Vikan


Vikan - 31.10.1968, Qupperneq 23

Vikan - 31.10.1968, Qupperneq 23
Þetta sæi Albert 1, cf hann mætti líta nm öxl af styttu sinni í Brussel. Uinhverfis garöinn eru mcnningar- stofnanir, svo sem bókasöfn og lista- söfn. Þjóðiistasafnið í Brussel. Maison du Itoi, konungshúsið, gegnt ráðhúsinu. I*ar er sögusafn borgarinn- ar til húsa. Þetta hús er fagurlega skreytt, allt flúrað mcð gulli, eins og önnur liús við ráðhústorgið. Brussel ber þess glögg merki, að liún er gamalgróin borg með vönduðum og virðulegum arkítektúr. túristar með myndavélar á mag- anum eins og ég. Ég leit í búð- arglugga og skoðaði verðmiða, belgíski frankinn er nærri því hinn sami að verðgildi og ís- lenzka krónan og gat ég ekki betur séð, en verðlag væri mjög svipað. Hins vegar mun kaup- lag vera hærra í Belgíu en hér, og það gerir gæfumuninn. Ég vissi ekki, hvert ég átti helzt að halda né hvað að skoða, svo ég lagði á brattann upp frá miðborginni og var fyrr en mig varði kominn í menningarhluta borgarinnar. Ég rakst á styttu af Albert konungi fyrsta uppi á hrossi og beggja vegna við gróskumikinn skrúðgarð með breiðum stéttum, sem verður fyrir aftan Albert, eru konung- lega bókasafnið, nútímamál- verkasafnið og safn fornra mál- verka og höggmynda, og var mér sagt, að í þessum söfnum væru varðveittir miklir dýrgripir. ■ íc.! æík. Séð frá flugaftrreiðslu SABENA niður yfir miðtorgið. Fram af Alberti rakst ég hins vegar á skrifstofu Loftleiða. Af einskærri þjóðrækniskennd gekk ég þar að dyrum en þær voru harðlokaðar; hins vegar eru þar gluggar góðir og í þeim sá ég myndir af New Yorkskum skýja- kljúfum og frelsisstyttunni frægu. Á þessu rölti mínu var ég alltaf annað slagið að reka augun í turnspíru með þeim merki- legri, sem ég hefi séð. Hún var geysihá og mjó og til að sjá eins og fínlega útskorin, með ein- hverri mannsmynd efst. Nú tók ég mið á spíru þessa og gekk í átt til hennar eins beint og göt- ur leyfðu, sú ganga leiddi mig aftur á aðaltorgið og inn um sund, þröngt, sem lá inn á torg þéttstaðið bílum. En þetta torg, eða réttara sagt byggingarnar umhverfis það, er mikið fyrir augað. Við mér blasti höll stór og voldug, og upp úr henni gekk þessi spíra. Þóttist ég sjá í hendi mér, að þetta væri ráðhús borg- arinnar. Hins vegar gat ég ekki grynnt í hjálparlaust, hvað væri í öðrum húsum umhverfis torg- ið, en þau voru einkum merki- leg fyrir þá skuld, að þau voru öll ríkulega skreytt með gulli. Gaf ég mig á tal við lögreglu- þjón sem kunni skil á enskri tungu og hann leiddi mig í all- an sannleika. Húsið með spírunni var ráð- húsið, sem mig grunaði. Gull- I hæð, sagði þessi góði lögreglu- maður. Hann benti mér líka á að skoða elzta borgara Brussel, sá er af bronsi gjör og hefur staðið og sprænt fyrir almenning í rösk- ar þrjár aldir. Svona pissistrákar hafa verið stældir úti um all- an heim síðan, en þennan, hinn upprunalega, gerði belgíski myndhöggvarinn Francois Du- quesnoy snemma á 17. öld. Því miður tók að rigna aftur í þess- um svifum, enda komnir þeir þrír tímar, sem blaðasalinn hafði úthlutað mér, svo ég tók þann kostinn að forða mér í skjól og lét undir höfuð leggjast að skoða piltunginn. Forlögin létu mig af tilviljun leita skjóls í einni merkilegustu götu borgarinnar, en hún er heppileg í rigningu, af því hún er með þaki. Hún heitir Galieres St. Hubert og við hana eru Ráðhústurninn er mikil völundarsmíði, 330 feta hár með 16 feta liárri gylltri mynd af heilögum Mikjáli efst. Ráðhústorgið. Til vinstri er ráöhúsiö, cn til hægri sér niður með framhlið konungshússins. Fyrir miðju eru gild- ishúsin. 4 Frá torginu upp að stórhýsi SABENA. í baksýn er háhús „First National Bank“. Við Albertínsgötu er skrifstofa Loftleiða í Brussel, með mynduin í gluggum af himinháum skýjakljúfum og frelsis- styttunni bandarísku } S \ í.. brydduðu húsin í kring voru hins vegar gildishús, en gildi þýðir stéttarfélag; flæmskan býr hins vegar yfir tveim merking- um á orðinu „guild“ sem þýð- ir bæði gull og stéttarfélag, og því þótti við hæfi að gullskreyta þau. Og húsið fallega, beint á móti ráðhúsinu, það heitir Mai- son du Roi, eða konungshúsið, og þar er sögusafn borgarinnar. Og hvaða mannsmynd var þetta þá uppi á ráðhústurninum? Jú, það var koparstytta af heilögum Mikjáli, 16 fet á hæð. Turninn sjálfur er hins vegar 330 fet á verzlanir, veitingahús og tvö leikhús. Ég slangraði þarna fram og aftur og beið þess að stytti upp, en þegar ekki leit út fyrir að það yrði í náinni framtíð, bretti ég frakkakragann upp að eyrum og ruddist af stað, hljóp allt hvað af tók upp að flugaf- greiðslu SABENA og enti þar með skoðun mína á Brussel. En þetta er merkileg borg, og gaman væri að skoða hana betur í betra tómi. Og ekki minnkar vegur hennar nú, þegar hún er auk alls annars orðin höfuðborg NATO. ☆ 43. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.