Vikan


Vikan - 12.09.1968, Side 4

Vikan - 12.09.1968, Side 4
/~ "N TRABANT Viðhald, afskriftir, vaxtatap og benzínkostnaður er minnstur ó TRABANT. Það er ódýrara að aka í TABANT en að fara með al- menningsvögnum, jafnvel þó reiknað sé bara með öku- manni, en ekki farþegum. Egill Thorlacius, Kópavogi, segir um TRABANT. „Ég hef ótt TRABANT í tvö ór, við fórum fjögur á honum síðastliðið vor, í 5 vikna ferðalag til Hollands, Belgíu, Frakklands, Spánar, Ítalíu, Austurríkis, Þýzkalands og Danmerkur. — í TRABANTINUM höfðum við allan viðleguútbúnað svo að bíllinn var mjög þungur, en þrótt fyrir það stóð TRABANT- INN sig mjög vel, hann er ótrúlega kraftmikill, eyðslu- grannur, liggur vel ó vegi, og alla þessa leið bilaði hann aldrei! TRABANT BIFREIÐIR ERU ALLTAF FYRIRLIGGJANDI TRABANT ER ALLS STAÐAR TRABANT-UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Tryggvagötu 8, símar 19655 — 18510 — Pósthólf 27 V_ PENNAGLEÐI Kæri Póstur! Einu sinni létti ég á hjarta mínu við þig, og þar sem það gaf svo góða raun, ætla ég að ráðast á þig aftur. Ég hef stundum séð í dálkum þínum bréf frá einmana fólki, sem biður þig að koma sér í bréfa- samband. Nú vill svo til, að ég tel mig í hópi einmana og langar að eignast góða vini í gegnum bréf. Mér er al- veg sama á hvaða aldri þeir eru, bara að þeir séu pennaglaðir. Ég verð tvítug í haust og vil, að það komi strax fram, að ég var trúlofuð, þar til fyrir tveimur árum og á dóttur á fjórða ári. É'g hef aðallega unnið í sveit sl. ár, en veit ekki hvað ég geri í vetur. Læt svo þessar upplýsingar nægja, og ef einhver vill skrifast á við mig, gætir þú þá ekki, Póstur minn, tekið við bréfum, sem kynnu að berast og sent mér þau. Ég vil síður láta senda nafnið mitt eitthvað út í loftið. Þakka svo kærlega fyr- ir yndislegt blað, þar sem Vikan er með allt sitt. Vertu sæll og blessaður. Áskrifandi. Pósturinn er til þjónustu reiðubúinn eins og- alltaf. HLJOÐUPPTAKA Akureyri, 8/8 ‘68. Kæri Póstur! Ég hef mikinn áhuga á að læra hljóðupptöku, en veit svo lítið um starfið. Mig langar til að vita hvort þú getur veitt mér svör við nokkrum spurningum við- víkjandi starfinu. 1. Hvað er þetta langt nám og í hvaða skóla þarf að fara? 2. Er ekki mjög erfitt að komast að í starfinu og hvað þarf maður að vera gamall? 3. Þarf maður að vera músíkalskur? Með kæru þakklæti fyr- ir framhaldssöguna „Hlát- urinn“, Eftir eyranu - og birtinguna. G. J. PS: Ég er seytján ára og gagnfræðingur. 1. Til aff fá starf við hljóðupptöku liérlendis er gert aff skilyrffi aff menn hafi lært útvarpsvirkjun effa radíóvirkjun. Hiff síð- arnefnda er lært hjá Landssímanum, hitt á verkstæffi hjá einhverjum meistara í greininni. Líka er ætlazt til aff hljóffupp- tökumenn hafi innsýn í el- ektróník. 2. Allmikil eftirsókn mun vera eftir þessari starfs- grein og því erfitt að kom- ast aff í henni. Aldurstak- mörk munu ekki vera nein. 3. Tóngáfur eru taldar mjög æskilegar. SPÆLDUR SJÓARI Tönsberg, Noregi, 14/8 1968. Halló, gamla mín! (Hér er sjálfsagt átt við Vikuna. P.). Því það ertu fyrir mig í það minnsta, ég hef ekki séð þig í heilt ár. Ég er alveg ferlega spæld- ur sjóari á norsku skipi, og það sem ég er spældur af er hvað Norðmenn eigna sér allt. Sjáðu til dæmis þessa grein. (Bréfinu fylg- ir úrklippa úr norska blað- inu Aftenposten, fjallar greinin um eldi á íslenzk- um smáhestum í Noregi, ásamt nokkrum bollalegg- ingum um uppruna ís- lenzka hestsins. P.). ís- lenzki hesturinn er lítið minni en sá norski, fyrir utan jálkinn sem þeir kalla hest og hefur skanka á við síldartunnu og rétt getur borið sjálfan sig. Svo segja þeir að sá íslenzki sé lítið stærri en Setlands-smá- hestur og geti borið einn mann (það er eins og mað- ur eigi að lesa á milli lín- anna að það sé lendingar- pláss fyrir flugvélar á þeirra eigin klárum) og svo segja þeir að íslenzki hesturinn sé ekki frekar innfæddur en íslendingar sjálfir. Hvaðan úr helvít- inu koma þá Norðmenn? Spruttu þeir bara upp í landi sínu eins og gorkúl- ur? Ég hef þrasað við tugi af þeim og vil alls ekki be- kenna þá fullyrðingu þeirra að íslenzki hestur- inn sé norskur. Hvaðan kemur þá sá norski? Og svo hef ég heyrt þá segja að ísland sé ekki skandi- 4 VIKAN 36- tbl'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.