Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 45
Bæklingurinn um hleðslu húsa, sem vér feng- um Jón Kristinsson arkitekt til þess að semja fyrir húsbyggjendur inniheldur m.a. upplýs- ingar um hleðslu húsa, frágang á veggjum, niðurstöður frost-þíðu prófana, varmaeinangr- unar viðnám veggja, gufuflæðiviðnám veggja og ýmsar aðrar tæknilegar upplýsingar. * Húsbyggjendur og aðrir áhugamenn geta feng- ið bæklinginn ókeypis á skrifstofu vorri Hring- braut 121. * Kynníð yður hina nýju byggingaraðferð með tvöföldum hlöðnum veggjum með einangrun og loftræstingu á milli veggþilanna. * Mótsteinn og móthella er upplagt byggingar- efni til allra veggja fyrir þá er byggja vilja ódýr lághýsi og háhýsi. * Sparið yður mótatimbur, Styttið byggingar- tíma. Sparið yður allan uppslátt nema fyrir hleðsluleiðara. Sparið yður múrhúðun að ut- an og innan. Fyrir þá sem hlaða vilja bílskúra næsta vor munum vér vera með á boðstólum staðlaða strengjasteypubita yfir bílskúrsdyr. * Um miðjan apríl næsta vor geta húsbyggjend- ur vaiið úr fullunnum teikningum og verklýs- ingum eftir ýmsa arkitekta og verkfræðinga, sem þér fáið fyrir minna en hálfvirði við kaup á Mótstein og Móthellum frá fyrirtæki voru. * Byggið ódýrt, byggið fljótt, byggið vandað. * Kaupið þar sem úrvaliö er mest og kjörin bezt. Jón Loltsson h.f. Hringbraut 121 Reykjavík sími 10600 Glerárgata 26 Akureyri sími 21344. svalllífi, spillingu og siðleysi meðal yfirstéttarfólksins. Sá orð- rómur var jafnvel kominn á kreik, að keisarinn sjálfur væri viðriðinn hin illræmda sértrúar- flokk, sem Rasputin hélt stöðugt sambandi við. Og dónalegar teikningar af keisaradrottning- unni og „þjóni drottins" prýddu veggi salerna hvarvetna í Rúss- landi. MORÐ SKIPULAGT Nokkrir úr hópi aðalsmanna gerðu sér ljóst, að Rasputin yrði að yrðja úr vegi. Fremstur í flokki samsærismannanna var Felix Jusupov, sem var af göf- ugustu aðalsætt Rússlands og væntanlegur erfingi mestu auð- æfa landsins. Hann var kvæntur frænku keisarans, Irina. Hann kom sér í náin kynni við Rasput- in og tókst að vinna trúnað hans. 29. desember 1916 var allt klapp- að og klárt. Rasputin var boðið í eina af íbúðum Jusupovs. Hon- um hafði verið lofað að fá að hitta eiginkonu hans, sem raun- ar var stödd á Krímskaganum. Borið var fram te og kex og madeira. Bæði kexið og vínið var eitrað með blásýru. Einn biti af kexinu átt að nægja til að drepa mann á örfáum mínútum. Aðrir, sem tóku þátt í þessu samsæri, voru Vladimir Purisjkevitsj, sem átti sæti í fulltrúaþinginu. Hann var frægastur fyrir alls konar hneyksli, sem hann olli. Sagt er, að eitt sinn hafi hann gengið inn í þingsalinn með rauða nelliku í hnappagati á buxnaklaufinni! Ennfremur dr. Lazovert, sem út- vegaði blásýruna, Suskothin liðs- foringi, Dimitrij Pavlovitsj stór- hertogi, frændi keisarans og fleiri. Jusupov og Rasputin gengu inn í íbúðina og Jusupov segir svo frá: „Fyrst afþakkaði hann. En síðan fékk hann sér eina og síðan aðra til. Ég horfði óttasleg- inn á hann. Áhrifa eitursins átti að. gæta strax, en mér til mikill- ar undrunar hélt Rasputin áfram að tala eins og ekkert hefði í skorizt. Þá stakk ég upp á, að hann fengi sér glas af víni, sem einnig var eitrað. Aftur afþakk- aði hann. Tíminn leið og ég varð stöðugt taugaóstyrkari. Loksins fékkst hann til að drekka hið eitraða vín. En engin breyting var sjáanleg á andliti hans þrátt fyrir það. Öðru hverju strauk hann um hálsinn á sér, eins og hann ætti erfitt með að kyngja. Ég spurði hvort nokkuð væri að honum, en hann svaraði: „Nei. Það er bara einhver slæmska í hálsinum." Síðan bað Rasputin Jusupov að syngja eitthvað skemmtilegt. söng hvert lagið á fætur öðru. Allan tímann var fórnarlambið sprelilifandi og söng með við og við. Að tveimur tímum liðnum þoldi Jusupov ekki lengur við. Hann gekk upp á loft til hinna samsærismannanna. „Þeir komu á móti mér allir með byssur í höndunum, spurningunum rigndi yfir mig. „Hvað er á seyði? Er hann loksins dauður?“ „Nei,“ svaraði ég. „Eitrið hefur ekki virkað enn.“ RASPUTIN RÍS UPP FRÁ DAUÐUM Jusupov fékk þvínæst léða byssu Dmitris stórfursta, gekk aftur niður og skaut Rasputin í brjóstið. Hinir komu hlaupandi niður og læknirinn úrskurðaði, að hann væri dauður. Þeir settu líkið niður í kjallara og fóru síðan upp. Jusupov segir: „Á meðan við vorum að ræða sam- an, varð ég skyndilega gripinn einkennilegum óróleika. Ósjálf- rátt og án þess að eiga neitt er- indi gekk ég niður í kjallarann, þar sem líkið var. Rasputin lá þar, sem við höfðum skilið við hann. Ég þreifaði á slagæðinni. Hún var hætt að slá. Það var enginn vafi á því, að hann var dauður. Þegar ég hafði beðið andartak, sá ég að vinstra auga Rasputins tók að titra. Ég beygði mig yfir hann og horfði athugull á hann. Allt í einu opnaðist vinstra augað. Þá tók hægra augað að titra og opnaðist líka! Stingandi augu Rasputins horfðu á mig og lýstu djöfullegu hatri. Ég stirðnaði upp af hræðslu og stóð sem nelgdur við gólfið. Ég ætlaði að leggja á flótta og hrópa á hjálp, en gat hvorki hreyft legg né lið, né komið upp einu einasta orði. Eins og örskot spratt Rasputin froðufellandi á fætur. Það var skelfileg sjón. Ég heyrði brjálæðislegt öskur og í sama bili kastaði hann sér yfir mig. Fingur hans þreifuðu eftir kverkum mínum og grófust eins og klær inn í axlir mínar. Það var eins og augun ætluðu út úr honum, og blóð rann úr munn- inum. Rasputin endurtók nafn mitt aftur og aftur lágri og hásri röddu. Ótta mínum og skelfingu verður ekki með orðum lýst. Ég reyndi árangurslaust að losa mig úr greipum hans. Þetta var bar- átta upp á líf og dauða. Maður- inn, sem hafði verið skotinn í brjóstið og byrlað inn eitur, var risinn upp frá dauðum, sjálfsagt með hjálp illra anda. Mér fannst eins og sjálfur satan hefði ráð- izt á mig ...“ TvASTAÐ 1 FLJÓT Jusupov hrópaði á hjálp, en á meðan tókst Rasputin að flýja út um leynidyr. Purisjkevitsj skaut fjórum skotum á hann. Rasputin riðaði og féll loks í snjóinn. En ekki var öllu lokið þrátt fyrir þetta. Rasputin var kastað í fljótið. Þegar hann fannst þremur dögum síðar, voru lungu sa. tbi VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.