Vikan


Vikan - 12.09.1968, Síða 9

Vikan - 12.09.1968, Síða 9
England, hið tíu þúsund smálesta lystiskip Samein- aða, sem flutti Guðmund frá einni paradísareynni til annarrar ásamt ekkju Farúks heitins Egypta- konungs og rúmlega þrjú hundruð öðrum farþeg- um. ;x;' :■>: Frá San Juan, höfuðborg Púertóríkó. Nokkur glæsileg- ustu hótel staðarins á miðri mynd. { Frá Saint-Barthélcmy, — franskri smáey í Vestur-Indí- um. Frá Liquillo-baöströndinni á Púertóríkó. í baksýn er E1 Yunque, hæsti fjallstindur eyj- arinnár. 4 hönd og mjög almennt, en ekki gat heitið að vín sæi nokkurn tíma á neinum, ég man ekki eftir nema tveimur sem skáru sig úr hvað það snerti. Annað var Norðmaður sem stöðugt þjóraði bjór og var ailtaf sætkenndur, en aldrei til leiðinda. Hitt var síðasta kona Far- úks Egyptalandskonungs, sú sem hann gekk að eiga skömmu fyrir andlátið. Hún kvað vera sterkrík, því það er sagt að hún hafi náð í sinn hlut mestum hluta gimsteinanna, sem kóngur strauk með frá Egyptó og kom í geymslu í Sviss. Hún drakk sig í svefn á hverju kvöldi. Þetta mun hafa verið falleg kona, en er nú orðin feit og skvapkennd. En þetta er allra alúðlegasta manneskja. — Svo var það Madeira. —- Já, höfuðborgin þar, Funchal, var fyrsti viðkomustaðurinn. Landslagið þarna er sérkennilegt; það má heita að eyjan sé bjarg- hryggur, ristur djúpum giljum, undirlendi ekkert. Borgin er í svo miklum halla að ég var steinhissa á að bílarnir skyldu hafa sig upp. Allt í kringum aðaleyna eru smáeyjar, sem mér fannst furðu svip- aðar hinu og þessu heima. Þarna sá ég klett sem er eiginlega ná- kvæmlega eins og Hvítserkur við Húnaflóa, og ey sá ég sem svip- aði mjög til Drangeyjar. Um mannlífið á Madeiru er það að segja að það vitnar um allmikla fátækt; húsin eru skelfileg hreysi mörg hver. Þarna er líka jarðgrunnt; ég sé menn bera mold í körfum lang- ar leiðir til að græða upp bletti kringum híbýlin. Portúgalar eiga eyna og íbúarnir munu flestir af þeirri þjóð. Þeir eru hagleiks- menn og frægir fyrir ýmiss konar handiðnað. Kvenfólkið þar saum- ar flest í írskt léreft, og er það aðalútflutningur eyjarskeggja, ásamt víninu sem eyjan er kennd við og fræg fyrir. Og næst var það Trínidad. Hvað voruð þið lengi að stíma yfir? Það tók fimm sólarhringa. Trínidad er viðkunnanlegur staður, loftið þar hreint og tært og skyggni gott. Þetta er allt annað en til dæmis í Suður-Evrópu. Þetta gerir staðvindurinn, sem blæs utan af Atlantshafi, og regnskúrir sem skella yfir öðru hvoru og hreinsa loftið. Sjóhitinn er um tuttugu og tvö stig árið um kring. Sjórinn er líka hreinn og tær; þvi valda straumarnir sem barna eru með sterkara móti. Trinidad var áður brezk nýlenda, en er nú sjálfstætt samveldis- land og aðili að Sameinuðu þjóðunum. Riki hennar tilheyrir líka eyjan Tobago, sem er þar skammt frá. Þarna búa menn af mörgum þjóðflokkum. Alls eru eyjarskeggjar tæp milljón að tölu, þar af um þrjú hundruð og sjötíu þúsund negrar, þrjú hundruð og tuttugu þúsund Indverjar, hundrað og fjörutíu þúsund kynblendingar og þar að auki eitthvað af Bretum, Frökkum, Portúgölum, Kinverjum, Líbönum og Aisíringum. Þrir þeir síðastnefndu stunda einkum kaup- mennsku, en Bretarnir eiga flest það sem nýtilegt er á eyjunni. Þessir þjóðflokkar eru allir sagðir halda sér aðgreindum hver frá öðrum og blandast lítið. Höfuðborgin heitir Port of Spain eða Spán- arhöfn og götulífið er þar harla fjölskrúðugt. Landið er mjög auð- ugt, mikil olía í jörðu bæði á eyjunni og í landgrunninu. Þarna er henni dælt upp í stórum stíl og auk þess hreinsuð olía sem er flutt frá Venesúelu, en Trínidad er örskammt frá strönd- um þess lands. Þá er unnið úr jörðu jarðgas, brennisteinn og loks er þess að geta að á eynni er geysihagleg tjörn, tæplegur hálfur kílómetri að flatarmáli, sem full er af náttúrlegu asfalti. Tjörn þessi hefur þá náttúru að aldrei lækkar í henni, hversu mikið sem úr henni er dælt. — Býr fólk þá ekki við sæld og vellystingar á slíkri góseney? — Auðurinn er þarna mikill, en honum er illa dreift; stétta- og efnamunur mikill. Mikill hluti almennings býr við fátækt, og stór- aukin vélvæðing hefur haft. vaxandi atvinnuleysi í för með sér. En aðrir eru þeim mun ríkari. Nú eru ferðamenn liklega stærsta tekju- lindin, enda mikið fyrir þá gert. Þeir fara líka margir til Tobago, einkum til að skoða eins konar dýra- og jurtagarð neðansjávar, sem þessi eyja státar af. Mikið grunnsævi er í kringum eyna, ekki nema fáeinir metrar til botns, og þar sem siórinn er tær, er auðvelt að virða fyrir sér dýra- og jurtalífið, sem er geysiauðugt og marg- breytilegt í þessum heita sjó. Út á þessar grynningar er róið með ferðamenn í bátum með glerbotni. — Hver var svo þriðja viðkomueyjan? — Það var Barbados, sem er nokkru lengra frá st.rönd meginlands Suður-Ameríku og nokkru austar en hinar eyjarnar, sem liggja í boga með stuttu millibili allt frá ströndinni til Púertóríkó. Þetta er nokkuð merkileg eyja. Hún er undir brezkri yfirstjórn, en hefur sjálfsforræði um öll innanlandsmál. íbúarnir eru svo til allir negr- ar, ágætlega menntað fólk og bráðduglegt, og er oft bent á þá sem dæmi um að negrar geti vel orðið að mönnum ef þeir fái að njóta sín til jafns við aðra. Þeir hafa lengst af verið sjálfra sín á Barba- dos; að vísu námu hvítir menn þar land og komu sér upp plantekr- um, en þegar hvorki fundust í jörðu málmar né olía tók þeim að leiðast. Lauk svo að þeir fóru sína leið en létu eftir negrana, sem þeir höfðu flutt inn frá Afríku til að þræla á plantekrunum. Það er líka talsvert annar andi ríkjandi á Barbados en á Tríni- dad. Þótt fyrrnefnda eyjan sé fátækari frá náttúrunnar hendi, þá búa menn þar við betri kjör og miklu jafnari. En þarna er mjög þröngbýlt; eyjan er aðeins rúmlega fjögur hundruð og þrjátíu fer- kílómetrar að stærð og íbúar um tvö hundruð og sextíu þúsund. Sjötíu af hundraði yfirborðsins er ræktað land. Auk landbúnaðar Framhald á bls. 37. 36. tbl. VTKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.