Vikan


Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 29.08.1968, Blaðsíða 45
liðið yfir þig. Ég veit ekki hvað! — Ég fór út að ná í eitthvað í kvöldmatinn handa þér. — Ég ætla að éta kalda lamb- ið. — Þú getur það ekki. — Hversvegna ekki? — Ég át það, sagði Harriet. — Þú ázt það? Heilt lambs- læri? — Ég var svöng. — En þú ert grasæta. Þú neit- ar að éta hold dýra, sem eru spendýr eins og við. — Ég féll í freistni, og svo, sagði Harriet, sem fékk nú snjalla hugmynd, — leið ég fyrir það. Það var allt of þungt í maga. Ég sofnaði. Robert togaði geðvonzkulega í annan endann á yfirskegginu sínu. — Ég skal segja þér, Harri- et, að stundum finnst mér ég alls ekki þekkja þig. Viðburðir dagsins voru teknir að fyrnast. Þetta var hennar ör- yggi og hennar venjubundna líf, heimili hennar og eiginmaður. Harriet var gripin iðrun og hún hljóp til Roberts. Hún vafði hann örmum og fól andlitið við öxl hans. Hann angaði af verksmiðju og vindlum. — Fyrirgefðu, Robert. Ég hef verið ljót. Mér þykir þetta óskap- lega leiðinlegt. Þetta skal aldrei koma fyrir aftur. — Nei, heyrðu nú aðcins. Það er óþarfi að. . . . — Aldrei, skældi hún. Aldrei, aldrei! Ég get ekki beðið þig að fyrirgefa mér. Ég skammast mín svo. — Elskan mín! Hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Hann reyndi að strjúka henni um hárið, en það var langt síð- an hann hafði reynt nokkuð í þá átt og honum fórst það illa úr hendi. — Þetta var bara læri. Ég veit ekki af hverju þú lætur tilfinningarnar stundum hlaupa með þig í gönur. Hann kreisti hana, hún kreisti hann aftur og reyndi að gera allt eðlilegt á nýjan leik. — Þurrkaðu þér um augun, sagði hann hughreyst- andi, — og segðu mér hvað þú keyptir í kvöldmatinn. Ég vona það sé eitthvað gott. Hann hló og klappaði henni, eins og hundi, sem þarf að róa. — Ég á að stjórna Tchaikovsky í kvöld, manstu það ekki? Harriet saug upp í nefið. Hún strauk hendinni yfir tárvot aug- un. — Jú, ég man það. — Steik, kannske? Harriet hristi höfuðið. — Kjúklinga, sagði Robert ii'úðnislega. j farriet þreifaði eftir pokanum. Hún uppgötvaði, að hann var enn frrunmi i anddyrinu. Hún fór að sækia hann. Robert beið. Hún opmtði pokann og hann leit í haii: tt , ð þolinmæðisvip. Svo nv:s ’.'i andlitið. haid í næsta blaði. r * RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. * Öruggari en nokkur önwur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og datlan búin að tæma vélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélm yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi. leysir hún allar þvottakröfur yðar. l»vott«'ikerfin eru: 1. Ullarþvottur 30°. 2 Viðkvæmur þvottur 40°. 3. Nylon, Non-Iron 90°. 4. Non-Iron 90°. 5. Suðuþvottur 100°. 6. Heitþvottur 60°. 7. Viðbótaibyrjunarþvottur 90° .8 Heitþvottur 90°. 9. Litaður hör f»0°. 10. Stífþvottur 40°. 11. Bleiuþvottur 100° 12. Gerviefnaþvottui Og að auki sérstakt kerfl tyrir þeytivindu og tæmingu. VID ÓÐINSTORG S I M I 10 3 2 2 HVAR El ÖBIIH BflHS >11? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Lilja Guðmundsdóttir, Háagerði 37. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimili Örkin er á bls. V 34. tbi. VIICAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.