Vikan


Vikan - 29.08.1968, Side 46

Vikan - 29.08.1968, Side 46
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. MARQSKONAR PÖNNUKÖKUR HERRAGARÐSTERTA Bakið þunnar pönnukökur úr grunndeiginu og setjið á eldfast fat með marmelaði eða sultu ó milli. Gerið marengsdeig úr 2 eggja- hvítum, 4 matsk. fingerðum strósykri og 1 tsk. kartöflumjöli. Þeytið eggjahvíturnar stífar og bætið sykrinum og kartöflumjölinu var- lega í. Smyrjið yfir pönnukökutertuna og bak- ið í meðalheitum eða lítið heitum ofni (175 st.) í 5—8 mín., eða þar til eggjahvfturnar eru gulbrúnar. KARTÖFLUKÖKUR 8 meðalstórar kartöt1--" eða ca. 600 gr, 1 egg, 5 dl mjólk, 1/2 tsk. salt, IV2 dl hveiti, feiti til að steikja úr. Þeyt:ð saman egg, mjólk, salt og mjöl í STEIKTAR PÖNNUKÖKURÚLLUR 3 egg, 1V2 tsk. salt, 4 dl hveiti, 1 I mjólk, feiti til að steikja úr. Pönnukökurnar bakað- ar á venjulegan hátt. Fylling: 200—300 gr hakkað kjöt, 2 harðsoðin egg, 1 gulur lauk- ur, 2—3 matsk. smjörlíki, salt, pipar. Til að velta upp úr egg, rasp. Steikt í smjöri, smjör- líki eða olíu. Flysijið og saxið laukinn smátt og sjóðið í feitinni ó pönnu, myljið kjötið ofan í og brún- ið saman. Saxið eggið og bætið því i þegar kjötið er fullsteikt, kryddið með salti og pip- ar. Setjið farsið á pönnukökurnar og rúllið þeim sarnan. Skerið í sundur í miðju, ef þær eru óþægilega langar. Penslið með léttþeyttu eggi og veltið upp úr raspi. Djúpsteikið þær síðan í feitinni, Flestir eiga sína pönnukökuuppskrift, og yfirleitt eru þær allar góðar. Það er uppskrift af íslenzku pönnukökunum okkar, mismikið borið í þær eins og gengur, en allar svip- aðar og bornar fram á svipaðan hótt, annaðhvort upprúll- aðar með sykri eða brotnar saman með þeyttum rjóma og sultu. Hér á eftir eru nokkrar uppskriftir af kökum, sem bakaðar eru á pönnu, sumar likar okkar kökum, sem kall- aðar eru crepes, aðrar þykkari og sumt lummur. PONNUKOKU- RÚLLA Grunndeig úr 2 eggjum. Fylling 1 stór pakki fryst spín- at, salt, múskat, eða 1 dós niðursoðnir tó- matar, 6 sneið'ar harðsteikt bacon, 2 matsk. smásöxuð púrra eða graslauk- ur, salt, svolítið tím- ían. 1. Þeytið saman deigið eins og sagt er í grunnuppskriftinni. Látið smjörbita f ofnskúffuna og látið hann brúnast, heliið deiginu í og bakið við 225 st. hita. Hell- ið kökunni síðan á flatt fat eða málm- pappír. 2. Smyrjið fylling- una á. Spínatið þarf bara að þiðna og kryddast áður, tóm atfyllingin er gerð þannig að öllu er blandað saman og látið sjóða nokkrar mínútur við lítinn h;ta. 3. Kökunni rúllað saman eíns og rúllu- tertu, sett aftur í ofninn og gegnhituð eða gratineruð með rifnum osti ofan á. 4. Skerið heita pönnukökurúlluna inni á borðinu, svo að stykki kólni ekki. Kalt salat er gott með. CREPES, EÐA ÞUNNAR PÖNNUKÖKUR Þessar pönnukökur má fylla ó ýmsan hátt, en þetta er grunnuppskriftin: 2 egg, 2 dl þunnur rjómi (blanda af mjólk og rjóma), 2 dl vatn, 1 dl hveiti, 1/2 tsk. salt, 1 matskeiS brætt smjör eða smjörltki. Þeytið saman eggin og helminginn af vökv- anum, bætið hveitinu í og saitinu og haldið ófram að þeyta þar til deigið er jafnt. Setjið þó afganginn af vökvanum og brædda smjör- ið saman við. Bakið þunnar pönnukökur á lítilli pönnukökupönnu. Setjið fyllinguna ó hverja köku og annaðhvort rúllið þeim sam- an eða brjótið. Síðan má baka þær með osti, en það fer eftir því hvað er ( þeim, eða bera þær logandi fram sem eftirrétt. Góðar fyll- ingar í þessar pönnukökur, ef þær eiga að notast sem forréttur er t. d. skelfiskjafningur, sveppajafningur, kjötjafningur með mjög smó- skornu kjöti, reyktur lax skorinn í lengjur með söxuðu eggi og nægu dilli. í eftirrétt mó nota alls konar óvexti, bæði blandaða eða eina sér, t. d. banana og alls konar ber. Séu þær bornar fram logandi eru þær brotnar saman tvisvar eftir endilöngu og setar ó eld- fast fat og fíngerðum strásykri stráð yfir. Annaðhvort inn í þær eða ó milli þeirra má setja jarðarberjasultu eða heil ber í sykurlegi. Síðan er 2 matsk. af bræddu smjöri hellt yfir og þetta hitað yfir litlum hita, helzt á spritt- lampa, sem síðan er borinn inn með kökun- um á. 1 dl hvítvín og ca.. 10 cl koníak er blandað saman og hellt yfir kökurnar þegar þær eru heitar á pönnunni og um leið og þær eru bornar fram (sem verður að vera fljótt) er kveikt í víninu og látið loga þar til slokkn- ar, en þá eru kökurnar borðaðar. ÞYKKARI PÖNNUKÖKUR Úr þessu degi má baka pönnukökur, lumm- ur og ofnpönnukökur. 2 egg, 8 dl mjólk, 4 dl hveiti, 1/2 tsk. salt, 1 matsk. brætt smjör eða smjörllki. Þeytið saman eggin og helminginn af mjólk- inni, bætið hveiti og salti í og þeytið þar til deigið er jafnt. Þá er hinn helmingur mjólk- urinnar settur i og brædda smjörið. — Látið standa í 5 mín. áður en bakað er ur deiginu. pönnukökudeig. Flysjið kartöflurnar og rífið á rifjárni í deigið rétt áður en bakað er úr því, hrærið vel. Brúnið feitina á pönnunni og setjið ca. 3 matsk. af deigi í hverja köku, brúnið á báðum hliðum. Bornar fram strax með „tyttuberjasultu" eða steiktu bacon. KARTÖFLULUMMUR UR DUFTI 4 dl kalt vatn, 1 dl kartöflumós úr pakka, 1 tsk. salt, e. t. v. rifið múskat, 3 matsk. brætt smjör eða smjörlíki, 2V2 dl hveiti, 4 dl mjólk. Þeytið kartöflumósuduftið út í vatnið, bæt- ið saltinu í og síðan hveitinu, brædda smjör- inu og mjólkinni til skiptis. Bakið lummur eða meðalþunnar pönnukökur, og notið svo- lítið af feiti á pönnuna svo að betri litur verði á kökunum. Gott að bera fram með bacon, skinku, pylsum, brúnuðum lauk, sveppum, kjötfarsréttum, eða með berjum eða eplamósi. BLINI - RÚSSNESKAR LUMMUR 15 gr ger, 2 dl mjólk, 1 egg, V/2 dl heil- hveiti, 1 dl hveiti, 1 tsk. salt, 1 dl pilsner. Hrærið gerið út í svolitlu af mjólkinni, blandið eggjarauðunni, hveitinu, saltinu og af- ganginum af mjólkinni i. Hrærið deigið slétt og bætið pilsner í. Þekið deigið og látið lyfta sér í klukkutíma. Setjið þá stífþeytta eggja- hvítu saman við. Bakið eins og lummur, og hafið hitann ekki of mikinn, svo að liturinn verði Ijósbrúnn. Setjið lummurnar á heita diska með svolitlu af kaviar á hverja. Súr rjómi og smásaxaður laukur borinn með. AMERÍSKAR PÖNNUKÖKUR 1 egg, 21/2 dl súrmjólk, 2V2 dl hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 1 tsk. sykur, 1/2 tsk. salt, 2 mat- skeiðar brætt smjör eða smjörlíki. Þeytið saman egg og mjólk. Blandið þurru efnunum í og hrærið, bætið brædda smjörinu í, en látið það kólna aðeins áður. Smyrjið venjulega steikarpönnu og hitið, bakið svo 3 litlar pönnukökur í senn á pönnunni, ca. 1 matsk. deig í hverja. Bakið gulbrúnar og haldið þeim öllum heitum, þar til á að nota þær. Bornar fram með steiktum pylsum eða bacon, eða með sýrópi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.