Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 47

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 47
Nú þegar haustar að, er gott að láta stálpuðu telpuna lmfa eitthvað fyrir stafni. Þessi handuvinna var töluvert í tízlcu fyrir mörgum árum, en ég hef ekki séð hana lengi undanfanð. Svona hnýting er mjög auðveld og úr þessu getur orðið skemmti- legasti hlutur. Fallegast er að hafa 'púðann einlitan og velja þá þann lit, sem fer vel við aðra liti í því herbergi, sem nota á púðann. Ung telpa getur gert marga svona púða fram til jóla og þannig haft jólagjafir handa öllum, sem hún þeklcir, jafnt körlum sem konum, því að ekki kemur sér verr fyrir pilt, að fá púða í herbergið sitt. Það er oft erfitt að finna heppileg viðfangs- efni fyrir halfvaxnar telpur, eitt- livað sem ekki er svo seinlegt, að þœr gefist upp á hálfgerðu verki, sömuleiðis eittlwað, sem kemur að góðum notum fyrir þœr sjálfar og aðra. Efni: Spónplata um GOx GO cm á stserð. Um 100 gr. af fjórþættu ullargarni. Reyn- ið að velja það snúðlint svo dúkarnir verði ávalir. Nagla 1 l/j“. —- Bak í púð- ann og fóður undir dúskana. Má það vera filt er að lit, fer vel við dúskana. Listadún lil þess að stoppa íneð. Strikið rúður á plötuna 3x8 cm og ákveðið stærð púðans. Agætt er að hafa um 5 cm auða frá brúnum plöt- unnar. Rekið naglana og ath. að þeir þoli þyngd garnsins er það herpist. Búið til lykkju, festið á naglann og strengið síðan eins og mynd sýnir 1 um. í einu langs og þvers æskilega þykkt eða þar til inest allt af garninu er búið. Takið afganginn af garn- inu og hnýtið um garnsam- skeytin, eða sterkan þráð, samlitan grunninum. Þegar allir hnútarnir haí'a verið hnýttir er um % af þráðunum klipptir milli hnúta og við það myndast dúskarn- ir (sjá mynd). Dragið síðan naglana burt með klaufhamri losið stykk- ið og látið yfir gufu svo dúsk- arnir mýkist og opnist betur. Takið nú filtstykkin og legg- ið annað yfir dúskana og hitt undir og saumið 3 hliðarnar og örlítið fyrir hornin á þeirri fjórðu. Fyllið púðann með lista- dún og saumið fyrir t hlið- ina í höndum. Ekki er nauðsynlegt að klippa dúska á stykkið held- ur hafa það mun þéttara eða hverja rúðu IV2— 2 cm. En þá verður að ath. að klippa ekki við hnútana á samskeyt- unum, heldur hnýta þá með nál og láta þráðinn liggja með garninu út að brún og ath, að hverjir strekki. Síðan er klippt, á lykkjurnar á jöðrun- um svo kögur myndist. Einnig má strengja garnið líka á ská og þéttist þá stykk- ið um helming. 36. tw. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.