Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 32

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 32
Reykurinn fer ca. 22,5 sm. í gegnum kælikerfi RONSON pípunnar og kemur kældur og þurr út. Það eru fleiri en ein pípa í sömu pípunni, 10 mismun- andi kóngar og tvenns konar munnstykki fyrirliggjandi. Það er hægt að velja á milli. EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. HVERFISGÖTU 89, REYKJAVÍK. “H Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Það getur verið erfitt fyrir þig að fá nauðsynlegt liðsinni málum þínum til framgangs, en haltu þér vel við efnið. Hafðu sem fæst orð um persónu- legar áætlanir þínar. & Vogarmerkið (24. september — 23. október): Ánœgjulegar fráttir langt að koma þér til að breyta áætlununi þínum. Þu nærð samkomulagi um gam- alt dcilumál við ættingjana. Mundu að ailir eru ekki cins áreiðanlegir og skarpskyggnir og þú. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þér opnast nýjar leiðir til að leysa aðkallandi vanda- mál. Hafðu stjórn á tilfinningunum, láttu samstarfs- menn þína ekki vita um persónuleg málefni þín. Notfærðu þér þær hvíldarstundir sem bjóðast. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Einbsittu þér að öryggi þínu og þinna. Hafðu trygg- ingar og alla samninga í fyllsta lagi. Taktu ferða- áætlunina til endurskoðunar. Legðu ekki of hart að þér. * A. II Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Ekki búast við of miklu, þá verðurðu ekki fyrir vonbiigðum. Ættingi þinn þarfnast skjótrar hjálp- ar þinnar, en líklega verðurðu of seinn. Vertu vel á verði gagnvart nýjum kunningjum. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Vertu aðgætin og smekkvís í samræðum. Þótt þú þurfir að hefna þín á einhverjum, gerðu það þá ekki í viðurvist annarra. Rangar upplýsingar tefja fyrir þér. Þú sérð skemmtilega kvikmynd. % Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú ert vel upplagður og reynist auðvelt að umgang- ast fólk af öllu tagi. Ekki er ólíklegt að þú verðir að fást við viðskiptamál sem tefur nokkuð Xyrir þér. Þú ferð á fjölmenna samkomu. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Það verður gengið nokkuð hart að þér vegna vitn- eskju sem þú lumar á. Samband þitt við fjölskyld- una vírðist traust og érekstralaust. Þú festir kaup á hlut í félagi með öðrum. Heillatala fjórir. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Góð tækifæri til að koma óhugamálunum vel áleið- is. Fjölskylda þín fær fréttir sem dregur mjög úr bjartsýninni. Þú verður viðstaddur skemmtiiega samkomu. Líkur eru á löngu ferðalagi. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú virðist eiga þess kost að koma áhugamálum þín- um á öruggan grundvöll. Aðgættu hvort þú þekkir ekki einhvern sem getur haft gagn af einhverjum hlutum sem þú hefur lagt til hliðar. AAeyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú kemst að langþráðu leyndarmáli. Ávani sem þú hefur tamið þér hindrar framgang þinn, leggðu að þér að losna við hann, teldu þér ekki trú um að þú viljir það ekki. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú hugsar mikið um mál er skipta atvinnu þína og afkomu almennt. Þú tekur á þig aukavinnu til greiðslu upp í gamla skuld. Ekki er ráðlegt að ieggja upp í löng ferðalög að sinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.