Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 8
GUDMIINDUR GUgRJARISSOl SEGIi
DAGUR ÞORLEIFSSON TÓK SAMAN
FRA FERO III VfSIII-KIM
Þær ganga margar með skýlur og hnýta þær á
sig þannig, að mismörg. horn standa út. Leið-
sögumaður okkar sagði, að ef hornið væri að-
eins eitt, þá táknaði það að konan væri alger-
lega laus og liðug. Væru hornin tvö, meinti það
að stúlkan væri að vísu trúlofuð, en tæki það
ekki of hátíðlega. Þrjú horn tákna hjónaband
og það meira að segja hamingjusamt. Fjögur
tákna hjónaband að vísu, en jafnframt að konan
hafi ekki á móti nokkurri tilbreytingu ...
Það er löngu hætt að teljast til tíðinda þótt íslendingar bregði sér til
Evrópu og Miðjarðarhafslanda, eða þá Norður-Ameríku, en á öðrum
slóðum fjarlægari munu þeir enn fremur sjaldséðir, til dæmis í
Vestur-Indíum. Þessar sólríku hitabeltis- og paradísareyjar eru nú
annars orðnar einhverjar fjölsóttustu ferðamannaslóðir í heimi; þar
slappa af hvert ár í sjó og sól milljónir feitra og taugaveiklaðra
Norður-Ameríká og þeirra hóp fylgir svo straumur evrópskra túr-
ista, sem verður stríðari með ári hverju.
Hér verður rætt við íslending, sem á liðnum vetri brá sér til eyja
þessara, Guðmund Guðbjartsson, fæddan vestur í Bolungavík 1909,
síðan um margra ára skeið búsettan á Hólmavík og Drangsnesi.
Hann hefur alla ævi búið yfir miklum ferðahug; fyrstu ferð erlend-
is fór hann á unglingsaldri, er hann skrapp út með togara. Lengi
varð vanheilsa útþrá hans til baga, en undanfarin ár hefur hann
búið í Reykjavík, unnið á vélaverkstæði og verið í ferðalögum á
sumrin: eytt í þau öllu sem ég hef aflað, segir hann. Á þess-i
um árum hefur hann farið víða um Evrópu og suður að Mið-
jarðarhafi, en lengsta ferð hans var sú er hér segir frá. Og gefum
við svo Guðmundi orðið:
Skipið sem ég fór með er danskt farþegaskip í eigu Samein-
aða, England heitir það og er tíu þúsund tonn að stærð. í þessari
ferð flutti það þrjú hundruð og þrjátíu farþega, og var um hclm-
ingurinn Danir, en flestir hinna Bretar og Þjóðverjar. Lagt var af
stað sextánda desember frá Kaupmannahöfn og tók ferðin um fimm
vikur. Hún gekk án allra stórslysa, þótt að vísu kviknaði einu sinni
í vélinni, en um það vissu farþegarnir ekki fyrr en á eftir. Þetta
kemur dálítið oft fyrir í þessum nýju skipum; þrýstingurinn í vél-
unum er svo mikill að það vilja koma fyrir olíustíflur, sem aftur
leiða af sér sprengingu. Þetta kom til dæmis fyrir Gripsholm ekki
alls fyrir löngu.
— Hver var fyrsti viðkomustaður?
Kiel í Vestur-Þýzkalandi. Þar var komið við í báðum leiðum
til að taka farþega og skila þeim af sér. Þaðan var svo farið skemmstu
leið til eyjarinnar Madeiru við vesturströnd Afríku, og þaðan vestur
yfir Atlantshafið til Trínidad.
— Hvernig var í sjóinn?
Gott, og þar að auki eru þessi skip rneð svo góðum jafnvægis-
útbúnaði að mikið þarf að ganga á til að velti.
— Hvers konar fólk var þér samferða?
Það var ríkt fólk flest, hélt sig stórmannlega og eyddi miklu.
Það var flest miðaldra, tiltölulega fátt ungt, þó var þarna nokkuð
um ung hjón með börn. Margt var gert til skemmtunar; fyrir börn-
in var leiksalur með öllum hugsanlegum leikföngum, og fyrir full-
orðna kvikmyndasýningar frá stöðunum, sem farið var til, sundlaug,
íþróttasalur og næturklúbbur. Áfengi var þarna stöðugt haft um
8 VTKAN 36'tbl-