Vikan


Vikan - 31.10.1968, Page 10

Vikan - 31.10.1968, Page 10
NÚTIMI NJÁLUSLÓÐUM HEL.GI SÆMUNDSSON SKRIFAR I DAQFARI NÚTÍMANS wmmm \ '/■ - x:: ; :£. Rangárþing er víðfrægt af Njálu, en athygli mín beinist að nútímanum þessu sinni. Bíllinn ekur niður með Þverá áleiðis í Landeyjarnar, og bæjanöfnin rifjast upp eins og gömul þula: Uxahryggur, Ártún, Tunga, Skúmsstaðir, Sigluvík, Álfhólar, Akurey, Skipagerði, Arnarhóll og Bergþórshvoll. Sum man ég úr bernsku, þegar fréttir bárust af þessum slóðum út í Flóa, en önnur hafa vitrazt mér í bók- um. líg hef aldrei farið þennan stóra hring áður, en samt kemur umhverfið mér einhvern veginn kunnuglega fyrir sjónir. Mig grunar, að ég hafi séð þessa staði ungur, þegar þá hillti upp í sunnlenzkri tíbrá. Þá var ég hrossastrákur og kúasmali í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, en fór oft sendiferðir á Hvols- völl, þegar Einar Ágústsson af- greiddi í kaupfélaginu þar. Nú er hann alþingismaður og banka- stjóri í Reykjavík, og mig þarf varla að kynna lesendum! Jónas samferðamaður mlnn tekur eftir, að mér gezt sjávar- sýnin, en ég fagna einnig sveig- mjúku grasinu, sem bylgjast á sléttum velli í heitri golunni. Við sitjum á vegbrúninni og gæðum okkur á nestinu —- og ég segi eins og í leiðslu: Undarlegt að koma hingað aftur og hafa þó aldrei verið hér áður. Landeyjarnar gætu vissulega séð þúsundum farborða. Mikið hefur verið gert hér undanfarið, og þó er ræktunin aðeins að byrja. Jörðin virðist flöt, en henni hallar nóg. Dýrmætur töðufengur mun fást af þessu frjóa víðlendi, þegar tækni- draumurinn hefur rætzt. Þá bæt- ist við ný íslenzk iðnaðarvara, og landeyingar selja dönum og bretum heyköggla, en forða einnig hallæri, ef hafís leggst að ströndum eða þurrkur bregzt austan lands, vestan eða norðan. Ótrúin á íslenzkum landbúnaði gegnir furðu. Moldin er ekki síður arðsöm en fiskimiðin, ef bændur rækta hana á nútíma- vísu og koma sér upp búskap í skipulagðri samvinnu. Þá mun smjör drjúpa af stráum þar, sem áður ríkti fátækt, og glöð æska byggja góðar sveitir. Eru þetta órar? Nei, öðru nær. Eg gerist jafnan fullviss þessa, er mig ber í Rangárþing, lít sandana gróa, mýrarnar þorna og túnstæðin blasa við milli fjalls og fjöru. Víst gæti sprott- ið hér korn, en grasið ræður úr- slitum um farsæld og afkomu landbúnaðarins, þegar sunnlend- ingar leysa foldina úr álögum og héraðið vaknar af þyrnurósu- svefni aldanna. Og þá gerist hér 10 VIKAN 43-tbl'

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.