Vikan - 13.03.1969, Page 14
Framsóknarmönnum í Ár-
nessýslu var ærinn vandi á
höndum við kosningarnar
1956 að velja eftirmann Jör-
undar Brynjólfssonar, þegar
hann lét loksins af þing-
mennsku. Kjörfyigið virtist
raunar öruggt, en Jörundur
hafði farið með goðorðið lengi
við mikinn orstír, svo að ekki
taldist á allra færi að leysa
hann af hólmi. Sat Jörundur
á alþingi sem fulltrúi Árnes-
inga 1923—1956, en hafði að
auki verið þingmaður Reyk-
víkinga kjörtímabilið 1916—
1919, meðan hann starfaði
sem kennari í höfuðstaðnum.
Þótti liann svipmikill og skap-
ríkur garpur og átti jafnan
kosningu vísa í Árnesþingi.
Gerðist hann nú aldraður og
hugðist setjast í lielgan stein.
Fyrir valinu varð Ágúst
Þorvaldsson bóndi á Brúna-
stöðum í Hraungerðishreppi,
og kom sú ákvörðun mörgum
á óvart. Ágúst taldist að vísu
eindreginn Framsóknarmað-
ur, en hafði lítt komið við
sögu utan sveitar nema í for-
setakosningunum 1952. Þá
studdi hann Ásgeir Ásgeirs-
son rösklega til íorsetadóms í
óþökk flokksforustunnar í
Reykjavík og meirihluta sam-
herja sinna heima í héraði.
Átti það tiltæki Ágústs samt
drjúgan þátt i framboði hans
fjórum áruxn síðar, enda hafði
þá tekizt bandalag með Al-
þýðuflokknum og Framsókn-
arílokknum, og höfðu þeir
sameiginlegan lista í Árnes-
sýslu í þeirri hæpnu von að
hreppa bæði þingsætin. Sýnd-
ust horfur á, að verkamenn
og sjómenn í þéttbýli sýsl-
unnar myndu kjósa Ágúst á
Brúnastöðum fremur en þá
bændur aðra, sem helzt komu
til greina að erfa goðorðið eft-
ir Jörund í Kaldaðarnesi. Olli
því sérstaða Ágústs Þorvalds-
sonar um ætt og uppruna, svo
og það, að orð fór af honurn
sem greindum og málsnjöllum
skapfestumanni, en þeir eigin-
leikar höfðu sannazt ótvírætt
í forsetakosningunum.
Ágúst Þorvaldsson fæddist
á Eyrarbakka 1. ágúst 1907,
og voru foreldrar hans Þor-
valdur Björnsson verkamað-
ur og sjómaður þar og kona
hans, Guðný Jóhannsdóttir.
Naut Ágúst venjulegrar
barnafræðslu heima á Eyrar-
bakka, en átti ekki frekari
menntunar kost, þó að hann
teldist næmur og næsta
hneigður til bókar. Reyndist
hann tápmildll strax í æsku
og rækti störf sín af áhuga og
karlmennsku. Hann stundaði
sjóróðra í Vestmannaeyjum
ellefu vetrarvertíðir og virtist
ætla að helga slíkri iðju krafta
sína, en brá allt í einu á annað
ráð vorið 1932 og gerðist
bóndi. Kaus hann Brúnastaði
í I-Iraungerðíshreppi sér að
staðfestu, hefur búið þar alla
tíð síðan ftg eignazt fjölda
efnilegra barna við konu
sinni, Ingveldi Ástgeirsdóttur
frá Syðri-Hömrum í Ása-
hreppi. Fer naumast milli
mála, að Ágúst sé mestur
barnakarl þeirra, sem sitja á
alþingi.
Ungmennafélagshreyfingin
og kaupfélagsskapurinn varð
Ágústi Þorvaldssyni skóli og
málþing eftir að hann gerðist
bóndi. Var hann formaður
ungmennafélagsins Baldurs í
Hraungerðishreppi fyrsta ára-
tug búskapar síns og átti sæti
i fulltrúaráði Kaupfélags Ár-
nesinga 1936—1960. Hefur
Ágúst setið í hreppsnefnd frá
1936 og verið oddviti sveitar
sinnar síðan 1950, en var for-
maður skólanefndar 1939—
1959. Þykir hann myndar-
bóndi, þó að fjárhagur hans
væri þröngur framan af ævi
vegna ómegðar. Skipaði hann
sér brátt í fylkingu Fram-
sóknarmanna, veitti dyggi-
lega að málum Gísla heitn-
um Jónssyni hreppstjóra
á Stóru-Reykjum og erfði
smám saman völd hans og
trúnað. Var Gísli hygginn kai-I
og ráðsvinnur og beitti and-
stæðinga gjarnan hrekkvísri
kænsku, en Ágúst er hins veg-
14 VTKAN “•tbl-