Vikan


Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 2
Colgate f luor gerir tennumar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrklr Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sizt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. IFULLRI Stór - Reykvíkingar hættulegir Nú eru sumarferðalögin í algleymingi og flestir, sem vetlingi geta valdið þeysa um landið í leit að skemmtunum, fögru landslagi og hvíld í heiðanna ró. Okkur veitir ekki af að halda kyrfilega á spöð- unum, það eru ekki svo marg- ir mánuðir, sem nýtast okkur til ferðalaga og sólar yfir árið. En kapp er bezt með forsjá. Það er áberandi þegar ekið er um þjóðvegi landsins, hvað bílar úr Stór-Reykjavík ■—- flestallir með R, Y og G núm- erum, eru langverstir viður- eignar. Þeir fara á æsihraða yfir blindhæðir og fyrir blind- beygjur, draga lítið sem ekk- ert úr ferð í mætingum og víkja illa, fara fram hjá út- skotum til að mæta bílum 10—12 metrum lengra og þá gjarnan á örþröngum vegum. Að þeim detti í hug, að það borgi sig að stanza á góðum stað hinkra ögn, meðan móti- komandi bíll fer fram hjá — það kemur alltof sjaldan fyrir. Þó er stór hópur bílstjóra á fyrrgreindum númerum, sem fer svo varlega, að það er stórhættulegt. Þessir menn halda sig á miðjum vegi og fara örhægt og ef þeir rýma nægilega til svo að hægt sé að komast fram úr þeim, er það venjulega móti blindum vegi eða af því að þeir víkja fyrir bíl sem kemur á móti. Það er ástæða til að hvetja sumarleyfisbílstjóra til að sýna lipurð í hvivetna í sum- arumferðinni, víkja vel og halda sig hægra megin, en halda ekki umferð fyrir aftan sig þegar óhætt er að fara fram úr. Og það er jafnvel verra að vera ofgráðugur í að hleypa fram úr sér en gera það á hættulegum stöðum. í biblíunni segir, að það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra, og þetta á svo sannar- lega við í umferðinni ekki síður en annars staðar. S.H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.