Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 33
Dómarinn... Framhald af bls. 13. síður en svo verra, að ég sæi hvernig hann héldi á málum rétt- vísinnar. Ég settist úti í horn og heyrði hvernig hann spurði og hvernig svarað var: „Duval, sáuð þér ákærða klukkan sex síðdegis?" „Já, það er að segja, það var konan mín, sem sat við gluggann. Hún sagði við mig: Sko, þarna er hann Socquardot, hann geng- ur hérna hjá ... „Henni hefur þá hlotið að þykja það grunsamlegt að hann skyldi vera þarna á ferli, fyrst henni fannst ástæða til að segja yður frá því. Og fannst yður ekki allt fas mannsins grunsam- legt?“ „Nei, hlustið þér nú á, herra dómari. Konan mín sagði við mig: Sko þarna er hann Soc- quardot, hann gengur hérna hjá. É'g leit út og sagði: „Já, það er hann.“ „Allt í lagi.... Ritari, skrifið þér hérna í gerðabókina: „Klukk- an sex síðdegis sáu Duval-hjónin ákærða á ferli í nánd við húsið. Þeim þótti atferli hans allt mjög grunsamlegt.“ Herra Thomas spurði vitnið sem var verkamaður enn nokk- urra spurninga, hlustaði á svör- in og sneri þeim yfir á knúsað lögfræðimál. Síðan var þetta les- ið upphátt yfir vitninu, en hann skrifaði undir, kvaddi og fór. „Hversvegna," sagði ég, „er framburður vitnanna ekki skráð- ur með þeirra eigin orðum í stað þess að vera snúið á lögfræði- mál sem er alveg ólíkt þeirra tungutaki?“ „Ég skil ekki hvað þér eigið við. Ég læt ritarann færa fram- burð vitnanna inn í gerðabókina eins samvizkusamlega og unnt er. Það gera allir dómarar. Þér skul- uð ekki finna í gerðabókum eitt dæmi þess að framburði vitna hafi verið breytt eða hann af- bakaður af nokkrum dómara. Ef ég breyti orðalagi vitnis, svo sem stéttarbræður mínir gera, þá er það af því að vitnið, eins og t.d. þessi Duval, sem þér voruð að hlusta á, tala óvandað mál, og það mundi vera dómstóli ósam- boðið að bóka málvillur og am- bögur, já jafnvel dónalegt orð- bragð, enda forðumst við að gera það nema brýn nauðsyn krefji. En mér sýnist sem yður kæri vinur, sé ekki fyllilega ljóst hvernig vitnaleiðslur fara fram. Það má aldrei gleyma því í hvaða skyni rannsóknardómarinn tekur framburði. Hann á ekki aðeins að skýra málið fyrir honum sjálfum, heldur fyrir dómstólnum. Það nægir ekki, að hann sjái hvað satt er í máli, dómararnir eiga líka að geta séð það. Þessvegna er áríðandi að hann leiði fram í dagsljósið þær ásakanir, sem stundum felast undir óljósum framburði vitnis, jafnt sem í tvíræðum svörum hins ákærða. Ef svörin væru færð í bókina án nokkurrar reglu, mundu jafnvel hinir ljósustu vitnisburðir virðast gagnslitlir, og flestir þeirra, sem kærðir eru mundu sleppa við refsingu." „En er þetta þá ekki beggja handa járn, að fara svona með framburð vitna?“ spurði ég. „Það mundi vera svo ef dóm- ararnir væru ekki samvizkusam- ir. En ég hef aldrei þekkt nokk- urn dómara, sem ekki gerði sér ljósa ábyrgð sína. Og þó hef ég setið í réttarsal með mótmælend- um, eingyðistrúarmönnum og gyðingum. Það sama var hverr- ar trúar þeir töldust til, þeir voru allir réttlátir dómarar.“ „Herra Thomas, sá hængur er á aðferð yðar, að vitnið á ekki hægt með að skilja vitnisburð sinn í þeirri framsetningu, sem færð er í gerðabókina, því þar koma fyrir orðtök, sem hann þekkh- ekki og hefur aldrei við- haft sjálfur, og skilur ekkert í.“ Hann svaraði svo: „Þetta hef ég lagt niður fyrir mér, og ég hef gert gagngerar ráðstafanir til þess að ekkert þessu líkt geti komið fyrir. Ég skal segja yður frá einu dæmi. Fyrir stuttu höfðum við hérna vitni, sem mér virtist vera held- ur heimskt, enda vissi ég ekki hve mikið því mundi vera að treysta, en mér sýndist hann ekki taka eftir þegar ritarinn las vitn- isburð hans upphátt fyrir hann. Þessvegna lét ég ritarann endur- taka lesturinn, og brýndi fyrir manninum að taka nú vel eftir. En ekki sá ég að hann gerði það. Þá tók ég til minna ráða til að koma honum í skilning um skyld- ur sínar og ábyrgð. Ég lét ritar- ann skrifa setningu, sem fór al- gerlega í bóga við það sem á undan var komið. Og svo bað ég vitnið að skrifa undir. Þegar hann ætlaði að fara að gera það, tók ég til hans og sagði: „Þér skirrizt ekki við að skrifa undir yfirlýsingu, sem er algerlega í andstöðu við það sem þér sögð- uð áður, vitið þér ekki að þetta er glæpsamlegt atferli?“ „Nú, hvað sagði hann þá?“ „Hann varaði með eymdar- rödd: „Herra dómari, þér skiljið þetta allt miklu betur en ég og vitið þessvegna betur en ég hvað á að standa í bókinni.“ „Sjáið þér nú ekki,“ sagði herra Thomas,“ að dómari sem vill dæma rétt, verður að gæta þess vel að láta sér ekki skjátl- ast. Og þér skuluð hafa það fvrir satt, kæri vinur, að það á sér al- drei stað að dómara skjátlist.“ ☆ STÍGVÉLIN ERU ÓDÝR OG ENDINGARGÓÐ. HEVEA ÚTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND. Heildsölubirgðir: H. J. SVEINSSON HF., Gullteig 6 Sími 83350 Hollerszlc irá /Í4€V€^. Kvenslígvél, karlmannastígvél, sfóstígvél, drengjjastfgvél, barna- stígvél. 36. tbi. VIICAN 3Í5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.