Vikan - 13.03.1969, Blaðsíða 41
OauijER l,UFUR
DRVKKUR
Instant DÁILY cr súkkulaði-
drykkur. DAILY lcysist upp á
augabragði í mjólk eða vatni.
Ein eða tvær teskeiðar nægja
í eitt glas. Aðcins þarf að
hræra og þó er tilbúinn undra-
Ijúffengur súkkulaðidrykkur,
heitur eða kaldur, eftir þvi
sem hver óskar.
Ðk"-'í meí roit^
Andri fsaksson
Framhald af bls. 21
Vandinn, sem um ræðir, er
svo alvarlegur, að til þess verð-
ur að ætlazt af hinum ábyrg-
ustu meðal ungra, miðaldra og
gamalla þjóðfélagsþegna, að þeir
reyni að skilja og viðurkenna
hverjir aðra, ræða saman og
stuðla að friðsamlegri lausn. En
heildarlausn vandans verður þó
líklega vart eygð, fyrr en vold-
ugustu ráðamenn heimsins hætta
að stefna honum á heljarþröm
með vígbúnaðarkapphlaupi og
áhrifabaráttu, sem ekki vandar
meðul sín sem skyldi.
☆
Leifur Jóelsson
Framhald af bls. 16
laugardaginn hefði komið úr
dómsmálaráðuneytinu. Við send-
um þá lögreglunni bréf með til-
kynningu um gönguna eftir Sig-
túnsfundinn, en heyrðum ekki
stunu eða hósta frá lögreglu-
stöðinni fjn-r en klukkan hálf-
sex um kvöldið. Við Ragnar Stef-
ánsson höfðum þá verið í aug-
lýsingadeild útvarpsins að aug-
lýsa gönguna, og starfstúlka í
deildinni hringt í lögreglustjóra
sjálfan og spurt, hvort leyfilegt
væri að birta auglýsinguna. Lög-
reglustjóri kvaðst ekki mundu
banna það. Þegar við Ragnar
vorum á útleið úr húsinu, hlup-
um við beint í flasið á þeim lög-
regluforingjunum Bjarka Elías-
syni og Óskari Ólasyni, sem
höfðu haft veður af okkur þarna,
og fylgdumst með þeim niður á
stöð til viðræðna. Bjarki sagði
þá að við mættum ganga um
miðbæinn, þar eð hann yrði
hvort eð vœri lokaður jyrir bíla-
umjerð, en við buðum á móti að
ganga Austurstræti, Aðalstræti,
Hafnarstræti, Hverfisgötu,
Frakkastíg, Laugaveg, og Banka-
stræti, sem sagt allt af með um-
ferð. Um þetta var þjarkað í
klukkutíma og gekk ekki saman.
Lögreglumennirnir buðu að lok-
um að rjúfa vítahringinn um
miðbæinn og leyfa okkur að
labba smátúr upp Hverfisgötu,
um Ingólfsstræti og niður Banka-
stræti.
— En hversvegna brugðuð þið
þá á það ráð að ganga upp
Bankastræti, móti umferð?
— Auðvitað er ekki nema rétt
og sjálfsagt að taka tillit til um-
ferðarinnar, en meðan á fundin-
um stóð í Sigtúni höfðum við
spurnir af liðssafnaði lögregl-
unnar við Alþýðuhúsið, þannig
að. greinilegt var að einnig átti
að loka fyrir okkur leiðinni upp
Hverfisgötu. Af tvennu illu
álitlum við þá skjárra að
leyfa lögreglunni að brjóta
þessa göngu á bak aftur svip-
að hinmii fyrri, en að þessu
sinni fyi'ir augum ahra í mið-
bænum, einmitt á þeim stað sem
mestur fólksfjöldi var á ferh.
Hefðum við hinsvegar farið upp
Hverfisgötu, hefðu miklu færri
vegfarendur orðið vitni að fimdi
okkar og lögreglunnar. Nú, ég var
x fremstu röð göngunnar, þegai'
hún mætti fylkingu lögreglunn-
ar í Lækjargötu, og lenti þá and-
spænis Bjarka Elíassyni. Spurði
ég hann þá enn einu sinni hvort
lögreglan féllist ekki á mála-
miðlim okkar, en hann svaraði
neitandi. í næstu andrá þrýst-
ust fylkingar saman. Bjarki lét
ekki sitja við orðin tóm, því að
hann ætlaði að handtaka mig án
frekari umsvifa og náði á mér
tökum, en varð að sleppa mér í
troðningnum; tókst þó að rífa
úlpu mína og slíta af mér arm-
bandsúr, sem ég hef ekki séð síð-
an. En maður kemur manns í
stað, og annar lögregluþjónn sótti
að mér, en lið kom á millum
okkar svo að hann náði mér ekki
heldui'. Ég barst þá aftur fremst
í hóp göngumanna og lenti þá
andspænis þremur lögreglu-
mönnum, sem virtust þekkja mig
og vera staðráðnir í að hjálpa
mér úr þessum táradal. Ég sner-
ist á hæli og ætlaði að hverfa í
hópinn, en fékk þá kylfuhögg
aftan á hvirfilinn og annað neð-
ar í hnakkann. Nærstaddir fé-
lagar mínir komu mér út úr
þvögunni og í leigubíl, sem ók
mér á slysavarðstofuna. Ég var
með áverka sem þurfti sex spor
í viðbót við þau, sem fyrir voru.
Við spyrjum Leif um skoðxm
hans á undirrót mótmælaaðgerð-
anna hérlendis, og hann svarar:
— Upphaf svokallaðra mót-
mælaaðgerða hér á landi á sér
sömu rætur og hliðstæðar að-
gerðir erlendis. Þetta hefst með
stuðningsaðgerðum við baenda-
herinn í Víetnam. En hér sem
annarsstaðar verður þess vart að
uppúr þessum jarðvegi spretti
almenn róttæk gagnrýni á hinu
borgaralega „vestræna“ þjóðfé-
lagi. Þess sjást æ fleiri merki að
menn álíta að það stjórnarkerfi,
sem hér ríkir og mótast af á-
kveðnum þingmeirihluta sem
skapast á fjögurra ára fresti, sé
í eðli sínu ólýðræðislegt og
þvingandi fyrir hinn almenna
borgara. Hér er því um að ræða
anga af þeirri lýðræðislegu
hreyfingu, sein krefst uppgjörs
við það þjóðfélagskerfi, sem rík-
ir á Vesturlöndum, og sem reynd-
ar er einnig í vexti í löndum
Austur-Evrópu, þar sem stein-
runnið skriffinnax7eldi verður æ
meiri hemill á e<51ilegri samfé-
lagsþróun. Þessi lýðræðislega
hreyfing er um margt hug-
myndalega ósamst,æð og sundur-
leit, en flestir meðlLmir hennar
myndu efalaust skrifa undir þau
orð Karls Marx, sem rituð voru
fyrir meira en öld, að framtíðar-
markmið heimar sé að skapa
samfélag „þar sem frjáls þróun
einstakiingsins sé: -skilyrði fyrir
frjálsri þróun heildarinnar.“
Þetta er andstætt því sem nú
ríkir á Vesturlöndum, er vax-
andi undirokun einstaklingsins
og persónuleika hans er skilyrð-
ið fyrir frjálsri þróun „heildar-
innar“, það er kerfisins. Við skil-
yrði framleiðsluhátta auðvalds-
þjóðskipulagsins á Vesturlöndum
krefst vaxandi fjöldaframleiðsla
og fjöldaneyzla þess að einstakl-
ingurinn sé til fulls innlimaður
sem viljalaust tannhjól í vél
kerfisins, bæði sem framleiðandi
og neytandi.
— Að endingu, Leifur, fyrir-
hugið þið mótmælaaðgerðir þrí-
tugasta marz næstkomandi, þeg-
ar endurnýjun Nató-samningsins
verður tekin fyrir?
— Um það hefur eklxert verið
ákveðið, svo mér sé kunnugt um.
☆
Birna Þórðardóttir
Framhald af bls. 17
an að mér, þreif utan um mig
og reyndi að rífa af mér fán-
ann. Ég kallaði þá á nærstadda
félaga mína til hjálpar, og brugðu
þeir þegar við, en jafnskjótt
drifu að fleiri lögregluþjónar til
aðstoðar þeim, er fyrstur réðist
að mér. Þarna urðu nokkrar
sviptingai' — þetta var rétt hjá
styttu Jóns Sigurðssonar — og i
því rann ég til á hálku og datt,
en sleppti ekki taki á fánastöng-
inni. Ég var dauðhrædd um að
troðast undir og sparkaði því
eitthvað frá mér í ofboði, i varn-
arskyni en ekki til að hitta heinn.
Það er alrangt sem haldið hefru
verið fram af lögreglunnar hálfu,
að ég hafi ráðizt á einn lög-
regluþjónanna að fyrra bragði
og sparkað í hann af ásettu ráði.
í þeirri svipan brotnaði fána-
stöngin og hópixrinn leystist upp,
en lögregluþjónarnir náðu fán-
anum. Ég komst þá á fætur, hljóp
á eftir einum lögregluþjónarma
og hrópaði eitthvað, líklega fas-
isti eða eitthvað í þá áttina. Mér
var runnið í skap, því að ég gat
ekki séð að þeir hefðu neina
heimild til að rífa af mér fán-
ann. Lögregluþjónninn nam þá
staðar, tók upp brot úr fána-
stönginni og lamdi mig með því
í höfuðið án nokkurs formála.
— Hversu öflugt var bareflið,
heldruðu?
— Að. gildleika eitthvað svip-
að kústskafti, gæti ég trúað.
— Þekktirðu manninn?
— Nei, og man ekkert hvernig
hann leit út. Nærstaddir fé-
lagar mínir spruðu hann um núm-
erið, en hann reif það þá af sér.
Þeir fylgdu honum eftir á lög-
reglustöðina til að kæra verknað-
inn, en þar vai' þeim stungið inn
í klefa og hótað Síðumúlavist
ef þeir hreyfðu frekari mótmæl-
um.
— Það hefur spurzt, Birna, að
þú hafir makað þig alla út í
blóði og hrópað síðan á sjón-
varpsmenn.
— Það er rangt með farið, eins
og fleira. Bjai'ki Elíasson lét
hafa það eftir sér og Bjarni
heiðursdoktor lét sér sæma að
n. tbi. viKAN 41