Vikan


Vikan - 29.08.1968, Page 48

Vikan - 29.08.1968, Page 48
BRÚÐKAUP HÁRGREIBSLUKONUNNAR ,Nýlega fór fram í litlu þorpi í námunda við Paris brúðkaup, sem mikla athygli vakti. Ekki stafaði það af því, að brúðhjónin væru heimsfræg, heldur húsbændur brúðarinnar. Ilún heitir Claudia Ettori og er 24 ára göm- ul. Hún er hárgreiðslukona Elizabethar Tay- lor og hefur verið það í þrjú ár. Eins og gefur að skilja er frægri leikkonu eins og Liz lífsnauðsyn að vera vel tilhöfð um hárið. Lengi vel átti hún í erfiðleikum í þessum efnum. Loksins réði hún í þjónustu sína ítalska stúlku, sem hárgreiðslustofa þar í landi útvegaði henni og mælti eindregið með. Og Liz varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún segir, að líf sitt hafi stórum batnað siðan Claudia Ettori kom til þeirra hjóna. „Hún er ekki aðeins hárgreiðslukonan mín,“ segir Liz, „heldur einnig fóstra barnanna okkar. Mér finnst hún alltaf vera litla systir mín.“ Þegar þau hjónin dvöldust á eynni Sardin- 48 VIKAN 34- tbl- íu við töku nýrrar kvikmyndar í fyrrasum- ar, varð Claudia ástfangin af ljósmyndara, Gianni Bozzacchi. „Þið giftið ykkur bara strax,“ sagði Liz við Claudiu. „É'g skal sjá um það allt saman. Það skal verða stórfeng- legt brúðkaup. En þú veröur að lofa að fara ekki svo langt frá mér, að þú getir ekki komið og lagað á mér hárið!“ Liz stóð svo sannarlega við loforð sitt. Ekkert var til sparað. Brúðarkjóllinn kost- aði hvorki meira né minna en 120.000 krón- ur og var teiknaður af frægum tízkuteikn- ara í París. Brúðhjónunum var ekið í dýr- asta Rolls Royce-inum, sem Burton á. Þau hjónin voru sjálf svaramenn og dætur þeirra brúðarmeyjar. En líklega reynist Claudiu erfiðara að halda sitt loforð, því að maðurinn hennar er frægur ljósmyndari á Ítalíu og vill helzt setjast að þar. ☆ A cfri myndinni cr hárgreiðslukonan, Claudia Ettori, í bniðarkjólnum, seni kostaði 120 jtúsund krónur. I.iz Taylor hcldur í slörið. Að neðan sjást hrúð- hjónin og svaramennirnir, Liz og Burton.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.