Vikan


Vikan - 13.03.1969, Side 47

Vikan - 13.03.1969, Side 47
neitaði að færa sig frameftir. Þá lét lögregluþjónninn kylfuna ríða á höfði hans og herðum og síðan hvar sem verkast vildi, þegar Leifur beygði sig í keng til að hlífa höfðinu við höggum. — Telurðu að nr. 37 eigi sér marga líka innan lögreglunnar? — Það vil ég ekki segja. Margir lögregluþjónanna, sjálf- sagt mikill meirihluti þeirra, eru prýðismenn, rólegir og geðspak- ir, þótt þeir detti ef til vill ekki allir um gáfurnar. Góður lög- regluþjónn þarf fyrst og fremst að vera gæddur heilbrigðri skyn- semi og rólyndi í ríkum mæli. En hræddur er ég um, að til þessa hafi einkum verið tekið tillit til líkamsstærðar og vöðva- afls, þegar menn hafa verið valdir í lögregluliðið. Mér er ekki kunnugt um að nein sál- fræðileg könnun sé viðhöfð í því sambandi. Það er því vitaskuld nokkur hætta á, að inn í lög- regluliðið slæðist ofbeldissinnað- ir menn og fautar, sem alls stað- ar annars ættu frekar heima. — Viltu ef til vill meina að ruddar og slagsmálahundar reyni að smokra sér inn í lög- regluna til að geta stundað eftir- lætisiðju sína undir laganna vernd? -— Það er auðvitað ekki úti- lokað, ef menn eru einungis valdir í lögregluna eftir líkam- legu atgervi. — Heldurðu að skortur sé á nægum aga í lögregluliðinu? — Það er efalaust. Agaleysi okkar íslendinga kemur þar fram eins og víðar. Þjálfun lög- reglunnar þarf að miða að því, að hún verði sem áhrifamest án þess að misbeita valdi sínu. En á það skortir mjög eins og er. Eg get bætt því við, að ég hef fengið ótal upphringingar frá fólki, sem hefur ljótar sögur að segja af ofbeldi og misþyrming- um af hálfu lögreglunnar, venju- lega þá í sambandi við ölvun. Þess háttar nær auðvitað engri átt og kemur engum fremur í koll en lögreglunni sjálfri. Fólki er sagt að bera virðingu fyrir Alþingi og opinberum stofnun- um, en þá virðingu getur eng- inn skapað nema hlutaðeigandi stofnanir sjálfar. Það á auðvitað einnig við um lögregluna. Þetta er sérstaklega áríðandi ef átaka- tími fer í hönd; hafi lögreglan þá ekki virðingu og stuðning al- mennings, er hætt við að hún geti litla stjórn haft á ástand- inu. — Teiurðu ekki að skrílslæti sumra mótmælenda afsaki að nokkru ofstopaframkomu ein- stakra lögreglumanna? — Vel þjálfuð og öguð lög- regla á að geta fjarlægt illinda- seggi úr hópi mótmælenda án þess að beita misþyrmingum. Takist henni það ekki, er hætt við að hún glati fljótlega sam- úð almennings. ☆ Við hverja snertingu hans Framhaid af bls. 29 Jg* uðu herbergi hennar, þreytt, pf. # 4 wm hamingjusöm. Gaby strauk yfir hnakka hans með fingrum sinum. Hún hugs- aði til þehra manna, sem hún hafði eiskað á undan Júrgen. Einhvern veginn höfðu það allt- af verið vonbrigði. Enginn þeirra hafði getað lyft henni upp í hæð- ir hamingjunnar. Hún haiði viljað losna við þá alla aftur, eins fljótt og auðið væri. — Muntu alltaf elska mig? spurði hún lágt. — Alltaf, svaraði hann. — Lika, þegar ég verð orðin gömul og ljót? Hendur hans struku henni. — Þú verður aldrei gömul og ljót, ástin. í mínum augum verður þú alltaf eins og núna, ung og fögur. Hún lokaði augunum. Henni var nóg að heyra rödd hans, finna hendur hans. Hjá Júrgen var allt svo öðruvísi. Að vera ástmær hans, var eins og það sem hana hafði hingað til að- eins dreymt um. Það var meira en lítilfjörleg fullnæging, meira en örlítil löngun, það var villt- ur hjartsláttur tveggja hjartna, það var svimandi hringiða, un- aðarfull ástríða. Hún var löngu búin að fá sönnun fyrir því, að hún væri falleg, að hún hefði tælandi lík- ama. En að hún gæti elskað á þennan hátt, svona heitt og ó- eigingjarnt, það vissi hún fyrst núna. Og í fyrsta sinn á ævinni fann hún hvað það var að vera af- brýðisöm. Afbrýðisöm yfir öllu. Afbrýðisöm vegna kvenna, sem ennþá ættu eftir að vera í lifi hans, vegna kvenna, sem á und- an henni höfðu verið. Fyrir þennan mann átti ekkert annað að vera í þessum heimi en að- eins hún, ekkert annað, ekkert þar að auki. — Veiztu, hvað ég held stimd- um, Júrgen? spurði hún allt í einu. — Ef þú værir nú giftur, ef kinan þín væri nú í Berlín, væri ást okkar þá aðeins ódýrt hliðarstökk, mundi hún enda í tilgangsleysi ævintýrsins? — Nei, svaraði hann, — nei, Gaby, ég gæti ekki lifað án þín eftir þetta. Hún beygði sig yfir hann, nak- in og blygðunarlaus, með augna- ráði kattar, sem ekki sleppti bráð sinni. — Júrgen, ég veit að þú hefur elskað konu þína. Eg hef séð mynd af henni, hún var svo gjörólík mér, ef nú væri um ást móti ást að ræða, hvora mundir þú þá velja? — En, elskan, þú veizt, að þannig er það ekki. Janine er dáin, hún mun aldrei koma aft- ur, þú veizt að ég hef aldrei elskað neina eins og þig. Framhald á bls. 50 HAGSYN HÚSMÓÐIR NOTAR UTAVER II22 - 24 T32ZG2 Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflísar — stærSir 71/2x15, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baSgólfdúkur. Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóSur — br. 55 cm. VeggfóSur — br. 50 cm. _y 11. tw. VIICAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.