Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 39
— íbúar eyjanna eru mestan-
part blökkumenn, skilst manni?
Á sumum þeirra, en hvergi
nærri öllum. Næsti viðkomustað-
ur okkar var Frakkavirki, eða
Fort-de-France, á eynni Martin-
ik, sem tilheyrir Frakklandi. Þar
eru íbúarnir, sem eru um þrjú
hundruð þúsund talsins, flestir
hvítir og af frönskum ættum.
Þessi eyja er allmiklu stærri en
Barbados en þó miklu minni en
Trínidad, flatarmál rúmlega ell-
efu hundruð ferkílómetrar.
— Jósefína drottning Napóle-
ons mun hafa verið úr þeirri
sveit.
— Já, hún átti þarna heima
til seytján ára aldurs. Eyjar-
skeggjar hafa hana líka í mikl-
um hávegum, hafa reist henni
minnismerki og gert henni margt
fleira til sóma. Á Martinik eru
há fjöll, upp í fimmtán hundruð
og fimmtíu metra, og á milli
þeirra djúpir dalir. Einn dalur-
inn er vaxinn frumskógi og þar
rignir stöðugt, styttir aldrei al-
veg upp. Trén eru þarna geysi-
há, þetta sjötíu til áttatíu metra.
— Þarna er eldfjallið Mt.
Pelée, sem eitt sinn sprakk í loft
upp og gereyddi nærliggjandi
borg.
— Já, sem frægt er orðið. Af
fjörutíu og fimm þúsund borg-
arbúum slapp aðeins einn lifandi,
tukthúslimur sem lokaður var
niðri í kjallara. Borgin, St. Pi-
erre, er nú farin að byggjast á
ný, íbúar orðnir þrjátíu þúsund.
Og þó kvað eldfjallið ekki út-
brunnið enn, svo að aldrei er að
vita nema það endurtaki fyrri
leik.
Ekki verður annað sagt en
Martinikbúar hafi fengið að
smakka á alvöru lífsins, því að
á þessari öld hafa hver ósköpin
af öðrum dunið yfir þá, eldgos,
fellibyljir, jarðskjálftar, blóðsút-
hellingar, drepsóttir og stórbrun-
ar. En ekki er sjáanlegt að allt
þetta hafi gert þá þunglynda og
leiða á lífinu. Fátækt virðist
þarna talsverð, en fólk samt
glaðvært en þó að sjá rósamt,
slær ekki jafnmikið um sig og
Frakkar heimalandsins. Kven-
fólkið er sagt léttlynt og hisp-
urslaust. Þær ganga margar með
skýlur og hnýta þær á sig þann-
ig að mismörg horn standa út.
Leiðsögumaður okkar sagði að
ef hornið væri aðeins eitt, þá
táknaði það að konan væri al-
gerlega laus og liðug, væru horn-
in tvö, meinti það að stúlkan
væri að vísu trúlofuð, en tæki
það ekki of hátíðlega, þrjú horn
tákna hjónaband og það meira
að segja hamingjusamt, fjögur
hjónaband að vísu, en jafnframt
að konan hafi ekki á móti nokk-
urri tilbreytingu.
Á Martinik er eðlilega fransk-
ur svipur á flestu, og Parísar-
verzlanir hafa margar útibú í
höfuðborginni.
— Heimsóttuð þið fleiri
franskar eyjar?
— Við fórum næst til Guade-
loupe, sem er nokkru norðan og
aðeins stærri, íbúar eitthvað
þrjú hundruð og tuttugu þúsund.
Kringum hana er kögur af smá-
eyjum og hólmum og sjálf er
hún í raun réttri tvær eyjar,
mjótt síki á milli þeirra. Þarna
er mikið af ám, sem eru furðu
vatnsmiklar miðað við stærð
eyjarinnar, mér var sagt að þær
væru ekki færri en sjötíu. Ég sá
enga sem var minni en Elliða-
árnar í vænum vexti. Hiti er
ekki eins mikill á Guadeloupe
og víða annars staðar þarna; er
það þakkað pálmatrjánum, sem
þarna vaxa þétt og kasta skugg-
um, og líka fossum, sem eru fjöl-
margir í ánum.
Á Guadeloupe lenti ég í mestu
regnskúr, sem ég hef til þessa
séð. Þetta stóð aðeins í fjóra og
hálfa mínútu, en á þeim helltist
vatnið bókstaflega úr loftinu.
Gatan varð eins og fljót, en hún
var furðu fljót að þorna þegar
stytti upp. Jarðvegurinn þarna
er sagður sérstaklega frjósamur,
gosaska og kórall blandað í rétt-
um hlutföllum. Þarna er margt
framleitt, sykur, maís, kaffi, vín,
einkum romm. En atvinnuleysi er
talsvert á eynni, enda er þar
landþröngt og lítill iðnaður.
Margt er þarna gamaldags og
fátæklegt, til dæmis eru segl-
skútur enn notaðar til flutninga
og mörg hús illa byggð.
Guadeloupe er frönsk eins og
Martinik og íbúar flestir fransk-
kynjaðir, svipaðir þeim á Mart-
inik, nema hvað mér virtust þeir
hávaðasamari og galsafengnari.
Til dæmis um léttlyndi þeirra
má drepa á atburð, sem ég var
aðili að. Fólksbíll, sem ég var í
ósamt þremur öðrum farþegum
af skipinu, varð fyrir því að
vörubíll ók aftan á hann og eyði-
iagði hann eða því sem næst.
Sem betur fór sluppum við öll
ómeidd, og vörubílstjórinn gaf
bílstjóra okkar þt' skýringu, að
hann hefði gleym; sér við að
horfa á stuttklæh kvenfólk á
gangstéttinni. Þettt þótti okkar
bílstjóra svo sniðu'gt, að hann
skellihló og með honum allir
þeir er safnazt höfði til að horfa
á niðurstöður slyssir. 3. Þessu var
sem sagt öllu tekið létt, og þó
sagðist okkar bílstjóri hafa orð-
ið fyrir stórtjóni, því að trygg-
ingar munu þarna takmarkaðar.
í Frakklandi og Íúalíu hefðu
menn slegizt af slík’ ti iefni.
Stuttpilsamóðurinn er vita-
skuld kominn þarna á eyjarnar.
— Já, og þar að auki kvað
þarna lítið um nærföt. Við kven-
fólkið á Guadeloupe er það ann-
ars athyglisvert, hve skrautlegt
það er og frumlegt í klæðaburði.
Þær halda mikið upp á sterka
liti og má segja að hver hafi sína
eigin persónulegu tízku.
Frá Guadeloupe var haldið til
Jómfrúareyja.
— Fólkið þar var áður eins
konar bræðraþjóð okkar, til-
heyrði ásamt okkur nýlenduríki
Dana. En hvaðan mundi nafnið
vera runnið?
Eyjarnar voru víst tvisvar
skirðar eftir jómfrú. I fyrra
skiptið gerði Kólumbus það, og
hafði þá í huga hinar ellefu
hundi-uð meyjar heilagrar Úrs-
úlu. Síðar kom þarna Francis
Drake og nefndi eyjarnar eftir
sinni jómfrú, Elísabetu fyrstu.
Þannig eru örnefnin þarna, alls
staðar þar sem Spánverjar hafa
komið nærri, allt nefnt eftir ein-
hvers konar heilagleika. Þessi
nöfn eru oft hl'ómmikil og fal-
leg, en nokkuð brá mér kyntera
við að heyra heiti eins og Heil-
agsandabanki og Helgrarjómfrú-
arstræti. I síðarncfnda tilfellinu
var um að ræða götu, sem al-
þekkt var fyrir þess konar lifn-
að sem sízt hefur verið orðaður
við heilagleika.
Jómfrúareyjar eru fjölmargar,
ef allt er talið, en þrjúr þær
stærstu áttu Danir langa hríð
þangað til í fyrri heimsstyrjöld ,
er þeir seldu þær Bandaríkja-
mönnum og eiga þeir þær enn,
en Bretar hinar. Eina þessara
eyja tóku Danir upprunalega
með ofríki, keyptu aðra en fengu
þá þriðju fyrir lítið, enda var
hún óbyggð og er það mikið til
enn. Eyjarnar heita auðvitað all-
ar eftir heilögum mönnum og
táknum, Heilagur Tómas (St
Thomas), Heilagur Kross (St.
Croix) og Heilagur Jón (St
John). Við litum fyrst við á
Heilögum Krossi, sem er lang-
stærst eyjanna, fjörutíu og fimm
kílómetra á lengd og átján á
breidd. Þar varð maður gripinn
þeirri tilfinningu að vera kom-
inn nokkra áratugi aftur í tím-
ann, því að þarna hafa víst alls
engar framfarir orðið síðan í tíð
Dana, fólkinu fækkað og öllu
hnignað. Það er eins og staður-
inn hafi dagað uppi. Áður var
hér blómleg byggð og mikill út-
flutningur á sykri og fleiri bú-
vörum, en nú eru margir akrar
ósánir. Það hvílir einhver deyfð
yfir öllu þarna, enda sagði leið-
sögumaðurinn við komuna til
eyjarinnar að nú færum við úr
heimi neonljósanna inn i veröld
kertaljósanna.
— íbúarnir?
— Þeir eru flestir af dönskum
ættum og eitthvað fjórtán þús-
und talsins. Danska er þarna
ennþá töluð og dönsk nöfn á göt-
36. tbl. vjkan ÍÍD