Vikan


Vikan - 29.08.1968, Page 37

Vikan - 29.08.1968, Page 37
Höfum ávalt fyrirliggjandi mikiS úrval af: » PRJÓMAGARNI ® ÖTSAUMSGARNI • HEKLUGARm ® RYAGARNI ® RYATEPPUM ® SMYRNATEPPUM • ÚTSAUMSVÖRUM allskonar ® NÁLUM, PRJÖNUM og smávörum til handavinnu GiöriS svo vel að líta inn. Verzlunin N 0 F - Hafnarstræti 7. á_____________________________________/ skilni sagt að Hvíta húsið væri ekkert heimili, heldur staður sem maður færi til þegar skrifstofu- tíma lyki. Hann notar líka hvert tækifæri sem býðst til að bregða sér á ransinn niðrí Texas. Ummæli eins og þessi gefa hug- mynd um það sem kalla mætti bakhlið lífsins í Hvíta húsinu. Forsetinn hefur sérstaka stöðu í meðvitund flestra Bandaríkja- manna. Sumir fylgjast eftir beztu getu með hverri hreyfingu hans í von um að sjá einhvern ásteyt- ingarstein og aðrir í leit að ein- hverju sem hægt sé að lofa og prísa. Það er því erfitt að lifa eðlilegu fjölskyldulífi í Hvíta húsinu — ekki vegna þess að Bandaríkjamenn hafi rneiri áhuga á kostum og löstum sinnar fyrstu fjölskyldu en gengur og gerist um aðrar þjóðir, heldur vegna þess að þar mætast fortíð þeirra og nútíð. Þó undarlega kunni að hljóma um hús, sem er jafn nátengt nú- tímanum og öllum hans æðis- gangi, þá er Hvíta húsið þjóð- sögulegur helgidómur í augum flestra Bandaríkjamanna. Það álit sitt sýna þeir og sanna á marga vegu. Á hverju ári koma tvær milljónir þeirra til höfuðborgar- innar til að heimsækja og skoða staðinn, sem þeim er stjórnað frá. Hvað þetta snertir er þinghúsið í öðru sæti. Þessi áhugi á forseta- bústaðnum óx gífurlega í tíð Kennedys og hefur haldizt við síðan. Fimm daga vikunnar er húsið opið almenningi. Það sem ekki er sýnt eru íbúðarherbergi forsetans á annarri hæð og skrif- stofur hans sjálfs og aðstoðar- manna hans. En nóg er samt eftir til að veita áhugasömum Banda- ríkjamönnum og um tvö hundruð þúsund útlendingum ár- lega - allrækilega innsýn í Bandaríkj asöguna. Fyrsti forsetinn, George Wash- ington, bjó aldrei í Hvíta húsinu, en hann valdi höfuðborginni stað og forsetabústaðnum lóð. Horn- steinninn var lagður 1792, og átta árum síðar var „forsetahús- ið“ —■ eins og það þá var kallað, tilbúið. í þá daga var mikill byltingar- andi í Bandaríkjamönnum; sam- kvæmt stjórnarskránni voru all- ir borgarar landsins jafnir að völdum og virðingu og ekki kom því til greina að nefna bústað- inn höll eða eitthvað í þá áttina. Og raunar hefði það verið full- mikið sagt. frski arkitektinn James Hogan, sem húsið teiknaði, hafði enskan herragarð sem fyr- irmynd. Og þótt ekki væri sér- lega mikið í það lagt, var komizt svo að orði um það að það dygði til að hýsa „tvo keisara, einn páfa og einn Dalaí Lama.“ Það var ekki fyrr en 1809 að heitið „Hvíta húsið“ var ofan á í almennings- munni. Það átti rætur sínar að rekja til þess að það var hvít- málað og skar sig því úr húsun- um í kring, sem voru úr rauð- um steini, En ekki var þetta heiti notað opinberlega fyrr en í stjórnartíð Theodore Roosevelts á árunum 1901 -05. Árið 1812 kom til stríðs milli Bretlands og Bandaríkjanna, og tveimur árum síðar sóttu brezkir hermenn inn í Washington. Þá- verandi forseti, James Madison, flýði ásamt hermönnum sínum, en Dolly kona hans, sem var hörkuskörungur, dokaði við um hríð, fór upp á þak og horfði þaðan á innreið Bretanna. Á síð- ustu stundu flýði hún einnig og tók þá með sér það, sem hún mátti með komast, þar á meðal mynd af George Washington. Hún hangir enn í Hvíta húsinu og er eini hluturinn þar, sem vitað er með vissu að hafi fylgt því frá upphafi. Bretar héldu sjálfum sér stór- fenglega veizlu af matvælum og vínum forsetans, en lögðu síð- an eld í híbýli hans. Logaði prýði- lega unz regn féll af himni og slökkti eldinn. Það var nú full- seint, því þá stóðu aðeins útvegg- ir hússins eftir. Þetta er í eina skiptið sem höfuðborg Banda- ríkjanna hefur verið hertekin og bústaður forsetans rændur og brenndur, og enn í dag er banda- rískum skólabörnum rækilega innprentað að svoleiðis megi ó- mögulega koma fyrir öðru sinni. En Hvíta húsið var fljótlega byggt upp aftur, og síðan hafa margsinnis verið gerðar á því breytingar og stækkanir. Upp- runalega var það tvær hæðir en er nú fjórar, að viðbættum þrem- ur hæðum sem grafnar hafa ver- ið í jörð niður. Líka hafa verið byggðar við húsið tvær hliðar- álmur, svo að nú eru í því hundr- að þrjátíu og tvö herbergi og tuttugu baðherbergi. Arkitektum þeim, sem um þessar breytingar hafa fjallað, hefur tekizt að varð- veita hinar einföldu og hreinu línur í upprunalegu teikningunni. Hvíta húsið er því að vísu mynd- arleg bygging, en ekkert stór- kostleg þegar haft er í huga að hún er opinber bústaður æðsta manns ríkustu þjóðar veraldar. Það verðskuldar ekki að kallast höll frekar en árið 1800. Gestabókin í Hvíta húsinu sýn- ir virðulegan lista af eiginhand- aráritunum framámanna hvaðan- æva að úr víðri veröld. Móttök- ur erlendra stórmenna fara fram á annari hæð hússins. Þau her- bergi eru sumpart búin húsgögn- um frá tíð fyrstu íbúa hússins, en sumpart fornum hlutum sem hinir og þessir hafa gefið. Gest- irnir koma saman í hinu svokall- aða austurherbergi — því stærsta í húsinu. Þetta herbergi er svo sem eng- in skrautsalur, þótt teppin þar séu að vísu með gullívafi. Hús- gögn eru þar fá, enda er það notað til margra hluta, til dæmis næstum daglega fyrir blaða- mannafundi og aðrar móttökur. Þegar Adams forseti flutti inn í hús þetta, sem þá var enn ekki fulltilbúið, notaði kona hans her- bergið til að hengja þar upp þvott. Börn Theodores Roosevelts, voru miklir ólátaangar, og leikfélagar þeirra renndu sér á rúlluskautum í sama herbergi, og þótti heldur óvarlega farið með ríkisverðmæti þegar uppgötvað- ist að þau höfðu eyðilagt nýlagt dýrindis parketgólf. í austurherberginu hafa sumir forsetanna haldið brúðkaup dætra sinna, en þúsundir sorg- mæddra Bandaríkjamanna hafa líka átt leið í gegnum það. Sex forsetar hafa legið þar lík, t. d. Abraham Lincoln og Franklin D. Roosevelt. Þangað var líka kom- ið með lík Johns F. Kenndys eft- il tilræðið í Dallas 1963. Þá sáu milljónir manna hvarvetna í heiminum inn í austurherbergið í sjónvarpi eða á bíó. Við hlið austurherbergisins er græna herbergið. Þangað er gam- an að koma fyrir gesti, sem kunna að meta bandarísk hús- gögn frá síðasta tug átjándu ald- ar. Upphaflega var græna her- bergið einkaborðstofa Thomasar Jeffersons, en er nú notað sem stofa. Jefferson gat verið nokkuð erfiður húsbóndi. Hann lét gera hverfihurð milli borðstofu og eld- húss. í hurðinni var hilla og á hana setti eldhúsliðið matinn og sneri hurðinni, unz fæðan kom í ljós stofumegin. Þá stöðvaði Jeff- erson hurðina og tók lostlætið til sín, en hann kunni mjög vel að meta mat og vín. Ástæðan til þessa hátternis með hurðina var annars sú, að hann vildi ekki að þjónustufólkið heyrði viðræður hans og gesta hans og hlypi síð- an slúðrandi út um borg og bý. Græna herbergið var eftirlætis- herbergi Kennedys forseta. Þar sat hann stundum um kvöld og ræddi stjórnmál við þar til valda gesti, en af slíkum viðræðum hafði hann mikið gaman. Þar hangir nú málverkið Morgunn við Signu eftir Claude Monet, sem var uppáhaldsmálari Kenne- dys. Kennedy-f jölskyldan gaf það til að minna á hinn látna forseta. Þá má nefna bláa herbergið og það rauða. f þeim báðum eru stólar og sófar sem James Monroe pantaði frá París 1817. Þá settist hann að í Hvíta húsinu, nýendur- byggðu eftir eldsvoða þremur ár- um fyrr. í bláa herberginu er spegilborð, sem þykir mikil ger- semi. Var búið að fleygja því nið- ur í kjallara, en þar fann frú Kennedy það á sinni húsmóður- tíð. Spegillinn nær niður fyrir borðplötuna, svo að konur fyrri tíða, sem við það sátu, gátu lag- fært pilsin án þess að eftir væri tekið, er þær sátu við þetta merkilega húsgagn. Við hlið þess- ara tveggja herbergja liggur stóri borðsalurinn, þar sem ríkisveizl- ur eru haldnar. Þar geta forseta- 34. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.