Vikan


Vikan - 03.07.1969, Síða 9

Vikan - 03.07.1969, Síða 9
mennur flokkur. Og það sem mig langar að vita er þetta, Póstur góður: 1. Má hvaða íslenzkur ríkisborgari sem er stofna stjórnmálafiokk? 2. Ef svo er, hvað þarf viðkomandi að vera gam- all? 3. Er leyfilegt samkvæmt stjórnarskránni að fylgja hvaða stefnu sem er, þ.e. má hún vera yfir öll tak- mörk hafin? 4. Ef svo er ekki, hver sker þá úr um hvað er leyfilegt og hvaða er ekki? 5. Er leyfilegt að auglýsa flokkinn og stefnu hans í útvarpi og sjónvarpi? Vonast eftir svari. Forvitinn. Á Islandi ríkir algjört félagafrelsi og því má hver sem er stofna hvaða félag sem honum sýnist, svo framarlega sem það er ekki glæpafélag. Engin aldurs- takmörk cru sett en ætli þessi flokkur að bjóða fram til kosningar þarf að minnsta kosti að hafa náð kosningaaldri. Flokkurinn getur fylgt hvaða stefnu sem er, svo fremi hún brjóti ekki í bága við landslög og „almennt vel- sæmi,“ eins og segir í stjórnarskránni. Úrskurð- arvaldið í þessum málum myndi vera í höndum lög- reglustjóra og saksóknara. Engin lög banna flokknum að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi, en þessar stofn- anir hafa sjálfar sínar regl- ur, sem þær hafa til grund- vallar öllum slíkum aug- Iýsingum. ÁST í MEINUM Kæri Póstur: Ég ætla að skrifa þér um vandamál mitt eins og margir gera, og ég vona að þú getir fundið svar við spurningu minni. Þannig er mál með vexti, að ég er mjög hrifin af strák, og ég get ekki um annað hugsað, og ekki nóg með það, held- ur gengur mér miklu verr í skólanum en áður. Nú veit ég bara ekki hvort hann er hrifinn af mér. Hvað á ég að gera, kæri Póstur? það vera. Jú nú er skólinn búinn, og þá ættir þú að geta farið að einbeita þér að því að töfra piltinn þinn. Hvernig? Gefðu honum pöddu! SJÚKRALIÐI Kæri Póstur: Mig langar til að biðja þig að gefa mér svör við nokkrum spurningum. Ég er tuttugu og tveggja ára, og langar mjög mikið til að verða sjúkraliði. Hvert á ég að leita um inngöngu á námskeiðið og hvaða menntunar er krafizt. Hve- nær hefjast námskeiðin, og hvað taka þau langan tíma. Ég vona að þú getir leyst úr þessum spurningum fyr- ir mig. Með fyrirfram þakklæti. Ein sem bíður eftir svari. Bezt er fyrir þig að snúa þér til Skrifstofu Ríkisspí- talana því þar færðu beztu upplýsingarnar, og þar myndir þú sækja um inn- göngu á slíkt námskeið. SIDNEY POITER Kæra Vika: Þannig er mál með vexti, að ég var að finna eldgöm- ul „prógrömm", og eitt þeirra var frá myndinni „Porgy & Bess“; lék Sid- ney Poiter aðalhlutverkið, Porgy, og Dorothy Dan- dridge lék Bess. Nú langar mig til að vita hvað langt er síðan þessi mynd var sýnd hér á landi? Og eru ekki pantaðar aftur mynd- ir sem hafa verið sýndar hér fyrir svoan 20 árum? Og svo að lokum: Gætuð þér gefið mér heimilis- fangið hans Sidney Poiter? Með fyrirfram þökk Ein sem dáir Sidney Poiter. Mynd þessi mun hafa verið sýnd hér í kringum 1960, og þá í Laugarásbíói. Persónulega sér Pósturinn ekkert athugavert við að fá hingað eins og 20 ára gamlar myndir, svo ég tala nú ekki um myndir eins og „Á hvdrfandi hveli“, en því miður, tæknilega mun þetta nokkrum erfiðleikum bundið. Heimilisfangið á ég ekki. Er bér annt iim teimiirnap? bá er hezta ráflifl að brífa bær vel: Þegar þú burstar tennurnar með venjuleg- um bursta, hreinsar þú munninn tiltölulega hægt. Þú burstar tanngarðana beturað utan- verðu en innan. Framtennurnar betur en jaxlana. í hreinskilni sagt: Þú hefur fljótaskrift á burstuninni. Þegar þú færð þér Ronson rafmagnstann- bursta, er engin fljótaskrift. Burstinn fer 11 þúsund sinnum upp og niður á mínútu. Hann er með nettan haus og mjótt skaft. Hann nær auðveldlega til jaxlana og milli tannanna. Leifturhraðar hreyfingr hans gera það sem gera þarf. Hann nemur burt matar- leifar og óhreinindi. Fágar glerunginn. Styrk- ir tannholdið. Spurðu bara tannlækninn þinn. Ef þú ert einn af þeim, sem heldur að þú fáir rafmagnshögg í tunguna, er þér óhætt að kasta af þér áhyggjunum. Bursta- skaftið er úr plasti, sem leiðir ekki rafmagn, og þar að auki er straumurinn af rafhlöð- unum svo veikur, að þú fyndir varla fyrir honum. En nógu sterkur fyrir Ronson tannburstann. EINKAUMBOÐ: I. Guðmundsson & Co. hf. V______________________________________) 27. tbi. VTTCAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.