Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 4
Trúmál haf'a verið mjög til umræðu undanfarið, og allt í einu virðast allir vita allt um þann hluta samfélagsins. Það er
einkum tvennt, sem hefur átt þátt í að koma þessari umræðuöldu af stað; í fyrsta lagi hinar svokölluðu Pop-guðþjónust-
ur, og svo uppátæki reykvísks borgara sem gerzt hefur all aðsópsmikill í helgihaldi borgarinnar, og hefur hvað eftir ann-
að truflað guðþjónustur með alls kyns frammíköllum og afneitunum á þeirri kirkju, sem hann segist hafa verið neyddur
í sem ómálga barn. Hér skal enginn dómur lagður á þetta, en í framhaldi af þessum umræðum sneri VIKAN sér til nokk-
urra ungmenna, og lagði fyrir þau spurninguna:
HVERS VEGIfl LESTU FERMA ÞIG? TEXTI ÓMAR VALDIMARSSON
MARGRÉT ÞORLEIFSDÓTTIR,
fermd 1969:
Aðallega til að komast í kristinna manna tölu, þótt
umstangið i kringum þetta hafi að sjálfsögðu haft
sitt að segja. Ég tei mig hafa gert mér fulla grein
fyrir hvað ég var í rauninni að gera.
ICRISTÍN PÁLSDÓTTIR,
fermd 1966:
Er það hara ekki skylda að láta ferma sig? Ein-
hvernveginn hefur mér alltaf skilizt það. En mér
finnst að það ætti tvimælalaust að hækka ferming-
araldurinn. Langflcstir á þessum aldri hugsa bara
um gjafimar í sambandi við ferminguna.
STEINAR VIKTORSSON,
fermdur 1966:
Nú, það er haldin veizla, maður fær peninga og
góðan mat og fleira skemmtilegt. Og þar sem yfir-
leitt allir aðrir eru kristnir, þá er gaman að vera
það líka. Ekki veit ég hvort ég hef nokkuð batnað
við ferminguna, en varla versnað.
SIGRÍÐUR MARÍA JÓNSDÓTTIR,
10 ára:
Það er nú ekki búið að ferma mig, en ég ætla að
láta gera það, þegar þar að kemur. Að visu veit ég
ekki hvaða þýðingu þetta á að hafa, en ég trúi þó
á guð.
GIJÐFINNUR ÓLAESSON,
fermdur 1969:
Ja, mér var nú bara sagt að láta ferma mig, það
var engin spurning um neitt annað. Mér finnst þetta
hafa haft lítil áhrif á mig, þó það hafi það kannski
á suma.
GUÐJÓN KNÚTSSON,
fermdur 1967:
Sennilega hefur gróðasjónamiðið ráðið þar mestu
um, en kannski líka vegna þcss að maður trúir
aðeins á guð. Varla þennan gamla gráskeggjaða í
hæðunum, heldur eitthvað sem allir bera virðingu
fyrir og enginn þorir að lítilsvirða.
4 VIKAN 27 tbl-