Vikan - 03.07.1969, Page 5
SIGURBORG BORGÞÓRSDÓTTIR,
fermd 1968:
Ætli það sé ekki eitthvað út af trúnni ....
ERNA STEINA GUÐMUNDSD.,
fermd 1967:
Nú, maður fær gjafir og svolciðis, og svo gera þetta
bara allir. Jú, og svo trúir maður á guð. En mér
finnst að það ætti að hækka fermingaraldurinn.
LOVÍSA G VIÐARSDÓTTIR,
fermd 1969:
Til að komast í kristinna manna tölu, því ég trúi
á Krist og minn eigin gnð.
IvARL KRISTINSSON,
fermdur 1967:
Þetta þykir alveg sjálfsagt, og maður kemst í krist-
inna manna tölu, sem er gott, því þegar maður fer
að læra aðeins um þetta alltsaman, þá kemst maður
að því að þetta er rétt, og maður trúir á það. Nei,
ég held það hefði ekki breytt miklu þótt þetta hefði
átt að ske seinna.
HELGA SIGURÐARDÓTTIR,
19 ára:
Þar sem foreldrar mínir eru utan Þjóðkirkjunnar,
þá kom það eiginlega aldrei til að ég léti fermast.
Mér fannst það töluvert undarlegt þá, að vera ekki
fermd eins og allir aðrir, en nú cr mér alveg sama.
Hitt er annað mál, að ég trúi ekki á guð — og mér
finnst það einber hræsni hvernig fólk lætur. Það
fer í kirkju einungis til að láta skíra, ferma. gifta og
jarða, en sjaldan þcss á milli. Nei, ég reikna ekki
með að ég léti ferma mig nú, þó það kæmi tll.
GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
fermd 1969:
Það gcra það flestir, svo ég sá ekki ástæðu til að
gera það ekki líka. Hefði þetta átt að ske eftir nokk-
ur ár, þá er ekki gott að segja hvað ég hefði gert.
En foreldrarnir ráða nú svona venjulega. Samt finnst
mér ég hafa haft gott af þessu, og með því að ganga
til spurninga, Xærði ég margt um kirkju og kristin-
dóm, sem allir ættu að vita.
SKÚLI JÓNSSON,
fermdur 1963:
Af því að allir aðrir gerðu það. Það virtist vera vani
að krakkar á þessum aldri létu ferma sig — eða
væru fermd. Ég vissi ekki þá, hvað þetta í rauninni
var, en ég tcX mig vita það nú, svo ég efast um að
ég léti ferma mig nú ef það stæði til. Maður er í
svo mikilli óvissu, og mér finnst þetta allt of stórt
atriði, til þcss að hugsa bara um tilstandið sem þessu
fylgir. Hvort ég trúi á guö? Ja, nú veit ég ckki...
27. tbi. VIKAN 5