Vikan


Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 47

Vikan - 29.08.1968, Qupperneq 47
9 SÍTRÓNUSAFI lokar stórum og opnum svita- holum. Notið annaðhvort hreinan safa úr sítrónu eða blandið hann með soðnu, köldu vatni. Þeg- ar þið hafið hreinsað húðina á venjulegan hátt, er bómull vætt í sítrónusafanum og húðin nudd- uðu eða klöppuð með honum í staðinn fyrir dýrt andlitsvatn. Bezt er að búa til lítið af þessu vatni í hvert skipti, svo að ekki þurfi að geyma það. Góð hlutföll er t. d. V4 úr sítrónu og nokkrar tsk. vatn. 9 SÍTRÓNUSAFI lagar gráleita húð kringum munnvikin og á hálsinum. Notið þá sítrónusafa sem andlitsvatn á kvöldin eftir að húðin hefur verið hreinsuð, en sé húðin þurr eða meðalþurr, þarf að nota töluvert af vökvakremi á eftir. 9 SÍTRÓNUSAFI gerir þreytta og gamla húð ferskari. Þá á aðeins að nota olíuna úr sítrónu- berkinum, því að safinn er of sterkur fyrir eldri húð. Látið hálft sítrónuhýði, sem hefur verið hreinsað vel að innan, liggja í bolla með olívu- olíu yfir nótt. Kreistið börkinn dálítið, svo að olían úr honum renni út. Berið vökvann svo á andlitið með mjúkum bursta, en hann stífnar ekki á andlitinu eins og andlitsgríma. Þvegið af eftir 10 mínútur með volgu vatni. Bezt er að gera þetta á kvöldin, áður en farið er að hátta, því að þá er hægt að bera næringarkrem á strax á eftir. 9 SÍTRÓNUSAFI út í baðvatnið heldur húðinni hvítri og fallegri. Við þurra og meðalþurra húð má blanda honum saman við venjulega bað- olíu. t SÍTRÓNAN NotiiO á 15 ve§u til snyrtingar þið notið ekki gúmmíhanzka. Nuddið neglurnar með sítrónunni áður en hendurnar eru þvegnar. 9 SITRONUSAFI gerir hendurnar hvitar og mjúkar, og flestum húsmæðrum veitir ekki af einhverju slíku. Blandið sítrónusafa með salti og olívu-olíu og nuddir hendurnar með því. Þvoið hendurnar eftir 10 mínútur úr volgu vatni með möndluklíði I. 9 SÍTRÓNUSAFI er heillaráð við hrjúfum, grá- um og hrukkóttum olnbogum. Setjið hvorn oln- boga ofan í hálfan sítrónubörk og haldið þeim þar góða stund. Nauðsynlegt er að nota vökva- krem á eftir, en olnbogarnir verða á stuttum tíma mjúkir og fallegir. 9 SÍTRÓNUSAFI heldur höndunum hreinum. Hafið alltaf sítrónuenda við eldhúsvaskinn, ef 9 SÍTRÓNUSAFI, sé hann blandaður með magn- esiudufti tekur gráleitan lit af höndunum. Það þarf 5 matsk. af duftinu og 1 matsk. af sítrónu- safa, og þessu er smurt á hendurnar. Fjarlægt eins og sagt var í næstu grein hér á undan. 9 SÍTRÓNUSAFI þurrkar feitt hár, og notið hann í síðasta skolvatnið. 9 SÍTRÓNUSAFI lýsir líka skolleitt hár. Eftir síðustu skolun er hárið nuddað með safanum af 1 sítrónu, meðan það er enn vott. Látið liggja á í 5 mínútur og síðan skolað vel. 9 SÍTRÓNUSAFI lagar gráleitan glans á feitri húð á nefinu. Nuddið með sítrónusneið og síðan með bómull bleyttri í köldu vatni. 9 SÍTRÓNUSAFI gerir blakka og gráleita húð hvítari. Sé húðin þurr má blanda svolítilli olívu- olíu í sítrónusafann. Sett á eins og andlitsgríma, en ekki farið of nærri augnaumbúnaðinum. Látið liggja á í 10 mínútur og síðan þvegið af með köldu vatni. 9 SÍTRÓNUSAFI lýsir freknur. Setjið þá dropa af óblönduðum sítrónusafa á freknurnar. Við- kvæm húð þolir ekki að þetta sé haft lengi á, en það verður það helzt að vera, eigi árangur að nást. Nóg af vökvakremi verður að bera á húðina á eftir. 9 SÍTRÓNUSAF! jafnar lit húðarinnar, þegar sólbruni og brúni liturinn er að hverfa af húð- inni. Gerið andlitsgrímu þannig, að nokkrir sí- trónudropar eru hrærðir út í eggjarauðu. Látið grímuna stífna á andlitinu í 15 mínútur. Þveg- ið af með volgu vatni, en gott er að nota vökva- krem á eftir. 9 SÍTRÓNUSAFI hreinsar feita húð. Þá er hon- um blandað í eggjahvítu og er því smurt á and- litið með bursta. Stífnar á 15 mínútum og er síðan þvegið af með ylvolgu vatni. 9 Þá hefur ekki verið minnzt á eitt mikil- vægasta atriðið, en það er hve fegrandi sítrónan getur verið, með því að borða nóg af henni. Hún er óvenjulega auðug af C-bætiefni, en húð- in verður ferskari og augun skærari, hárið meira lifandi og margt fleira mætti telja upp, ef l(k- aminn fær nóg af bætiefnum. ' Hirzla í sumarbústaðinn Það er ekki víst að mikið sé af skápum í sumarbústaðnum, en gott er að hafa allt samt á sínum stað. Allir eiga af- ganga af bómullarefnum og geta með svolítilli smekk- vísi búið til svona vasateppi. Það er aðeins hengt upp á hornunum með litlum hringum. Stærð grunnstykkisins er hér 60x80 cm og er það faldað með sterkum földum. Vas- arnir eru gerðir úr afgöngum í þeim lit og munstri, sem vel á saman, og eins og þið sjáið eru þeir sniðnir mis- stórir og af ýmsri lögun, til að mynda tilbreytilega og skemmtilega heild. Ef ekki er því þykkara efni í grunn- stykkinu, má fóðra það með vliseline millifóðri af gróf- ustu gerð. 34 tbl VTKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.