Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 5
navískt land, að við föi-um með sekk af peningum á bakinu þegar við kaupum pylsu eða ískrem. Að Ing- ólfur Arnarson og Leifur hafi fyrst fundið ísland en ekki neinn Naddoður. - Margt fleira mætti nefna sem ekki er pláss fyrir og ég hef ekki taugar til þess heldur, hef þegar brotið tvo penna í kastinu. Hvað segirðu svo um þetta? Ég vona að þú svarir þessu fyrir mig annaðhvort í Vikunni eða bréflega. Svo að endingu: Hvað kostar Vikan yfir árið og útsend til mín? Svo hef ég áhuga fyrir pennavinum, helzt mörgum og þá auðvitað dömum á öllum aldri. Ég heiti Magnús Jónsson, M/T Bolyana Einar Rasmussen Rederi Kristiansand, Norge. PS: É'g er tuttugu og fjögurra ára, hundrað átta- tíu og sjö sentimetra hár, dökkhærður og með blá- græn augu. Sú röksemd þessara Norðmanna að livorki ís- lendingar né hestar þeirra séu innfæddir er auðvitað hæpin. Að vísu komu for- feður manna þeirra og hesta, er nú byggja ísland, bæði frá Noregi og Bret- landseyjum, en ellefu alda vist í landinu ætti að hafa brætt fénað sem fólk sam- an í heilsteyptan stofn með vissum séreinkennum. Og þótt Norðmenn hafi búið í landi sínu miklu lengur en við, var langt frá því að forfeður þeirra væru af einum og sama uppruna og hestar þeirra áreiðanlcga ekki heldur. Og þótt norsk- ir hestar séu meðal for- feðra íslenzka hestsins, nær auðvitað ekki neinni átt að kalla hann norskan. Landfræðilega séð mun heitið Skandinavía aðeins ná yfir Noreg og Svíþjóð, svo aö nokkur flugufótur er fyrir þeirri fullyrðingu norsaranna þinna að ísland sé ekki skandinavískt land. En þegar talað er um skandinavískar þjóðir, þá er yfirleitt átt við Dani, íslendinga og Færeyinga auk Svía og Norðmanna. Útsend til þín myndi Vikan kosta seytján hundr- uð krónur árgangurinn, áskriftargjald og burðar- gjald með skipi, greitt fyr- irfram. Óskum þínum um pennavini er hér með kom- ið á framfæri. ANNAR RITHANDAR- SÉRFRÆÐINGUP. Reykjavík, 23/8 1968. Vinsamlegast vil ég benda Póstinum á, að frú Maria Bergmann, Tómasar- haga 17, Reykjavík, er einnig tekin til starfa sem rithandarsérfræðingur. —- Hún er nýkomin heim frá Chicago, frá heim'smóti rit- handarsérfræðinga, sem haldið er þar í júlí hvert ár. Virðingarfyllst, Unnur Þorsteinsdóttir. LÍTILL SÓLARGEISLI Reykjavík, 17. ágúst ‘68. Póstur minn! Ég er ein af þeim ein- földu sálum, sem sá mynd- ina „Sound of Music“ og las bæði kvikmyndagagn- rýni Vísis og skoðanir þín- ar á myndinni. Það sem mig langar til að vita er það, hvað kemur skynsöm- um mönnum eins og ykkur til að kalla myndina ófögn- uð. Að mínum dómi og margra annarra var mynd- in falleg, bæði landslag og litir, og það eitt þykir mér nægja til að gefa myndinni þónokkuð gildi. Atburða- rásin var rómantísk (senni- lega það sem fór svona í taugarnar hjá ykur hátt- virtum), söngvarnir voru skemmtilegir og hafa margir orðið mjög vinsæl- ir. Þessi mynd er ein af þeim fáu myndum sem velcja upp það góða í manni, þar kemur margt til, litir, landslag, efni og fleira. Svona myndir eru eins og lítill sólargeisli, sem við þessar einföldu sálir viljum eiga í friði. Ung kona. tíLFTEPPI ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA WILTON OG AXMISTER GÖLFTEPPA- DREGLA. BREEDDIR: 70 cm. 90 cm. 274 cm. 366 cm. OG 457 cm. ÖNNUMST ÁSETNINGU. FILT FYRIR- LIGGJANDI. Greiðsluskilmálar FYRIRLIGGJANDI GÖLFTEPPI OG MOTTUR. STÆRÐIR: 70 X 130 cm, 70 X 140 cm, 70 X 340 cm, 81 X 160 cm. 91 X 173 cm, 114 X 183 cm, 137 X 198 cm, 180 X 230 cm, 180 X 275 cm, 230 X 275 cm, 275 X 275 cm, 275 X 320 cm, 275 X 365cm, 200 X 300 cm, 250 X 350 cm, FriOrik Bertelsen LAUFÁSVEGI 12 - SÍMI 3662.0 36. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.