Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 39
hjónin haft allt að hundrað og
fimmtíu gestum.
í herbergi þessu hafa Banda-
ríkjaforsetar skálað við keisara,
kónga og forsætisráðherra og far-
ið fögrum orðum um ævarandi
vináttu hlutaðeigandi landa. En
stundum hafa forsetarnir verið
gestrisnir um of, að áliti þegn-
anna. Martin van Buren, áttundi
forseti Bandaríkjanna, tapaði
endurkjöri fyrst og fremst vegna
þess, að sagt var, að hann hafði
orðið fyrir ákafri gagnrýni fyrir
að gefa gestum sínum frönsk vín
og franska rétti á gulldiskum.
Johnson forseti þarf ekki að
hafa áhyggjur af svoleiðis, nóg er
víst samt. Yfirkokkur hans er
franskur og bezti borðbúnaður
hússins skartar bæði með gull og
silfur. Enginn fettir fingur út í
það. En frönsk vín eru ekki
lengur drukkin í húsi þessu.
Johnson reynir að hafa áhrif á
landa sína með góðu fordæmi.
Hann hefur hvatt þá til að drekka
bandarísk vín og tilkynnti jafn-
framt að svo væri gert í Hvíta
húsinu. Johnson segir ástæðuna
vera að minnkandi innflutningur
franskra vína myndi gera
greiðslujöfnuð ríkisins hagstæð-
ari, og Bandaríkjamenn hafa
hlýtt áskorun hans. En sumra
manna mál er að hraðminnkandi
vinsældir de Gaulles í landinu
eigi hér nokkra sök á.
Fleiri merkileg herbergi eru
auðvitað í Hvíta húsinu. Á fyrstu
hæð er eitt sem margir Banda-
ríæjamenn þekkja, því þaðan var
Roosevelt vanur að tala til þjóð-
arinnar í stríðinu. Voru það köll-
uð „arinkrókssamtöl.“ Þessi ar-
inn er sérstakur að því leyti, að
hann er sá eini í húsinu sem
reykir svo illa að hann er ónot-
hæfur.
Annað herbergi sem hver
Bandaríkjamaður þekkir er
svefnherbergi Lincolns forseta.
Raunar er hæpið að Lincoln hafi
nokkru sinni dvalið þar nætur-
langt, en hitt þykir efalaust að
hér hafi hann undirritað lögin
um afnám þrælahaldsins. Það
kvað vera reimt í þessu herbergi,
og á Churchill þessvegna að hafa
flúið það, er hann gisti það einu
sinni í stríðinu. Sögðu þjónar
hússins svo frá, að hinn brezki
stríðsleiðtogi hefði staðið upp um
miðja nótt, klæddur rauðum
morgunslopp og með vindil í
munni og tvær litlar töskur sína
undir hvorri hendi, og farið þvert
yfir ganginn inn í svefnsvítu
drottningarinnar. Þar festi hann
svefn og var síðan látinn sofa
þar, er hann kom í heimsókn síð-
ar.
Það eru óskráð lög að þau fjór-
tán herbergi, sem skoðast einka-
bústaður forsetafjölskyldunnar
og staðsett eru á annarri hæð í
austurenda hússins, skuli ekki
sýnd opinberlega. Það er því
sjaldgæft að birtar séu myndir
úr þessari álmu eða frá gestaher-
bergjunum sjö á þriðju hæð, en
skrifstofu forsetans á fyrstu hæð
þekkja flestir Bandaríkjamenn
vel. Það líður naumast svo dægur
að forsetinn sé ekki myndaður
þar ásamt einhverjum hinna
mörgu gesta, erlendra og inn-
lendra, sem heimsækja hann dag
hvern.
Skrifstofa forsetans er spor-
öskjulöguð með glugga út að
garðinum. Þar er stórt skrifborð,
margir hægindastólar, nokkrir
sófar og einn ruggustóll. Johnson
hefur nefnilega mikla elsku á
ruggustólum, ekki síður en
Kennedy. Á Kennedys tíð bar
það oft við að inn til hans storm-
uðu börn hans, Caroline og John,
til að tala við pabba um hitt eða
þetta. Johnson er mikið gefinn
fyrir hunda og hefur einn þeirra
alltaf hjá sér á skrifstofunni. Sá
sem nú nýtur þeirrar náðar er
kallaður Yuki, af óvissum upp-
runa, því Luci forsetadóttir fann
hann einan og yfirgefinn á ben-
sínstöð í Texas.
Truflanir af hálfu leikfullra
barna og hunda er nokkuð sem
tveir síðustu Bandaríkjaforsetar
taka ekki alvarlega. Hver starfs-
dagur þeirra er nógu alvarlegur
samt. Tákn þeirrar alvöru er
hvíti síminn sem stendur á skrif-
borðinu þeirra. Kennedy lét setja
hann þar og Johnson hefur ekki
síður notað hann.
Hvíti síminn fylgir forsetanum
hvert sem hann fer. Með honum
getur hann stöðugt staðið í sam-
bandi við nánustu ráðgjafa sína
í hermólum og stjórnmálum.
Bandaríkjaforseti verður að vera
viðbragðsfljótur, hvað sem í
skerst. Með því að styðja á einn
hnappinn í símatöflunni fær hann
beint samband við skrifstofu for-
sætisráðherra Sovétríkjanna í
Kreml. Ekki er vitað hve oft
hefur verið stutt á þennan hnapp,
en vitað er að Hvíta húsið og
Kreml töluðust við í fyrra, þeg-
ar allt var að verða vitlaust fyrir
Miðjarðarhafsbotni.
Þegar forsetinn yfirgefur skrif-
stofuna, er hvíti síminn borinn
með honum. Hann er fluttur til
svefnherbergis hans þegar hann
fer að sofa og settur í þyrlu
hans eða þotu þegar hann flýgur
frá Washington. Hann er settur
við hlið hans undir borðið þegar
hann heldur gestum opinbera
veizlu. Starfið yfirgefur aldrei
forseta Bandaríkjanna.
Hvíti síminn er orðinn tákn
þess valds, sem gefið er og þeirr-
ar ábyrgðar sem lögð er á herðar
þeim manni, er kjörinn hefur
verið leiðtogi bandaríska stór-
veldisins. í hinum sögufrægu her-
bergjum á annarri hæð Hvíta
hússins geta Bandaríkjamenn og
gestir forsetans í ró og næði
kynnt sér sitt af hverju úr for-
tíð landsins. Hvíta símann sjá
flestir þeirra aldrei. ☆
Sæiuríki
Framhald af bls. 17
út í herra Blossom. — Ég meina,
hann er í verksmiðjunni allan
daginn.
— Hvað meinarðu?
— Þessi tvö módel sem hann
hefur. Þegar hann fer með þau
inn í einkaskrifstofuna. Ambrose
minntist þeirrar rauðhærðu,
Amalíu, og svipsins á andliti
Amalíu. Tvisvar hafði hún beint
þessum svip að honum og hann
hafði fundið til ákafrar freist-
ingar til að svara; en í bæði
skiptin hafði hann verið að lesa
bækur um líkamsrækt og and-
legar æfingar, svo það hæfði
ekki eins og á stóð. Amalía, 4 A,
skál númer þrjú. Og svo Ruby,
sú ljóshærða, 32 W junior miss.
— É’g meina, þegar þær eru
hjá honum í þessari litlu skrif-
stofu, sjáið þér til, ég meina —
verðið þér aldrei afbrýðisöm?
—> Það vill svo vel til að ég
veit, svaraði frú Blossom freð-
píulega, — að herra Blossom er
öruggur með Kleópötru. Hún
gekk hringinn í kringum Am-
brose þar sem hann laut yfir
saumavélina. — Hefurðu nokk-
urn tíma séð herra Blossom ein-
an með annarri hvorri þessara
stúlkna?
— Stundum — stundum, er
ég hreinsa skrifstofugluggana —
get ég ekki að því gert.
— Kíkirðu á glugga? Það skal
ég segja herra Blossom.
— Fyrirgefið, sagði Ambrose.
— Hvað sérðu, þegar þú kík-
ir?
— Hann er sannarlega örugg-
ur.
Hann horfði á fætur hennar.
Hún var eins og fimur köttur
er hnitaði hringa í kringum hann
og nálgaðist stöðugt. Hann reyndi
að einbeita sér að saumavélinni,
en var orðinn skjálfhentur.
— Hvað um þig, Ambrose?
spurði hún ögrandi. — Ertu hrif-
inn af stúlkum?
— Ja, mér þykir gaman að
horfa á þær. En ég get aldrei
komið við þær.
— Hversvegna ekki?
Hann hafði ekki hugsað sér að
segja þetta svona, en það rudd-
ist fram: — Ég er of hræddur.
Hún snarstanzaði. Hún gnæfði
yfir honum. Hann leit upp. Hún
brosti og gekk hægt aftur á bak
í áttina að sófanum.
— Komdu hingað, Ambrose.
Hann hikaði.
Hún benti.
Nújæja, hún var kona hús-
bóndans og skipanir eru skip-
anir. Ambrose rétti úr sér og
gekk að sófanum, svo settist
hann aftur hjá henni.
Hvar býrðu? spurði hún.
— Hér og þar. Það er alltaf
verið að reka mig út af því að
ég er á eftir.
— Eftir hverju?
34. tbi. VIKAN 39