Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 41
í ferðaáætluninni, en við vorum orðin dálítið á eftir henni þegar hér var komið. Það var því siglt beint til Port-au-Prince á Haiti, sem var síðasti viðkomustaður vestanhafs. Siglt var meðfram suðurströnd eyjarinnar Hispaní- ólu, en Haiti nær sem kunnugt er yfir vesturhluta hennar, sá eystri er lýðveldið Dóminíka. Þessi siglingaleið er fræg vegna sjógosa, sem verða á þann hátt að sjórinn sprautast upp úr hell- um, sem eru þarna neðansjávar. Þegar straumar ryðjast inn í hellana, spýtist sjórinn upp um op sem eru á hellisþökunum. Þetta er falleg sjón og sérstök. Ég gæti trúað að gosin séu að minnsta kosti eins há og þegar Geysi tekst bezt upp. — Þessi eyja, Hispaníóla, er hvað frægust fyrir illræmda ein- ræðisherra. Trujillo sem lengi ríkti í Dóminíku þótti nógu slæmur, er hálfu verri er þó víst Papa Doc Duvalier, sem nú ráðskast með Haiti. •—■ Það mun satt vera, enda er fátæktin mikil í landinu, þótt frjósamur sé jarðvegurinn, enda var þetta mikið og gott plant- ekruland fyrr meir, meðan það var frönsk nýlenda. íbúafjöld- inn er áætlaður fjórar og hálf milljón, en enginn veit um hann með vissu, því þarna hafa mann- töl ekki verið haldin lengi. Þeir eru næstum allir negrar og tala kreólsku svokallaða, en það mál er afbrigði af frönsku, sem er opinbert mál. Þeir fyrstu sem við sáum af landsmönnum voru smádrengir, sem komu syndandi á móti skip- inu og stungu sér eftir aurum, sem kastað var til þeirra. Voru þeir á svamli kringum skipið allan daginn. Geysilegur mann- fjöldi beið á hafnarbakkanum, og var það næstum allt sölufólk. Maður komst varla í land fyrir því, en varað var við að ryðj- ast í gegn með nokkrum hrana- skap, því sagt var að menn væru hér mjög viðkvæmir fyrir hvers konar óvirðingarvotti af hálfu útlendinga. Göturnar voru allar svo troðfullar af fólki, að ég man ekki eftir öðru eins, þetta minnti helzt á Reykjavík á seytjánda júní. En bíll sást varla. Fólkið ráfaði þarna um stefnulaust að því er virtist, ef það ekki sat eða stóð. Mannskapurinn var að sjá sljór og sinnulaus, og há- vaði var enginn. Hver einasta bygging sem við sáum var í niðurníðslu, nema forsetahöllin, en hún var nógu glæsileg. Ná- lægt henni sást enginn maður nema lífverðir, en þeir voru líka fjölmargir og vel vopnaðir. — Þið hafið víst ekki fengið að sjá framan í forsetann? — Nei, ekki nema á myndum, sem víða voru hengdar upp hon- um til dýrðar, ásamt skiltum með slagorðum, þar sem stend- ur meðal annars að forsetinn hafi þegið vald sitt af guðunum, ein- um eða fleirum, milliliðalaust, og sé því ekki á annarra færi að taka það af honum. Það er furðulegt að Duvaliei var ekki svo slæmur upphaflega. Hann lærði til læknis í Banda- ríkjunum og gat sér síðan gott orð við að hindra útbreiðslu pestar, sem kom upp í Haiti. Þetta aflaði honum vinsælda, og þegar hann bauð sig fram við forsetakosningarnar 1957, þá var hann kosinn. Þær kosningar voru vel að merkja frjálsar. En þegar því kjörtímabili, sem stóð í sex ár, lauk, framlengdi hann það ævilangt, með samþykki og full- tingi himneskra máttarvalda, að hann sagði. Talið er víst að hann sé fársjúkur á geðsmunum, illa haldinn af ofsóknar- og stór- mennskubrjálæði. Sagt er að hann láti lífverði sína öðru hvoru handtaka nokkurn hóp fólks af handahófi, kvelja það og drepa, ekki af því að hann gruni það endilega um neitt illræði gagn- vart sér, heldur til að halda lýðnum hæfilega skelkuðum; enginn getur jú vitað nema röð- in komi að honum næst. Lífverð- ir hans eru argasta pakk og hús- bóndanum trölltrúir, enda mega þeir vita að þeir verða ekki lengi settir á þegar hans hættir að njóta við. Skortur virðist mikill á jafn- vel brýnustu lífsnauðsynjum. Það var eftirtektarvert að hóp- ur listafólks, sem kom um borð, vildi aðeins mat, þegar því var boðið að velja sér eitthvað úr verzlun skipsins. í hópnum var margt kvenfólk og verzlunin full af alls konar tízkuvörum; og nærri má geta um sultinn í því kvenfólki sem lætur svoleiðis tækifæri framhjá sér fara. Þetta var annars ágætis listafólk, sér- staklega látbragðsleikari einn er sýndi á táknrænan hátt viðhorf negra til hvítra manna. E'g tók líka eftir því að börn- in brostu aldrei. Þegar maður vék sér að þeim, hopuðu þau með hræðslusvip. Ég sá að þau skulfu af ótta þegar einkennis- búinn maður, lögregluþjónn eða eitthvað þess háttar, átti leið um götuna. Það var eins og þau byggjust alltaf við illu einu. — Ferðuðust þið eitthvað inn í landið? - Við tókum leigubíl, nokk- ur saman, og fórum upp á hátt fjall rétt hjá borginni, en þaðan sést raunar mestallt landið og þess dýrð, sem er ekkert smá- ræði úr hæfilegri fjarlægð. Út- sýnið er svo stórkostlegt að betra býðst varla víða. En á niðurleið- inni slökkti bílstjórinn á mótorn- um og lét farartækið renna. Við spurðum hverju þetta sætti. Hann sagði að bensín væri dýrt í landinu og hann væri ekki bet- ur birgur af því en svo, að það entist okkur ekki til skips ef hann æki alla leið. Við þessu var þekktustu kexbakarar Bretlands síðan 1830 senda reglulega til íslands 25 tegundir af kexi. M & D kexið er óviðjafnanlegt að gæðu og verði. m mmm SJiHSTIW: L:*wi twfwn-wvis.no? ■ mw‘í HEILDSOLUBIRGÐIR: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON HF. Símar 13425 og 16425. _y NU ER AUÐVELT AÐ ENDURNÝJA ELDHUSIÐ HINGAÐ TIL hafa slíkar endurbætur kostað mikið rask, sem margar hús- mæður vilja hlífa sér við. Nú er allt breytt. Við tökum gömlu innréttinguna niður og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt ó tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmiðaverkstæði á meðan og þér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytirst, hvað ibúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti í miklu litaúrvali og þér getið fengið eldavél, uppþvottavél og ísskáp frá sama framleiðanda. Verðið er mjög hagstætt. HÚS OG SKI P Laugavegi 11 — Sími 21515. 36. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.