Vikan


Vikan - 31.10.1968, Qupperneq 8

Vikan - 31.10.1968, Qupperneq 8
' ■ — Það var rigning þegar við komum til Taípei en þó lending- arfært. Það var eins gott, því að Formósa er aðeins 22.000 ferkíló- metrar og venjulega sama veður á eynni allri. Þegar því ekki er hægt að lenda þar, verður að fljúga til Ókínava eða Hongkong, sem er æðispölur til hvors stað- arins sem er. Auðvitað væri stytzt að bregða sér yfir sundið til Kína — það er hundrað og fimmtíu mílur þar sem það er mjóst — en flugmenn China Air- lines, sem er flugfélagið þeirra á Formósu, myndu víst telja öllu skárri kost að steypa sér beint í sjóinn. Það er Ólafur Agnar Jónasson, yfirflugvélstjóri Loftleiða, sem hefur orðið, en í vetur dvaldi hann um sex vikna skeið á For- mósu, í ríki generalissimo Síang Kaí-séks. Ólafur hefur starfað hjá Loftleiðum síðan 1947, en gegnt núverandi stöðu síðan 1962. Því starfi heyrir til margt, eftirlit með að flugvélstjórar haldi við tæknilegri þekkingu sinni, þjálfun nýrra vélstjóra, milliganga í samstarfi flugliða og flugvirkja og fleira og fleira. Þá dvelst Ólafur oft tímunum sam- an erlendis í sambandi við við- gerðir, breytingar og eftirlit með flugvélum Loftleiða. Til Formósu fór hann af hálfu Loftleiða til að fylgjast með breytingum á STEIKTIR ÍNAMABKAR r hatídamat BÆTT IIID OIAF AGNAR JÓNASSON UM DVÖL HANS f RÍKI SJANG KAI-SÉKS TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON flugvél, sem félagið hafði fest kaup á en China Airlines tekið að sér að breyta. Vélin er af gerðinni CL-44 D-4, segir Ólafur. Sama gerðin og á þeim sem við keyptum áð- ur af Canadair, en það eru þeirra verksmiðjur sem framleiða þess- ar flugvélar. Þessi síðasta er eins, nema við létum ekki lengja hana; hún tekur hundrað og sextíu far- þega en hinar hundtað áttatíu og níu. Þessa keypti Loftleiðir af Flying Tiger Line, en það mun vera stærsta flugflutningafélag Bandaríkjanna. Það flytur til dæmis mikið fýrir herinn til Víetnam og einnig milli stranda heimafyrir. Vélin var auðvitað byggð sem flutningaflugvél, en það var sem sagt breytingin í farþegaflugvél, sem fór fram á Formósu. — Hversvegna þar? — Nú, þeir hjá Flying Tiger höfðu áður látið breyta flugvél- um þar og líkaði vel að skipta við Kínverjana. Bandaríkjamenn eru yfirleitt beztu drengir í biss- niss og þeir buðust til að koma okkur í samband við þá á For- mósu. Þetta varð því að ráði. En Loftleiðir þurftu að senda mann þangað austur bæði til að semja við Kínverjana og fylgjast með viðgerðinni, og þessvegna varð það úr að ég fór í þennan leið- angur. 8 VIKAN 43-tbl'

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.