Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 31

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 31
FRAMHALDSSAGAN 4. HLUTI - EFTIR JOHN BURKE En hann hafði svo sem alltaf | heyrt að giftar konur væru öðr- j um verri. Hann fann daufan ilm af beik- ! oni. Hann andaði að sér ilmin- j um. Hann gat svo sem ekki kvartað, lambslærið hafði verið gott og saðsamt. Hann litaðist um í risinu. Það var svolítið tómlegt þessa stund- ina, en það var hægt að breyta því á skammri stundu í allra vistlegasta heimkynni. Það þurfti ekki annað en ofurlítið imynd- unarafl. Hann teygði úr sér í rúminu með hendurnar undir höfði. Hér gæti hann legið að eilífu. Nokkrar bækur, mik:ð af mat og reglulegar heimsóknir fegurstu konunnar í heiminum, — já, það væri rétt við hans hæfi. Raunveruleikinn í gær hafði verið stórkostlegur. Draumar hans síðustu nótt höfðu verið enn stórkostlegri, ef til vill vegna lambslærisins. Dagdraumar hans nú voru íburðarmiklir. Honum flaug í hug að snúa aftur til verksmiðjunnar. Hann velti sér á hliðina og hætti að hugsa um það. Tíminn leið án þess að hann tæki beinlínis eftir því. Dyr opn- uðust niðri og hann heyrði Ro- bert mótmæla enn. — Nei, heyrðu nú. Þú veizt fullvel að ég verð að vera stund- vís, ef ég ætlast til þess að starfs- fólk mitt mæti líka á réttum tíma. Gerðu það samt! Harriet var andstyggilega lokkandi. — Elskan mín — veiztu hvað klukkan er? Nú hlutu þau að vera beint fyrir neðan stigann, og stiga- gangurinn magnaði raddir þeirra. — Nú verð ég að fara. Láttu þér nú líða vel í dag, ég skal hringja og láta þig vita hvenær ég kem. Síðan var útidyrunum skellt, eins og Robert væri beinlínis að bjarga sér á flótta út úr húsinu. Ambrose sveiflaði sér fram úr og gekk út að gaflglugganum, S3m var að hálfu hulinn undir vindskeiðunum. Með því að þrýsta andlitinu að gluggakarm- inum gat hann horft skáhallt niður á Jagúarinn, þegar hann rann mjúklega út úr bílskúrnum, niður að hliðunum. Þegar hann sveigði út á götuna, nam lög- reglubíll staðar við götuna hin- um megin og óeinkennisklædd- ur maður hallaði sér út og gaf Robert stöðvunarmerki. Ambrose yppti öxlum. Ef þeir ætluðu að reyna að láta Robert Blossom anda í poka á þessum tíma sólarhringsins, myndu þeir áreiðanlega verða fyrir von- br.’^ðum. Robert Blossom var á allun hátt bindindismaður; jafn- vel hans eigin kona hafði engin áhrif á hann og slíkur maður hlaut að vera templari allra templara. Ambrose gekk að lúgugatinu og opnaði það. Hann gægðist niður. Harriet var á ferli um ganginn niðri, en nokkra stund kom hún ekki í ljós. Svo kom hún upp stigann og stefndi í átt- ina að svefnherberginu. — Góðan daginn, frú Bloss- om, sagði Ambrose. Harriet gekk á dyrakarminn. — Þú. Ég hélt þú værir far- inn. — Ég svaf yfir mig, sagði Am- brose. Hann lá á einhverju með hægra hnéð, sem særði hann. Hann færði sig til og komst að raun um að hann hefði legið á nauðkroppuðum lærleggnum. Hann rétti beinið fram yfir lúgu- gatið og sleppti þvi. Þetta var gott kjöt. Harriet greip beinið ósjálfrátt með sneggri hreyfingu en hann hafði átt von á. — Þú áttir að fara með þetta heim og éta það þar. — Heima er hvar hjartað er. — Þú — þú hefur klifrað inn aftur. — Þvert á móti, sagði Am- brose. Ég fór aldrei. Þér er ekki treystandi. Þú ert einfaldlega.... Hún snöggþagnaði, þegar hún heyrði lykli stungið i aðaldyra- skrána. I æði gaf hún Ambrose bendingu um að loka lúgunni. Hann lokaði henni varlega, nema hvað hann lét það eftir sér að hafa ofurlitla rifu til að skima í gegnum. R bert kom þjótandi aftur inn í húsið. — Elskan — Harriet!? Harriet rétti úr sér og gekk aftur niður stigann með öllum þeim virðuleik, sem hún hafði yfir að ráða. Niðri greindi Am- brose tvær mannverur, aðra í regnfrakka með belti, en hina í löcreglubúningi. Robert hlaut að vera einhvers staðar í útjaðri sviðsins, því hann kynnti gest- inn og konu sína, áður en Harri- et var komin alla leið niður. Konan mín. Elskan, þetta er Dylan leynilögregluforingi. Sá óeinkennisklæddi rétti kurt- eislega fram höndina. Harriet ætlaði að taka í framrétta hönd hans og otaði að honum lær- leggnum. Hann tók við honum og leit á hann. - Mmm. Einhver á góðan og stóran hund. Ég ætlaði að fara að gera súpu, sagði Harriet og tók aftur við beininu. Komið þér sælir, herra Dylan. Komið þér sælar, frú Bloss- om. Dylan hafði háa, söngræna rödd og hefði vel getað sungið undir stjórn Roberts að kvöld- lagi. Óhó, hugsaði Ambrose drjúgur með sér, einn af þess- um. —- Herra Dylan langar að spyrja okkur nokkurra spurn- inga um unga manninn, þennan Tuttle, sagði Robert. — Tuttle? — Já, Tuttle, sagði Dylan mis- kunnarlaust með hárri röddu. — Um hvaða leyti fór hann héðan í gærdag? Hver? Ambrose Tuttle, sagði Dyl- an, — og gerið svo vel að svara hægt — aðstoðarmaðu’- minn hér kann ekki hraðritun. Ambrose Tuttle. bergmál- aði Harriet skiln'ngssÞó. Ambrose lokaði lúgunni al- gjörlega, lagðist á gólfið við Pliðina á henni og hlustaði. Ryk safnaðist í nasir honum, en hann ætlaði sér alls ekki að hnerra. Líf hans var meira virði en svo. Hann var ofsóttur konungssinni, glæstastur allra riddaranna og hinir miskunnarlausu rannsókn- ardómarar voru að pynda kon- una, sem hann elskaði, til sagna. En hún myndi reynast sterk og trú. Það væri illa komið fyrir hon- um ef svo reyndist ekki. - Ungi maðurinn sem ég sendi hingað til að gera við saumavélina, sagði Robert hægt og þolinmóður. Hann kom aldrei til verksmiðjunnar. Hann kom ekki heldur í morg- un, staðfesti Dylan. — Og þessi verkfæri eru verð- 30 VTKAN 156 tbl- mæt, sagði Robert. — Það er eins og ég segi, unga kynslóðin ber ekki minnsta skyn á eigna'r- rétt, ekki minnsta skyn. Hann kom aldrei hingað, sagði Harriet. — Þarna sjáið þér, sagði Ro- bert. — Hann strauk með verk- færin. — Klambrarinn, sagði Dylan. — Það er fyrirlitlegt. Skelfing er ég sammála yður, unga fólk- ið gerir sér enga grein fyrir verðmætum. Og hann kom ekki einu sinni hingað? Nú, nú, það er ákaflega dularfullt mál og óráðin gáta. — Hvað eruð þér að tala um? — Ah, sagði Dylan, — ah! Honum gazt ekki að þessum gleiðgosahætti. — Klukkan tvö í gærdag, hélt hann áfram, — sté ungur maður, sem svarar til lýsingar á Tuttle — með verk- færatösku, ef yður væri sama — af rauðu mótorhjóli og spurði nýlenduvörukaupmanninn á horninu hvar þér ættuð heima. Það er nefnilega ekkert númer á húsinu. Hann flissaði. — Hugsa sér að ég skuli segja ykkur það! Og það eru ekki nema þrjátíu metrar frá verzluninni og hing- að, en — þér segið að hann hafi aldrei komið hingað. — Það er rétt, sagði Harriet. Ambrose brosti ánægjulega með sjálfum sér. — Já, sterk ætlaði hún að reynast. Dásam- leg kona. Frábær ástmær. Og ástmær, sagði hann við sjálfan sig, var fyllilega virðuleg nafn- Hin gullna rödd hans heittelskuðu kvað við undir lúgugatinu. Hvílík ununaðheyra þessa rödd eftir að hafa hlytt á rödd lögreglumannsins. gift nú til dags. Hann lét fara ögn betur um sig og beið eftir að þessir andstyggilegu rann- sóknardómarar héldu áfram sinni fúlu yfirheyrslu. Dylan smellti með fingrunum. Ambrose heyrði þennan glögga smell og gerði hvorttveggja í senn að öfunda og hata mann- inn. Hann gat sjálfur ekki búið til nema ofurlítinn þyt og einu sinni hafði hann rifið sig illa með þumalfingursnöglinni. — Stórkostlegt! tónaði Dylan. — Ef til vill hefur hann bankað hér, en þér ekki heyrt til hans. — Ég hlyti að hafa heyrt til hans. — Þú sagðist hafa sofnað, elskan, sagði Robert. — Ég? — Já. Þegar ég kom heim í gærkvöldi varstu úti að ná mér í mat og það var orðið fram- orðið og —. — Það var eftir. . . . — Eftir hverju, frú Blossom? spurði Dylan kvikindislega. — Eftir fjögur. — Óhó, sagði Dylan. — Ég hata allt dularfullt. Ég á við að hafi hann ætlað að stir ga af með áhöldin, hversvegna lagði hann þá lykkju á leið sína til að spyrja kaupmanninn hvar þér ættuð heima? — Þegar þér náið honum, sagði Harriet, — getið þér spurt hann að því, herra Dylan. — Ég skal gera það. Það mun ég gera, hafið ekki áhyggjur af því. Ég geri ekki annað en hugsa um hann, hann kom nefnilega eklri aftur til herbergis síns. Ég fór þangað og gætti að þvi. — Eruð þér búinn að því? — Löngu búinn, sagði Dylan með réttlætanlegu stolti þess, sem er önnum kafinn við að sópa göturnar meðan aðrir liggja aftur á bak og gapa upp í loftið. — Já, þið ættuð að sjá her- bergið hans, það ættuð þið að gera. Allar „sjálfsnáms" bækurn- ar og tómu kornflex pakkana. Hvernig fólk getur lifað! — Andskotans svín er þetta, hugsaði Ambrose með sjálfum sér. Illgjarnt og fyrirlitlegt svin. — Já, sagði Dylan. Ég hef augastað á þessum. En ætli þetta verði ekki að duga að sinni. Röddin dofnaði, þegar hann gekk í burtu, Ambrose gat sér þess til að þau væru öll á leið til setustofunnar. Hann heyrði óljóst að Dylan sagði: — Svo, frú Blossom, úr því að hann hefur aldrei komið hingað er saumavélin yðar enn biluð, er það ekki? Svo heyrðist fjarlægt og mjúkt suð úr vélinni, þegar Dylan kom við fótafjölina. — Ég — mér tókst að laga hana sjálf, sagði Harriet. — Skrýtið. — Konan mín er dugleg, herra Dylan, sagði Robert. Ambrose hleypti í brýrnar. Trúnaður Harriet var eitt. Trúnaður Ro- berts var annað. Hann gat vel komizt af án Roberts. — Konur eru alltaf að verða svo snjallar og duglegar. Jæja, verið þér sælar, frú Blossom. — Verið þér sælir, foringi. — Bless, elskan, sagði Robert. Bless, elskan. Aftur lokuðust aðaldyrnar. Aftur fór Ambrose að risglugg- anum. Hann horfði á Robert og lögreglumennina tvo ganga nið- ur að hliðinu, sér til skelfingar og ama sá hann einnig glampa á rautt fyrir neðan sig, bak við runna. Það var mótorhjólið hans. Það þurfti ekki annað til en að einhver þeirra gengi ofurlítið til hliðar og skyggndist upp með húsinu. Með mestu varfærni opnaði Ambrose gluggann, það marraði í hjörunum, hann stirðnaði upp. — Við finnum hann, herra Blossom. Há rödd Dylans barst upp að glugganum. — Við finn- um hann — og verkfærin yðar. Þessum náungum verður alltaf eitthvað á í messunni. Það er furðulegt, hvað getur orðið þeim að falli. Smáatriði. Járnbrautar- farmiði, lokkur úr hári, ýmis- legt þess háttar. Það verður eitt- hvað til að koma okkur á spor- ið. Ég er góður að rekja spor. Þeir skildust. Robert sté inn í Jagúarinn sinn og lagði af stað niður eftir götunni. Dylan og lögreglumaðurinn gengu að lög- reglubílnum. Það var ekkert þreklegt og áhrifamikið við þennan Dylan, einmitt þvert á móti; hann var einn af þessum skuggalegu, hálu og leiðinlegu lögreglumönnum. Hann myndi hafa mikla sadistiska ánægju af því að sjá Ambrose dreginn um göturnar í skítakerru, þegar þar að kæmi. Skítakerra — heyrði hún annars ekki til horfnum tímum undir slíkum kringum- stæðum? En hvernig sem það nú var, myndi Dylan finna ein- hverja leið til að draga hann á einhverju eitthvað. Hin gullna rödd hans heitt- elskuðu kvað við undir lúgugat- inu. Hvílík unun að heyra þessa rödd eftir að hafa hlýtt á rödd lögreglumannsins. En það varð að viðurkennast að nú sem stóð var hún hreint ekki vingjarnleg. —- Jæja, þú þarna uppi! Ut! Ambrose fikraði sig hægt að lofthleranum. Hann leit á hler- ann, fullur ásökunar. — Ambrose, heyrirðu til mín? Hann beið. Eftir fáein andar- tök heyrði hann skúffurnar í kommóðunni dregnar út. Stutt þögn og svo tók lofthlerinn að lyftast. Harriet ýtti á hann að neðan. Ambrose beið. Hann hreyfði sig ekki, þar til hún hafði höfuð og axli’’ í gegnum gatið. Að þessu sinni hafði hann rétta tímasetn- ingu. Það var enginn vafi á því. Hin ljósa greifafrú var að klifra upp veggi hallarinnar, hékk nær dauða en lífi yfir botnlausu ginn- ungagapi. Menn kardínálans komu þjótandi eftir virkisveggj- unum og það glampaði á sverðs- eggjarnar í sólinni. Aðeins einn maður gat nú bjargað henni. Að- eins einn gat barizt við alla sverðfimustu menn Frakklands og haft sigur. D‘Artagnan! Hann bar af sér lag með yfir- náttúrlegri lagni og kastaði þeim fyrsta frá sér, síðan öðrum og þeim þriðja út fyrir virkismúr- ana — gaf þeim fjórða olnboga- skot, svo hann hrundi útyfir. Svo slöngvaði hann sterkum handleggjum sínum utan um ást- ina einu og lyfti henni nær því í öngviti upp í öryggið í efsta turni kastalans. — Greifafrúin mín! — Mmm, sagði greifafrúin. Og fimm mínútum seinna sagði Harriet græðgislega og ánægju- lega. Mmmmmmmmmm! Sólarbirtan jókst meðan geisl- arnir fikruðu sig í kringum hús- ið. Þeir komust fyrir hornið og náðu að lokum inn í gegnum risgluggann og beint í aug- un á Ambrose, svo hann varð að leggjast á hliðina. Harriet kyssti öxlina á honum. Greifafrúin kyssti hina öxlina. D‘Artagnan sagði: Já það var eitt — .... Já, sykurmolinn minn? Hesturinn minn, sagði D‘ Artagnan. Hann er bundinn þar sem. ... Ég meina, sagði Ambrose, — að mótorhjólið mitt liggur enn upp við húsið. Það gæti einhver tekið eftir því. Þú verður að fjarlægja það. Þegar þú ferð. Þegar þú hverfur út úr lífi mínu, sagði greifafrúin. Og Harriet sagði: — Það er eins gott að þú hypjir þig strax. — Meinarðu það? — Já, ég meina það. Hálftíma seinna fór Harriet niður í bílskúrinn og náði í væna kaðalhönk. Hún fór með hana upp í risið til Ambrose og hann lét annan endann síga út um gluggann. Hún batt hann ræki- lega utan um mótorhjólið og saman drógu þau það upp eftir húsgaflinum og inn í gegnum risgluggann. 5. i Hávaðinn í höfðinu á Robert fór síhækkandi. í fyrstu vísaði hann þessu frá sér sem tímabundinni skynvillu. Um veturinn hafði hann haft að- kenningu að kvefi og annarri slæmsku í öndunarfærum og eyrnagöngum og þá hætti hon- um til að heyra allskonar suðu og söng, sem kom sér ákaflega illa, þegar hann var að stjórna hljómsveitunum. Það var ekki vetur núna, en hann gat hafa andað ofan í sig einhverri flyksu í verksmiðj unni eða orðið sér úti um kvef einhversstaðar. En smám saman varð honrnn ljóst, að þessi hljóð voru af allt öðru sauðahúsi. Aldrei fyrr hafði kvef komið honum til að finn- ast hann heyra eitthvað detta á nóttimni og reyndar líka á kvöldin. Framhald í næsta blaði. 86. tbi. VTKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.