagði Lady Bird þá. — Það var mjög einfalt. Hann fór nákvæmlega eftir því sem lækn- arnir sögðu. Honum var bannað að reykja, og hann, sem áður keðjureykti, hefir ekki reykt síð- an. Hann hefir alveg ótrúlegan sjálfsaga. Samverkamaður hans bauðst til að fara í tóbaksbind- indi með honum, en hann vildi ekki heyra það nefnt. „Það eru aðeins vesalingar sem þurfa á slíku að halda,“ sagði hann. Hann lét alltaf opinn sígarettupakka liggja á náttborðinu sínu, og ég vissi hve hart hann þurfti að leggja að sér, til að reykja ekki eina einustu sígarettu á dag. Þegar Johnson, í árslok 1960, fór fram sem varaforsetaefni við hlið Kennedys, var Lady Bird búin að fá mikla æfingu sem eiginkona stjórnmálamanns. — Það var mjög örðug ákvörð- un, sem Lyndon varð að taka, þegar hann fór í framboðið með Kennedy, segir Lady Bird. — Sem varaforseti þurfti hann að sinna mörgum trúnaðarstörfum og koma fram fyrir forsetans hönd. Venjuleg, dagleg störf voru eiginlega úr sögunni. Lady Bird segir: — Þegar við stóðum samhliða í flugvél for- setans, hinn hræðilega dag í nóv- ember 1963 — og ég sá Lyndon sverja hollustueiðinn, varð ég hrædd í fyrsta sinn. Ég varð ein af þeim fáu kon- um sem fá innsýn í það hve störf forsetans eru margþætt. Lyndon fann til með Kennedy, þegar hann þurfti að taka örlagaríkar ákvarðanir. Nú er hann sjálfur í þeim vanda staddur. Ég ein veit að hann óskaði ekki eftir þessari stöðu. Lady Bird hefir síðan, eins og þá, staðið við hlið manns síns og reynt að létta honum erfiðið. Einn vinur forsetahjónanna komst svo að orði: — Lady Bird myndi hiklaust, ganga nakin eft- ir Pennsylvania Avenue (sem liggur að Hvíta húsinu), ef það væri honum til hjálpar á ein- hvern hátt. Nýja LADA saumavélii 132-3 uu 132-4 Gerir saumaskapinn auðveldan og léttan. — Hefur frjálsan arm og nýjan skyttuútbúnað. — Gerir meðal annars þetta: MUNSTURSAUMAR SIGG-SAGGSAUMAR GERIR HNAPPAGÖT og STOPPAR í Er dýrasta vélin á markaðinum, tvær gerðir, kostar kr. 6.040,00 og 6.900,00 (með söluskatti). — Eins árs ábyrgð. — Kennsla. — Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta. — Hyggin kona velur LADA. Umboð ó íslandi: V * HVERFISGÖTU 37, SÍMI 18994. — Fyrstu þrjú árin í Hvíta húsinu, eru fyrir mér eins og niðdimm þoka, segir forsetafrú- in, frekar stuttaralega. Hún hefir reynt að vera ó- þvinguð, og talað við fólk um þá hluti, sem hún hafði bezt vit i á. (Ég er bara sveitakona, segirl hún oft). Það hefir verið skrifað margt j óhagstætt um forsetafrúna í| blöðunum, eins og þegar ein kröfugangan út af Víetnam stríð- ' inu fór að hermálaráðuneytinu. Þá var sagt að aðaláhyggjur frú- arinnar hefðu verið út af rusl- inu sem fólkið skildi eftir á göt- unum, og hvað það myndi kosta að hreinsa það. Það eru aðeins illkvittnir blaðamenn, sem slíkt láta frá sér fara og það kom í ljós að konur Bandaríkjanna höfðu samúð með henni, því að í þrjá daga streymdu samúðarbréfin til hennar, eftir að þessi háðulegu ummæli komu í blöðunum. Lyndon Johnson leitar alltaf til konu sinnar, þegar þreytan þjáir hann. Hann treystir henni og dáir hana, en hann talar ekki mikið um það; hann er svo van- ur umhyggju hennar, í þrjátíu og fjögra ára hjónabandi. — Það er ekki vegna óhóf- legrar vinnu, sem Lyndon nú dregur sig í hlé, það er frekar vegna þess að hann hefir aldrei fengið viðurkenningu fyrir störf sín í þágu ríkisins, segir hún. f 34 ár hafa Johnson hjónin sofið í sama rúmi, og hún hefir ekki dregið dul á það. Lady Bird segir að maðurinn noti þá tæki- færið til að segja henni það sem á daginn hefir drifið, og spyrja hana um álit hennar því við- komandi. Nú eru liðin þrettán ár, síðan Johnson fékk bata eftir hjarta- áfallið og hann verður sextugur á þessu ári. Fyrir Lady Bird hlýtur það að hafa verið ákaflega mikill léttir, þegar maður hennar gaf ekki lengur kost á sér í forseta- embættið. Nú telur hún dagana þangað til hún kemst aftur heim á búgarðinn í Texas .... Hvíta húsið Framhald af bls. 13 Hvíta húsið er ekki einungis staðurinn, þar sem forsetarnir fjalla um lands- og heimsmál. Það er líka heimili hans og fjöl- skyldu hans, en ekki hafa allir forsetar kunnað jafnvel við það heimili. Harry Truman líkti því við stórt hvítt fangelsi. Theodore Roosevelt sagði einu sinni að það væri „ekki hægt að búa í Hvíta húsinu, þar er manni stillt út.“ Kennedy tók búsetunni þarna með jafnaðargeði og húmor: ,,Ég á hér fallegt heimili, skrifstofan er á næstu grösum og launin vel lífvænleg." Og Lyndon B. John- son hefur af dæmigerðri hrein- 36 VIKAN 34- tw-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.