Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 40
TTTI VÖRN GEGN VEGRUN HVERS fbúðarhús hér á landi eru yfirleitt byggð úr steinsteypu eða öðru álika opnu efni og upphituð flesta tíma ársins. Stofuhitinn er þvi hcerri en ! loftinu úti og getur borið miklu meiri raka I formi vatnsgufu en útiloftið. Þetta rakahlaðna. lóft leitar á út- veggi hússins, og ef ekki er séð fyrir sérstöku, vatnsgufu- heldu lagi innan á útveggj- unum, kemst rakinn úr stof- unum inn i veggina og þétt- ist þar eða í einangrun þeirra. Spred Satin hindrar að raki komist í útveggina innan frá. Utanhússmálning þarf að geta hleypt raka úr múrnum út í gegnum sig, enda þótt hún þurfi einnig að vera vatns- og veðurheld. Úti Spred hefur þessa eigin- loika framar öðrum málning- artegundum, og er framleltt sérstaklega fyrir islenzka staðhœtti og veðráttu. MALNING HF um og öllu, þótt enska sé opin- bert mál. — Er ástandið svipað á öðrum J ómf rúar ey j um? — Ekki á Heilögum Tómasi. Þar kemur maður aftur inn í nútímann. Þar er glæsilega byggt og nóg af öllu, enda mikill ferða- mannastraumur. Hótel eru þarna mörg og nýtízkuleg og við sáum mörg skemmtiferðaskip í höfn- inni, sem við lágum í. Ibúarnir eru um átján þúsund og flestir danskættaðir. Á Heilögum Tóm- asi er mikill vatnsskortur, því að þótt úrkoma sé næg, er jarðveg- urinn þannig að bleytan hripar öll niður úr jafnharðan. Þeir vinna mikið vatn úr sjó en verða þó líka að flytja það inn frá Pú- ertóríkó. — Og Heilagur Jón? — Hann kemst næst því að vera sannkölluð paradísarey, eins og þeim er lýst í bókmennt- um. Ibúar þar eru aðeins átta hundruð og fimmtíu, flestir af dönskum ættum en einnig nokkr- ir Bandaríkjamenn, sem þarna hafa sezt að til að lifa í friði utan við heiminn. Ibúarnir þarna ríða körfur úr sedrustágum og selja þær háu verði, en annars vilja þeir helzt ekkert gera, heldur bara slappa af og losna við allt heimsins brölt og braml. Gróður er þarna auðvitað geysi- mikill og fjölbreyttur og nógur fiskurinn í sjónum. Á Heilögum Krossi sá ég nokkra smástráka dorga fram af bryggju og fyila körfu á svipstundu af fiski. Næsti viðkomustaður var San Juan, höfuðborgin á Púertóríkó. — Hvernig kunnirðu við þig þar? — Púertóríkó er með réttu nefnd perla Vestur-Indía. Hún er átta þúsund átta hundruð níutíu og sjö ferkílómetrar að stærð og mjög þéttbýl, íbúar tvær milljónir og sjö hundruð þúsund betur. Mestur hluti íbú- anna er af spænskum ættum, eða fjórir af hverjum fimm, heyrði ég sagt, en hinir kynblendingar hvítra manna og negra. Púertó- ríkómenn eru stoltir af uppruna sínum og segja gjarnan að þeir séu spænskari en Spánverjar Sjálfir. Landnemarnir komu flestir frá Andalúsíu, sem hafði þá búið við arabísk menningar- áhrif um aldaraðir og stóð að mörgu leyti á hærra menningar- stigi en aðrir Spánverjar þá. Þá hafa eyjarskeggjar fyrir satt að meðal þeirra sé enginn Gyðing- ur, og er svo að heyra að þeir telji sér enga meiriháttar van- sæmd að þeirri vöntun. — Þarna kom Kólumbus og þarna sátu Spánverjar lengur að völdum en víðast annars staðar vestanhafs. — Já, enda eru margar minj- ar um dvöl þeirra, til dæmis Morro-kastali, sem er eitt merki- legasta virki álfunnar að fornu og nýju. Múrar þess eru sagðir svo traustir, að jafnvel kjarn- orkusprengjur ynnu varla á þeim. Enda tókst Spánverjum lengi að hrinda öllum árásum á Púertóríkó. Þannig urðu Banda- ríkjamenn frá að hverfa í stríð- inu við Spánverja um aldamótin síðustu, en þeir sóttu að eynni, en það gerði þeim lítil til, því að þeir höfðu hugsun á því að kreista hana út úr Spánverjum við friðarsamningana. Og síðan hefur Púertóríkó tilheyrt Banda- ríkjunum, en hefur að vísu víð- tækja sjálfsstjórn. San Juan er gullfalleg borg og sama er að segja um eyna alla. Byggingum er vel við haldið, gömlum og nýjum. Landrými er ekki mikið, en öllu ræktarlandi er vandlega skipt milli bænd- anna, fimm hundruð ekrur á hvern. Iðnaður er þarna mikill og nýstofnuð iðnfyrirtæki eru skattfrjáls fyrstu fimm til sex árin. Atvinnuleysi er ekki mik- ið, en mér var sagt að lægstlaun- aðasta fólkið sækti nokkuð í burtu, líklega þá helzt til Banda- ríkjanna. Þarna er gífurlegur straumur ferðamanna og hótel og verzlanir óhemju glæsileg. í einni götu eru eingöngu búðir, sem selja listaverk. Yfirleitt er allt gert fyrir ferðamenn sem hugsanlegt er, ekki sízt, á sviði sports og íþrótta. Þarna er meira að segja hægt að bregða sér á skíði og er þá séð fyrir gervi- snjó úr plasti. Sú tegund sports sem nú er í mestum uppgangi þar um slóðir mun annars vera froskköfun. Fólkið er ákaflega glaðlynt og virðist hafa sérstakt lag á að skemmta öðrum jafnt og sjálfum sér. — Komuð þið til Jamaíku? — Nei, hún var að vísu með 40 VTKAN 36' tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.