Vikan


Vikan - 12.09.1968, Síða 2

Vikan - 12.09.1968, Síða 2
V E RÐTRYGGO Li FTRYGG I N G Tryggingafræðingur Andvöku hefur útbúið nýja verðtryggða líftryggingu, sem er algjör nýjung hér á landi. Gamla líftryggingaformið, sparilíftryggingin, sem flestir kannast við, kemur nú, því miður, ekki að tilætluðum notum. Þessi nýja trygging,, sem er hrein áhættulíftrygging, er sérstaklega sniðin fyrir lönd, þar sem ör verðbólga hefur komið í veg fyrir eðlilega starfsemi líftrygginga, eins og t.d. her á landi. í tryggingunni hækkar tryggingarupphæðin og iðgjaldið árlega samkv. vfsitölu framfærslukostnaðar. Dæmi: Hefði Sigurður Sigurðsson, sem var þrítugur 1962, líftryggt sig fyrir kr. 222.000.00 og greitt þá kr. 1.000.00 í iðgjald, væri hann tryggður í dag fyrir kr. 317.000.00 og greiddi kr. 1553.00 í iðgjald. Vér hvetjum alla fjölskyldumenn, sem hafa velferð fjölskyldu sinnar í huga, að hafa samband við Aðal- skrifstofuna Ármúla 3 eða umboðsmenn vora og fá nánari upplýsingar um þessa nýju líftryggingu. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500 LÍFTRYGGINGÍAFÉLAGIÐ ANDYAKA Það er komið á daginn, sem margur spáði, að þegar nýja- brumið færi af sjónvarpinu, tækíu menn að gagnrýna það ákaft,. Ánægían yfir fæðingu barnsins er farin að dvína, og í slaðinn er farið að skamma það og siða og reyna að ala það upp. Við þessu bjuggust flestir. Á einu atriði gagnrýninnar ættu forráðamenn sjónvarps- ins að taka meira mark en öðrum. Það eru raddir þeirra, sem amast við hinum mörgu glæpaþáttum: Dýrlingnum, Farðjaxlinum, Maverik, Hauknum og hvað þeir nú heita allir saman. Ekki var ástæða til umkvörtunar, þeg- ar Dýrlingurinn einn prýddi dagskrána. En þegar fleiri slíkir þættir fylgdu í kjölfar- ið, og meira að segja enn óhugnanlegri, þá er von að mörgum þyki nóg um. Þátt- um af þessu tagi er ætlað það hlutskipti eitt að vekia ó- hugnað og spennu. Ef til vill má segia, að tilbreyting geti verið að horfa á slíka þætti hæfilega sjaldan. En þegar þeim er demt yfir menn næst- um á hverjum degi, jafnvel á sunnudagskvöldum, þá getur svo farið, að jafnvel þeir, sem hafa gaman af „svona löguðu“ fái sig fullsadda. Annað ber að hafa í huga: Vísindalegar rannsóknir hafa leitt í liós, að glæpaþættir hafa skaðleg áhrif á börn. Það gagnar lítið að lýsa rækilega yfir, að þessir þættir „séu ekki ætlaðir börnum“, eins og komizt er svo kurteislega að orði í sjónvarpinu okkar. Það er alkunna að heimilis- hættir eru þannig hjá flestum, að börnin fara sínu fram og horfa á það sem þeim sýnist. Rökin með sýningu slíkra þátta eru ósköp einföld: Fólk- ið vill þetta! „Fólkið“ er að sjálfsögðu alls góðs maklegt, og auðvitað „ræður“ það í lýðræðisþjóðfélagi. En ætli stundum sé ekki nauðsynlegt að hafa vit fyrir þeim, sem ekki gera sér ljóst, hvað þeim er fyrir beztu? 2 VIKAN 36-tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.