Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 17

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 17
Vlfl ENDUR FVRIR GYLFI GRÖNDAL TÖK SAMAN TEIKNING BALTASAR Að sumarlagi leggja Reykvíkingar gjarnan leið sína til Árbæjar í leit að liðnum tíma. Sú var tíðin, að þreyttir ferðalangar komu við í Árbæ og tóku sér gistingu þar og komu hestum sínum fyrir, meðan þeir dvöldust í Reykjavík. Sagt er, að margur ferðamaður- inn hafi hugsað með hlýjum huga til Ár- bæjar, þangað sem hann kom þreyttur og hrakinn og þurfandi skjóls og næringar og fékk hvort tveggja í ríkum mæli. Og ekki er ósennilegt, að einhvern tíma þegar fjöl- menni var í baðstofunni hafi borið á góma þann atburð, sem válegastur hefur orðið í sögu Árbæjar. ANAUÐUGIR KOTBÆNDUR Við hverfum aftur til ársins 1704. Mörgum kann að leika hug- ur á að vita, hvernig umhorfs hafi verið í Reykjavík á þessum tíma, en um það höfum við engar heim- ildir. Ef frá er skilin frásögnin ! Landnámu um Ingólf og öndvegis- súlurnar og frásögn í íslendinga- bók, er hvergi getið um Reykjavfk nema í Harðarsögu. Þar er sagt frá, að Þorkell máni hafi búið þar. Síðan týnist Reykjavík úr sögunni, og hennar er vart getið niður eftir öllum öldum. íslandssagan gerist þá á öðrum stöðum, eins og til dæmis í Skálholti, á Hólum og Bessastöðum. En skyndilega skýtur Reykjavík upp kollinum í sögu landsins, en það er ekki fyrr en fyrir um tvö hundruð árum. Um Arbæ við Elliðaór eru hins vegar til heimildir frá þessum tíma. Þar bjó þá að hálfum bænum Sæ- mundur Þórarinsson, ættaður úr Grímsnesi. Kona hans var Steinunn Guðmundsdóttir. Hún hafði tvíveg- is verið gift áður, og voru hjá henni tvö börn af fyrsta hjónabandi og eitt af öðru, en þau Sæmundur honum fram ( hylinn með dútré, sem hann hafði í hendi. Sigurður l-.vaðst hafa gert þetta eftir þráláta eggjan Steinunnar, konu Sæmundar. Hann fullyrti, að hún hefði æ ofan [ æ beðið hann að granda honum með einhverju móti, þegar hann sæi sér færi á. Eftir játninguna var Sigurðar gætt eins rækilega og frekast var kost- ur. Vakað var yfir honum um næt- ur til skiptis af öllum bæjum á Sel- tjarnarnesi. DÓMUR 0G AFTAKA Næsta mánudag eftir allraheil- agramessu 3. nóvember þingaði Niels Kier sýslumaður sitt fyrsta þing að Varmá í Mosfellssveit um dauðamál Sæmundar Þórarinssonar. Sigurður Arason var leiddur fyrir réttinn og játaði hann allt hið sama sem hann hafði játað fyrir Páli Beyer nokkru áður. Steinunn var einnig leidd fyrir rétt, en hún neit- aði ! fyrstu öllu því, sem Sigurður bar fram. Þó fór svo að lokum, að hún viðurkenndi, og mun það hafa gerzt fyrir umtölur Páls Beyers, sem einnig var á þinginu. Málið var síðan sett fyrir lög- rnann, en þau Sigurður og Stein- unn voru flutt til Seltjarnarness og höfð þar í járnum í hálfan mánuð. Verknaðurinn, sem ef til vill hefur átt að leysa ást þeirra úr læðingi, varð til þess að drepa hana í dróma. Næsta föstudag eftir Marteins- messu 14. nóvember hélt Sigurður lögmaður þing á Kópavogi um mál Sæmundar. Hann dæmdi þau bæði, Sigurð og Steinunni, til dauða. Voru þau tekin af lífi strax daginn eftir. Sigurður var höggvinn skammt frá túngarði í landnorður frá þinghús- inu, en Steinunni drekkt í læknum þar fyrir austan. Höggstaðurinn hafði áður alltaf§| verið á hálsinum, en drekkt inni í Elliðaá syðri. Hér hefur því verið brugðið út af venjunni af einhverj- um orsökum. Svo segir ! Vallaannál, sem hér hefur mest verið stuðzt við, að þau „fengu bæði góða iðran og skildu vel við." Hjá aftökunni var Páll Beyer við- staddur og lét hann setja höfuð Sigurðar á stöng við gröf hans. Steinunn átti þrjú börn, sem hún hafði átt með fyrri mönnum sínum, eins og áður er sagt. Þau tvö, sem hún átti með fyrsta manninum, voru uppkomin, en það sem hún átti með öðrum manni sínum, fjórtán ára gamlan dreng, tók Páll Beyer að sér. Frásögninni ! Vallaannál af at- burðum þessum lýkur þannig: „Þótti þetta mál eitthvert Ijótasta orðið hafa ! þann t!ma." ☆ voru barnlaus. Steinunn var 42 ára, en Sæmundur fertugur. Til móts við þau á jörðinni bjó ungur maður og ókvæntur, Sigurður Arason. Hann var 25 ára og bjó með aldraðri móður sinni. Arbær var konungsjörð og ágengni Bessastaðavaldsins við landseta konungs virðist hafa ver- ið takmarkalaus. Þeim var stórlega íþyngt og miklum mun meira en öðrum leiguliðum. Árni Óla lýsir jörðinni þannig í grein um Árbæ: „Tún meinlega grýtt og þýft, engi lítið, torfskurður til húsagerðar næg- ur, en til eldiviðar tekur hann mjög að þverra . . . ." Landsskuldin virðist sannarlega hafa verið nógu há, þegar tekið er tillit til „gæða" jarðarinnar, en of- an á hana lögðust svo kvaðir ótelj- andi og mundi fylla heila síðu að telja þær allar upp. Það gefur auga leið af framan- sögðu, að ábúendur í Árbæ þeir Sæmundur og Sigurður, hlutu að eiga ! stöðugum erfiðleikum og basli. Þeir voru ánauðugir kot- bændur, sem oftsinnis urðu að hlaupa frá bústörfum sínum, kann- ski um hábjargræðistimann, til þess að vinna fyrir þá háu herra á Bessastöðum. Þess má til dæmis geta, að krafizt var, að landsskuld- in væri greidd í fiski, af því að Ár- bær var sauðlaust land. Þess vegna urðu bændur tíðum að ráða sig til sjóróðra. FANNST ÖRENDUR UNDIR SKÖTUFOSSI Það bar til árla að morgni Mauritiusmessu 22. september 1704, að hinn ungi bóndi að Ár- bæ, Sigurður Arason, kemur á Bústaði og Breiðholt, en þeir bæ- ir eru næstir Árbæ að sunnan. Sig- urði er mikið niðri fyrir og segir ! óspurðum fréttum, að Sæmundur bóndi hafi gengið suður yfir ár kvöldið áður, en sé enn ekki kom- inn aftur. Að lokinni frásögn sinni biður hann menn koma með sér og leita Sæmundar. Þeir fara fimm saman ! leitarleið- angur, og það líður ekki á löngu þar til þeir finna Sæmund örendan undir Skötufossi, sem er ! ánni syðri beint fyrir. neðan Skeiðvöll- inn. Sæmundur liggur þar á grúfu. Þegar hann er dreginn upp, kemur í Ijós, að hann er nábleikur í and- liti, líkt og þeir sem deyja á þurru landi, en ekki bólginn eins og þeir sem drukkna. Enn fremur er ekki að sjá að vatn renni úr munni hon- um. Þetta er þó ekkert rannsakað neitt frekar, heldur líkið flutt til Gufuness, en þangað átti Árbær kirkjusókn, og búið þar til moldar. Sigurður gekkst fyrir því og sagði, að Steinunn hefði beðið sig um það. Líkið var síðan grafið, án þess að það væri rannsakað. RÉTTVÍSIN TEKUR MÁLIÐ TIL MEÐFERÐAR Þegar váleg tíðindi spyrjast í fá- sinni fer vart hjá því, að atburður- inn sé krufinn til mergjar; hvert atriði lítið jafnt sem stórt vegið og metið og ályktanir dregnar af. Það gerist jafnvel á okkar öld, öld dag- legra stórfrétta, að menn lesa sitt- hvað milli lína. Það leið heldur ekki á löngu, þar til sá orðrómur fór að gera vart við sig, að Sig- urður hefði orðið Sæmundi að bana. Þeir sem vægastir voru ( ályktun- um sínum töldu, að hann hefði að minnsta kosti vitað um dauða hans. Menn hafa að líkindum þótzt sjá ! hendi sér hinn sígilda þríhyrning ástarinnar, og ekki er ólíklegt, að hlutur Steinunnar hafi verið létt- vægur á metaskálum siðavendni al- menningsálitsins. Steinunn hafði verið tvígift áður, og þau Sæmund- ur höfðu ekki átt barn saman, eins og fyrr er getið. Orðrómurinn varð háværari með 1 degi hverjum, og svo fór að lok- um, að réttvisin taldi sig ekki geta lótið málið afskiptalaust. Sigurður var tekinn fastur ( Orfirisey, en þar stundaði hann sjósókn til þess að afla fisks til greiðslu á landsskuld- inni. Hann var fluttur til Seltjarnar- ness. Sýslumaður Kjósarsýslu var á þessum tíma Niels Kier. BRAGDIÐ SEM HREIF Sigurður var erfiður viðureignar. Hann harðneitaði öllu þv(, sem á hann var borið í sambandi við lát Sæmundar. Gekk þannig hvorki né rak nokkra hríð, unz Páll Beyer kom yfir til Seltjarnarness. Páli var ekki gefið að deyja ráðalaus, þeg- ar sakamenn áttu ! hlut. Þegar Sig- urður hafði enn neitað öllu, lét Páll í veðri vaka, að hann ætlaði næsta morgun til Gufuness til þess að láta grafa lík Sæmundar aftur upp. Hann bætti því við, að Sig- urður mundi koma með til þess að sjá líkið. Bragðið hreif. Fáir morðingjar eru svo taugasterkir, að ekki komi við kvikuna í þeim, er þeir líta ná fórnarlambs síns. Sigurði varð svo hverft við, er hann hafði hlýtt á orð Páls, að hann viðurkenndi fyr- ir honum og öðrum viðstöddum, að hann hefði orðið valdur að dauða Sæmundar. Það var að kvöldi sunnudagsins 21. september, að þeir fóru saman til veiða, bændurnir Sigurður og Sæmundur. Hvort sem hugur Sæ- mundar hefur verið bundinn við spriklandi stórlaxa eða ekki, þá er hitt víst, að hugsanir Sigurðar hafa verið myrkar. Sá ástríðuofsi, sem tendrast af hýru og eggjandi auga konu, hefur brennt til ösku skyn- semd hans, en reykur haturs og grimmdar fyllt hjarta hans. Þar sem Sæmundur stóð varnarlaus á bakk- anum við fossinn, hratt Sigurður 16 VIKAN 36-tbl' se. tbi. vikan 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.