Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 21
xí'; ; liwiSi (Hf XK ' , , ' ', -í, f I : : : ' " Rasputin í hópi aðdá- enda sinna. Fjórða frá vinstri er dóttir hans, Maria Rasputin. Hún hefur skrifað bók um föður sinn, þar sem hún ver hann og fullyrðir, að sögurnar um svall hans og siðleysi hafi verið búnar til af óvin- um hans. Hún segir enn- fremur, að maður sem líktist honum mjög hafi verið fenginn til að hegða sér á hneykslan- legan hátt til að koma sögunum á kreik. Vladimir Purisjkevitsj, sem skaut fjórum skot- um að Rasputin, þegar hann flýði úr íbúð Jusu- povs. að hafa syndgað. Rasputin var að sjálfsögðu sá, sem veitti fyr- irgefninguna í nafni trúarinnar og þegar girnilegar konur áttu í hlut, var sú athöfn einkar ljúf- leg fyrir báða aðila. IIIÐ STINGANDI AUGNARÁÐ Það voru sérstaklega hefðar- frúrnar, sem féllu fyrir honum. Vald hans yfir þeim virðist hafa stafað af hinu stingandi augna- ráði hans. Hver einasti sem hef- ur skrifað endurminningar um hann, minnist á það. Skáldkonan N. A. Teffi segir í minningum sínum: „Hann var fremur hár vexti, æðaber og með sítt og glansandi skegg. Andlitið var magurt, nef- ið langt og mjótt og augun sting- andi undir úfnu hárinu. Ég held að hann hafi haft grá augu, en blik þeirra svo sterkt og kvikt, að ekki var gott að sjá lit þeirra.“ Rithöfundurinn og teiknarinn Jurij Anneskov segir í minning- um sínum: „Rasputin var aldrei snyrti- legur til fara. Nærskyrta hans var gjarnan óhrein, buxurnar velktar, en stígvélin hins vegar vel pússuð og gljáandi. Hár hans var feitt og klístrað og hann var oft óhreinn undir nöglunum. Augun voru hið eina, sem gátu skýrt dáleiðslukraft persónuleika hans og hversu auðvelt honum reyndist að ríkja yfir öðrum. Honura var vel kunnugt um þennan hæfileika sinn, enda beitti hann honum óspart með ótrúlega góðum árangri." Annenskov segir einnig frá ungri hefðarfrú, sem var við hirðina, en féll ekki fyrir Ras- putin. í samkvæmi einu sló hún hann utanundir í augsýn allra gestanna, þar sem hann hafði gerzt nærgöngull við hana á hinn dónalegasta hátt. Hneykslið var þaggað niður, en næsta dag missti stúlkan stöðu sína sem hirðmey. N. A. Teffi var einnig ein af þeim, sem áhrifamáttur hans hrein ekki á. Hún var eitt sinn borðdama hans í fínni veizlu. Um það kemst hún svo að orði í minningum sínum: „Rasputin drakk mikið og ört og allt í einu hallaði hann sér að mér og hvíslaði: „Hvers vegna drekkur þú ekki? Guð fyrirgefur þér það. Drekktu! Guð fyrirgef- ur þér svo margt.“ Hann bauð mér síðan heim til sín og endur- tók boðið aftur og aftur. Framhald á bls. 43. 36. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.